Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 120

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 120
120 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Undanfarin ár hefur hulunniverið svipt af mörgummyrkraverkum hérlendis,þar á meðal viðbjóðs- legum brotum á börnum. Þetta um- hverfi er yrkisefni Yrsu Sigurðar- dóttur í glæpasögunni Soginu, sem gerist að mestu í Reykjavík á næsta ári. Árið 2004 er lýst eftir átta ára stúlku og rúmum áratug síðar eru 10 ára gamlar hugmyndir barna um framtíðina op- inberaðar. Um er að ræða sam- vinnuverkefni tveggja vinaskóla, nemenda í 9. bekk í Hafnarfirði og Bandaríkjunum. Í einu bréfanna kemur fram að á árinu 2016 verði sex manns hérlendis drepnir og upphafsstafir þeirra fylgja með. Í kjölfarið fer allt á fleygiferð. Það hefur löngum verið sagt að tengsl skipti meira máli en allt annað í tröppugangi íslensks samfélags. Það eru heldur ekki ný sannindi að börn og unglingar njóta ekki alltaf sann- mælis þegar þau eru boðberar vá- legra tíðinda eða lenda í hringiðunni miðri. Yrsa fangar þetta andrúmsloft og gengur hreint til verks. Hún skefur ekki utan af hlutunum heldur lýsir þeim eins og þeir koma af skepnunni og til þess þarf orðbragð, sem eflaust stuðar einhverja en hittir í mark. „Ég væri til í að skera af ykkur öllum hausinn og míga niður barkann,“ er ekki sagt í fermingarboðum eða barnamessum en þetta er einn af tón- um sögunnar, sem hljómar reyndar kunnuglega í heimsófriðnum þessar mundir. Þó sagan sé um margt ógeðsleg slær Yrsa á létta strengi og kímnin lífgar vel upp á drungann. Höfundur kemst líka oft skemmtilega að orði, blandar saman gríni og kaldhæðni. Gott dæmi um þetta er lýsing á and- rúmsloftinu dag einn á lögreglustöð- inni: „Mannskapurinn var fölur og fá- látur og engu líkara en borist hefðu slæmar fréttir eða þau mátt sæta skömmum. Kannski var flensa að ganga.“ (bls. 262) Yrsa leikur sér mikið með pör í sögunni og segir í frásögninni að slæmar fréttir eigi það til að koma tvær og tvær í einu. Þegar betur er að gáð þurfa öll pör samt ekki að vera alvond. Hún vísar líka töluvert í dýra- ríkið og gera má því skóna að mann- skepnan sé ekki hótinu skárri en hýenur og önnur rándýr. „Ríka“ fólkið í góðærinu og opin- bera kerfið fá líka sína ádrepu. Engin bílastæði er að fá í Borgartúni, emb- ætti saksóknara fær ekki háa ein- kunn, föngum er sleppt án þess að láta aðstandendur brotaþola þeirra vita og lítið er gert úr vinnu lögregl- unnar – löggan er góð í litlu verkefn- unum sem skipta fáa máli. Spítalinn er eins og fullbókað hótel og vanda- mál sjúklinga leyst „með hjálp svefn- lyfja sem deilt var út eins og lýsis- pillum fyrir nóttina“. Flétta Yrsu er úthugsuð, spennan er töluverð og endalokin að sumu leyti óvænt. Persónusköpun er góð og í leitinni að sannleikanum er fróð- legt að fylgjast jafnframt með einka- lífi helstu persóna. Dýrslega eðlið tekur á sig ýmsar myndir í þessari bók, þar sem Yrsa Sigurðardóttir fer á kostum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Dýrslega eðlið tekur á sig ýmsar myndir í þessari bók, þar sem Yrsa Sigurðardóttir fer á kostum,“ segir rýnir. Yrsa stingur á kýlum og fer á kostum Glæpasaga Sogið bbbbn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld. 2015. Innbundin, 368 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Sænska myndlistar- og kvikmynda- gerðarkonan Linda Persson dvelur í gestavinnustofum Skaftfells á Seyð- isfirði og í dag mun hún fremja gjörn- ing í Bókabúðinni-verkefnarými, í samstarfi við Pip Stafford, tasman- íska fjöllistakonu og framleiðanda sem býr í Hobart. Verk Stafford hverfast um netverk og samskipti, at- hafnir og mynstur, útvarp og fem- íníska aðferðafræði, eins og segir í til- kynningu. Gjörningurinn hefst kl. 20.15 og verður um 15 mín. að lengd og mun Persson einnig sýna fyrstu útgáfuna af mynd sinni Zeus Tears sem er hluti af innsetningu hennar í Bókabúðinni-verkefnarými. Morgunblaðið/Skapti Skaftfell Það er líf og fjör í lista- miðstöðinni á Seyðisfirði. Gjörningur framinn á Seyðisfirði og í Tasmaníu Þegar hrottaleg morð benda til að raðmorðingi gangi laus ákveður rannsóknarlögreglumaðurinn Joe Merriweather að kalla til sjáand- ann og fyrrverandi lögreglumanninn John Clancy. IMDb 6,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20, Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20, Sambíóin Kringlunni 20.00, Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 Solace The Last Witch Hunter 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals víga- manns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sb. Álfabakka 17.30, 22.10 Sb. Egilshöll 17.40, 20.00 Sb. Akureyri 20.00 Steve Jobs Opinská mynd um snillinginn Steve Jobs, stofnanda Apple og frumkvöðul stafrænu byltingarinnar. Metacritic 82/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Smárabíó 20.00 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse 16 Þrír skátar, á lokakvöldi úti legunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sín- um frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, Pan Munaðarleysingi ferðast til Hvergilands og uppgötvar ör- lög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Bönnuð yngri en 7 ára. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.40 Klovn Forever 14 Casper flytur til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Háskólabíó 20.00, 22.20 Burnt 12 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísar- borgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 17.30 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 22.40 Hanaslagur Tótó er ungur hani á búgarði sem dreymir um að verða stór og sterkur bardagahani. IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 16.50 Smárabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Þrestir 12 Háskólabíó 17.30 Bíó Paradís 22.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Bíó Paradís 18.00 Glænýja testamentið Morgunblaðið bbbbn Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 20.00 The Program Metacritic 61/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 18.00 Macbeth Bíó Paradís 22.15 Valley of Love Isabelle og Gérard hittast á sérkennilegum forsendum í Dauðadal Kaliforníuríkis. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 22.00 Bönnuð innan 18 ára Fúsi Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 20.00 Dheepan 12 Metacritic 78/100 IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 17.45 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Katniss Everdeen er nú orðin leiðtogi uppreisnarinnar gegn Kapítól, þó að hún viti enn ekki alveg hverjum á að treysta fullkomlega. Metacritic 75/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 19.00, 20.00, 22.00 Smárabíó 16.00, 17.00, 17.00, 20.00, 20.00, 21.00, 22.50, 22.50 Háskólabíó 18.00, 20.00, 21.00 Sambíóin Keflavík 19.00, 22.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.40 The Hunger Games: Mockingjay 2 12 James Bond, uppgötvar dulkóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð Spectre. Morgnblaðið bbbbn Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 21.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 18.20, 20.30, 21.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.00 Smárabíó 18.00, 20.00, 22.50 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40 SPECTRE 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.