Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 116

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 116
116 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessir tónleikar eru upptaktur að upptökum á þriðju plötu okkar sem nefnist Kveldúlfur og mun geyma kvöld- og næturljóð íslenskra og er- lendra tónskálda ofin í norræna þjóðlagahefð og spunadjass,“ segir Eyþór Ingi Jónsson stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Hymno- diu um tónleika kórsins í gömlu síld- arverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð í kvöld kl. 20.30. Með kórnum koma fram Sigurður Flosa- son saxófónleikari, Harald Skull- erud slagverksleikari frá Noregi og finnsk-samíska söngkona Ulla Pirt- tijärvi sem jojkar að hætti Sama. Stjórnandi tónleikanna er Eyþór Ingi sem jafnframt leikur á harm- óníum og fleiri hljóðfæri. „Hugmyndin að þessu samstarfi kviknaði í samtali við Harald í Nor- egi, en okkur fannst spennandi að leiða saman ólíkar stefnur,“ segir Eyþór Ingi og rifjar upp að kórinn hafi áður unnið með Sigurði með góðum árangri. „Haraldur leyfði mér að heyra nokkrar upptökur af nokkrum jojkurum og sagði að ég mætti velja. Þegar ég heyrði upp- tökurnar kom engin önnur en Ulla til greina, en hún er líka í miklu uppáhaldi hjá Haraldi,“ segir Eyþór Ingi og tekur fram að hann hafi heillast af jojki og samískri menn- ingu á námsárum sínum í Svíþjóð. „Upptökustjóri verður Håkan Ek- man frá Finnlandi, sem tók upp báð- ar fyrri plötur okkar með frábærum árangri. Í upptökuferlinu ætlum við að leika okkur með tónlistina, endur- útsetja og spinna. Það er ekki alveg fyrirsjáanlegt hver lokaútkoman verður, en má samt gera ráð fyrir fallegum galdri,“ segir Eyþór Ingi og bendir á að leikið verði á átta sek- úndna eftirhljóm verksmiðjunnar. „En eftirhljómurinn í rýminu er ein- stakur. Upptökurnar fara fram frá föstudegi til laugardags, en platan er væntanleg með vorinu,“ segir Eyþór Ingi, en söfnun fyrir plötunni stend- ur nú sem hæst á vefnum karolinafund.com. Spunadjass og jojk hljómar í kvöld  Hymnodia með tónleika í síldarverk- smiðjunni á Hjalteyri í kvöld kl. 20.30 Ljósmynd/Daníel Starrason Frumleg Kammerkórinn Hymnodia heldur tónleika á Hjalteyri í kvöld undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eitt leiddi af öðru,“ segir Ásdís Thoroddsen leikstjóri um tilurð nýj- ustu heimildamyndar sinnar sem nefnist Veðrabrigði og frumsýnd verður í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. „Ég fékk upp í hendurnar efni sem tveir útlendingar höfðu tekið upp á árunum 2009-2011 á Flateyri,“ segir Ásdís, en annar þeirra, Uwe Teske klippti myndina. „Á upptök- unum mátti sjá fólk við vinnu sína á Flateyri og stöku viðtöl. Þetta var töluvert magn af efni. Þeim hafði ekki tekist að fjár- magna mynd sína og höfðu látið all- ar upptökurnar í hendurnar á Hjálmtý Heiðdal sem á og rekur fyrirtækið Seyluna. Hon- um tókst að fjármagna myndina með því skilyrði að leikstjórinn væri ís- lenskur,“ segir Ásdís. Meðframleið- andi myndarinnar með Hjálmtý er Heather Millard, en samframleiðslu- fyrirtæki með Seylunni ehf. eru Yeti Film frá Þýskalandi og Metro Films frá Póllandi. Myndin er framleidd með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kvikmyndaáætlun ESB Creative Europe MEDIA og þýsku sjóðunum Medienborg Berlin -Brandenburg og Film und Medien