Morgunblaðið - 07.01.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016
Bláber
Bláber eru rík af vítamínum, steinefnum og
trefjaefnum. Þá eru þau auðug af vítamínum,
m.a. C og E vítamínum sem eru andoxunar-
efni en þau hindra myndun skaðlegra
sindurefna í frumum líkamans. Þessi sindur-
efni eru talin tengjast hrörnun og því að
ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum,
s.s. krabbamein, æðakölkun og ský á auga.
Rannsóknir hafa sýnt að bláber hafa sérstak-
lega mikla andoxunarvirkni en auk áður-
nefndra vítamína er litarefnið anthocyanin,
sem gerir þau blá virkt andoxunarefni en það
er talin vera ástæðan fyrir þessari sérstöðu
bláberjanna, (samkvæmt vef landlæknis-
embættisins). Vísindamenn við háskólann í
Reading á Englandi komust að því að bláber
vinna ekki aðeins gegn sindurefnum í frum-
unum heldur virkja þau þann hluta heilans
sem stjórnar námi og minni.
Fiskiolía
Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega-3
fitusýrur í fiskiolíu, sérstaklega EPA og DHA,
geta hjálpað sjúklingummeð kransæða-
sjúkdómameð því að jafna hjartsláttar-
óreglu, lækka blóðþrýsting og koma í veg
fyrir æðakölkun. Omega-3 fitusýrur hafa
einnig mjög góð áhrif á taugakerfið. Þá hafa
niðurstöður rannsókna ennfremur sýnt fram
á að Omega-3 fitusýrur geta dregið úr bólgu-
myndun í líkamanum og verkjum í liðum,
aukið liðleika, hreyfigetu og dregið úr eða
seinkað slitgigt í hnjám.
Fiskiolía og bláber í einum pakka
Sími 555 2992 og 698 7999
Það gerist varla betra fyrir:
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Hjartað og æðar
Gegn skaðlegum sindurefnum
í frumum líkamans sem
tengist hrörnun, skýi á auga
og krabbameini
Rafstöðvar og dekkjavélar
öflugaroghagkvæmar fráZipper - fjölmargar gerðir
Umfelgunarvél
ZI-RMM94
Hæð á felgum10-22”
Breidd á felgum 3-16”
Mestahæðádekki1100mm
Verð frá 328.000 með vsk
Jafnvægisstillingarvél
ZI-RWM99
Hæð á felgum 10-24”
Breidd á felgum 1,5-20”
Verð frá 250.000 með vsk
Rafstöð 1,36kw-STE3000
Verð 97.456 með vsk
Rafstöð 7,5kw-STE8000
Verð 237.305 með vsk
Rafstöð 1,3kw-STE2000
Verð 141.721 með vsk
Eigum einnig fyrirliggjandi
fleiri tegundir rafstöðva
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að aðalmeðferð í máli
Ursusar gegn Seðlabankanum fari
fram föstudaginn 11. mars í Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Forsvarsmenn
Ursusar, með Heiðar Guðjónsson
fjárfesti í fararbroddi, gera milljarða
bótakröfu á Seðlabankann.
Seðlabankinn krafðist frávísunar í
málinu en Héraðsdómur hafnaði
þeirri kröfu 21. október.
Þriðjudaginn 1. desember frestaði
dómari málinu til næstkomandi
þriðjudags, 12. janúar, en stefndi,
þ.e. Seðlabankinn, óskaði eftir fresti
til að kynna sér framlögð gögn.
Fram kemur í bókun stefnanda,
sem lögð var fyrir Héraðsdóm 1.
desember, að stefnandi hyggst
kveðja fyrir dóm „Má Guðmunds-
son, seðlabankastjóra Seðlabanka
Íslands og fyrirsvarsmann, og Hauk
Camillus Benediktsson, fram-
kvæmdastjóra og fyrirsvarsmann
Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf.
[innskot, skammstafað ESÍ], til að
gefa aðilaskýrslu við aðalmeðferð
málsins. Verði þeir ekki við þeim
kvaðningum eða svari þeir við slíka
skýrslu ekki nægilega spurningum
sem fyrir þá verða lagðar mun stefn-
andi gera kröfu til að slík vanræksla,
óljós svör eða þögn verði skýrð á
þann hátt sem er stefnanda hagfelld-
ust, sbr. 2. mgr. 50. gr. laga nr. 91/
1991 um meðferð einkamála. Stefn-
andi hyggst einnig með stoð í 51. gr.
laga nr. 91/1991 kveðja fyrir dóm
sem vitni Arnór Sighvatsson aðstoð-
arseðlabankastjóra Seðlabanka Ís-
lands og Sigríði Logadóttur aðallög-
fræðing bankans,“ segir í bókuninni.
Stefna Ursusar á hendur Seðla-
bankanum var lögð fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur 8. janúar 2015.
Aðalkrafan tæpir 2 milljarðar
Þar segir orðrétt um kröfu Ursus-
ar: „Stefnandi gerir kröfu um að
stefndu verði dæmdir in solidum til
að greiða stefnanda aðallega
1.939.410.045 krónur ásamt vöxtum
samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu frá 11. apríl
2014 til 26. júlí 2014 en með dráttar-
vöxtum samkvæmt 6. gr. sömu laga
frá þeim degi til greiðsludags en til
vara 1.810.146.562 krónur ásamt
vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/
2001 frá 11. apríl 2014 til 26. júlí 2014
en með dráttarvöxtum samkvæmt 6.
gr. sömu laga frá þeim degi til
greiðsludags. Þá gerir stefnandi
kröfu um að stefndu greiði honum in
solidum málskostnað að skaðlausu“.
Vísar til samkomulags
Í stefnunni segir að stefnandi
byggi málið á því að samkomulag
hafi tekist 10. júlí 2010 milli hans,
annars vegar, og stefnda ESÍ hins
vegar, um að stefnandi myndi kaupa
tiltekinn fjölda hluta í félaginu Sjóvá
á fyrirfram ákveðnu gengi auk þess
sem hann ætti rétt til að kaupa fleiri
hluti í félaginu á fyrirfram ákveðnu
gengi. „Þegar öllum fyrirvörum í
samkomulagi aðila hafði verið full-
nægt og þeir náð samkomulagi um
nánari útfærslu viðskiptanna, í lok
september 2010, sammæltust
stefndi ESÍ og stefndi Seðlabanki
Íslands um að standa ekki við sam-
komulagið,“ segir í stefnunni.
Síðan er færður frekari rökstuðn-
ingur fyrir málstað Ursusar.
„Stefnandi byggir á því að stofn-
ast hafi bindandi samningur um
kaupin sem stefnda ESÍ hafi verið
skylt að efna. Stefndu hafi hins veg-
ar sammælst með saknæmum hætti
um að ljúka ekki viðskiptunum sem
samið var um. Sú ákvörðun hafi þess
utan verið ómálefnaleg og ólögmæt,
eins og viðræður aðila þróuðust,
óháð tilvist bindandi samnings. Hafi
stefndu því bæði bakað sér bóta-
skyldu utan og innan samninga. Þá
hafi stefndu brotið gegn reglum
stjórnsýsluréttar. Stefnandi byggir
á því að stefndu verði af þessum sök-
um að gera hann jafn settan og að
viðskiptin hefðu átt sér stað. Þar
sem virði hluta Sjóvár hefur aukist
verulega hefur stefnandi farið á mis
við verulegan hagnað sem hann
krefst nú bóta fyrir.“
Krefst um 2 milljarða í skaðabætur
Aðalmeðferð í máli Ursusar gegn SÍ fer fram í mars Stefnandi kveður seðlabankastjóra fyrir dóm
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabankinn Mál Ursusar gegn SÍ
verður tekið fyrir 12. janúar nk.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Yfirfæranlegt tap íslenskra fyrir-
tækja að fjárhæð 7.400 milljarðar kr.
skýrist væntanlega að stærstum
hluta af tapi í kjölfar hrunsins.
Þetta er mat Alexanders G.
Eðvardssonar, sviðsstjóra skatta- og
lögfræðisviðs KPMG, en um er að
ræða tap skv. skattframtölum fyrir-
tækja sem búið var að skila fyrir
álagningu í október. Til samanburð-
ar var yfirfæranlegt tap 2011 rúmir
9.000 milljarðar.
Urðu fyrir miklu gengistapi
Alexander bendir á að við efna-
hagshrunið hafi fjöldi fyrirtækja
orðið fyrir miklu gengistapi.
Slíku tapi sé dreift á þrjú ár. Hafi
gengistapið til dæmis verið 300 millj-
ónir 2008 bar að dreifa 100 milljón-
um á þrjú rekstrarár. Það sama gildi
um gengishagnað fyrirtækja. Heim-
ilt er að nýta tap á móti skattskyld-
um hagnaði næstu 10 ár eftir að það
myndast en fellur niður eftir það.
„Ég held að stærsti hluti þessa
taps hafi orðið til í hruninu 2008. Þá
féll gengi krónunnar mjög mikið og
þar með varð gífurlegt gengistap hjá
félögum sem voru
með erlend lán.
Það fór beint til
gjalda í rekstrar-
reikning þeirra og
varð að skattalegu
yfirfæranlegu tapi.
Væntanlega eru
föllnu bankarnir
með í þessum töl-
um. Nú þegar þeir
eru að ljúka sínum skiptum þurrkast
það tap mikið til út og tölurnar lækka
væntanlega … Það má líka benda á
að ákveðin tegund eignarhaldsfélaga
– þótt þau séu ekki lengur mörg – er
yfirleitt með yfirfæranlegt tap. Þau
félög eru aldrei með skattskyldan
hagnað. Það er vegna þess að ef þau
eiga eignarhluti í íslenskum félögum
er móttekinn arður af þeirri hluta-
bréfaeign ekki skattlagður hjá því fé-
lagi, heldur þegar hluthafinn tekur
út arð. Söluhagnaður af hlutabréfum
er heldur ekki skattlagður hjá eign-
arhaldsfélaginu. Það gerist ekki fyrr
en hluthafinn tekur hann til sín.
Mörg þessara félaga eru með lán,
vaxtagjöld og rekstrarkostnað og sá
kostnaður myndar yfirfæranlegt tap,
sem nýtist ekki. Þetta er væntanlega
ekki há fjárhæð, en hún telur þó.“
Skýrist að hluta
af gengishruni
7.400 milljarða kr. yfirfæranlegt tap
Alexander G.
Eðvardsson