Stiftung NRW, en þess má geta að RÚV og TVP í Póllandi hafa þegar keypt sýningarréttinn. Fékk frjálsar hendur „En fékk algjörlega frjálsar hend- ur í nálgun minni á myndefninu. Það sem upphafsmenn myndarinnar höfðu haft í hyggju voru samskipti Íslendinga við innflytjendur, en fjöl- margir Pólverjar og Filippseyingar búa og starfa á Flateyri. Samskiptin eru ágæt og því lítið um þau að segja, en þegar ég fór að skoða efnið blasti við mér að fólkið var niður- dregið, þó það reyndi að gleðjast, þar sem það bjó við mjög óöruggt at- vinnuástand. Á þessum tíma voru uppsagnir í gangi og nýtt fyrirtæki tekið við sem gekk ekki. Þarna birt- ist því ólgusjór í atvinnulífi staðarins sem rekja mátti til kvótakerfisins, því með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum,“ segir Ásdís og tekur fram að myndin dragi upp mynd af baráttu íbúa á Flateyri fyrir tilveru sinni og fram- tíð þorpsins. Í kynningu á myndinni kemur fram að fylgst sé með nokkrum þorpsbúum við störf sín og rætt við þá um lífskilyrði þeirra og þorpsins. „Ber fyrst að telja hina öldnu Jó- hönnu sem segir nýliðna sögu þorps- ins. Önundur vörubílstjóri heitir eft- ir firðinum þar sem hjarta hans slær, en hann fær ekki þrifist. Sam- hent fjölskylda Guðrúnar, eigin- manns hennar og barna, gerir út og herðir gæðaharðfisk. Einyrkinn Sig- urður fiskar með syni sínum á ung- lingsaldri upp í leigukvóta. Janina var nýflutt til landsins, vann í frysti- húsinu og var nýbúin að kaupa hús, þegar henni var sagt upp í þreng- ingum þorpsins. Stanislaw flæktist til Íslands úr atvinnuleysi Póllands og endaði á Flateyri sem sjómaður. Á endanum hittum við Bryndísi, ný- komna til þorpsins fulla eldmóðs sem framkvæmdastjóri nýs fyrir- tækis,“ segir í kynningu. Óöruggt atvinnuástand Að sögn Ásdísar fór hún í fimm heimsóknir vestur til að taka upp myndina. „Við höfðum síðan þann munað að geta stokkið til baka í tíma og notað fyrri upptökur og líka með því að skeyta inn myndum úr safni Ríkisútvarpsins. Þannig að inn í per- sónulegar dramatískar frásagnir er klippt fréttaefni allt frá því er kvóta- hafi selur burt kvóta þorpsins dag einn í maí 2007 og síðan þá hvernig reynt hefur verið að koma fótum á nýjan leik undir atvinnustarfsemi í þorpinu; með stofnun nýs fyrirtækis sem gerði út á leigukvóta en fór í gjaldþrot upp úr íslenska efnahags- hruninu. Þá kemur enn nýtt fyrir- tæki til leiks sem virðist muni ganga vel,“ segir Ásdís og bendir á að kvótakerfið snerti marga. „Og það ríkir ekki sátt í samfélaginu um kerfið. Myndin er ekki rannsókn- arblaðamennska nema að litlu leyti, því vissulega klippi ég inn stað- reyndir. En aðallega er þetta um stemninguna og hvernig óöruggt at- vinnuástand hefur áhrif á hvern og einn. Þetta er Íslandssaga, sem er svo stór og mikil að það hefur enginn almennilega treyst sér til að koma við þetta efni. Þetta er bara byrjun- in. Það verður að halda áfram að skoða þetta og rannsaka ofan í kjöl- inn.“ Þess má að lokum geta að myndin Veðrabrigði verður sýnd í Bíó Para- dís fram til 2. desember. Íslandssaga sem þyrfti að rannsaka betur  Heimildamyndin Veðrabrigði frumsýnd í Bíó Paradís Ásdís Thoroddsen Ólgusjór „Inn í persónulegar dramatískar frásagnir er klippt fréttaefni allt frá því er kvótahafi selur burt kvóta þorpsins,“ segir Ásdís Thoroddsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.