Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016
sem alltaf skiptir máli í lífinu;
manngæsku.
Að leiðarlokum hafðu þökk
fyrir samfylgdina.
Hvíl í friði kæra frænka.
Elsku Siggi Raggi, Óli, Ragn-
heiður, Magga og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur.
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Í öllum fjölskyldum ætti að
vera frænka eins og Sigga systir
hans pabba, umfaðmandi, hlý og
einstök mannkostakona sem átti
engan sinn líka.
Ég kallaði hana ýmist Siggu
frænku eða Siggu systur, eins og
þeir bræður, Óli og faðir okkar
Guðmundur, gerðu. Sigga var
sameiningartákn fjölskyldunnar,
órjúfanlegur hluti af tilverunni
þegar við sem tilheyrðum yngri
kynslóð fjölskyldunnar vorum að
alast upp.
Við Ragnheiður, dóttir henn-
ar, vorum jafnöldrur og miklar
vinkonur á uppvaxtarárunum.
Ósjaldan lá leið mín í helgarheim-
sóknir með strætó á Laugarnes-
veginn til Siggu frænku, Godda
og fjölskyldunnar sem tóku mér
opnum örmum. Þegar strætó
nálgaðist var það nánast eins og
óskráð regla að líta í gluggana á
efstu hæðinni í húsinu til að sjá
þær mæðgur horfa út. Stundum
var Ragnheiður úti í garði með
Möggu, sem var langyngst, yndi
allra, með ljósar Shirley Temple-
krullur.
Það var mikill gestagangur á
Laugarnesveginum og margir
sem leituðu til Siggu eftir ráð-
leggingum og til að spjalla. Ætíð
fóru gestirnir ríkari að vísdómi
og skemmtilegheitum eftir mikl-
ar trakteringar og kruðirí.
Ég var mikill bókaormur og
fór reglulega á bókasöfn og forn-
bókasölur með föður mínum að
skipta bókum. Það kom fyrir að
pabbi fann áhugaverða bók um
gamla tíma eða ævisögur sem
hann sendi mig með til Siggu því
hún hefði örugglega gaman af að
kíkja á bækurnar. Þar lá þeirra
sameiginlegi áhugi og þau systk-
in gátu svo rætt í óratíma í síma,
að mati okkar barnanna, um dáið
fólk, híbýli og gamla tíma. Sigga
sýndi mínum bókalestri líka
óspart áhuga og innti oft eftir því
hvaða bækur ég væri að lesa og
kannaðist yfirleitt við höfunda
bókanna og efni þeirra.
Sigga sótti ung nám í Hús-
mæðraskóla í Danmörku. Það
var skemmtilegt þegar hún not-
aði dönsk orð og orðatiltæki við
eldamennskuna og átti jafnvel til
að taka lagið þegar vel lá á henni
með alls kyns „tungubrjótum“.
Sigga hafði einstakt lag á að
vera sálusorgari annarra og veita
ráð sem bestu sálfræðingar í dag
myndu vafalítið vera stoltir af.
Mig grunaði stundum að þetta
væri ekki síst vegna þess að hún
hafði sjálf þurft að leysa úr eigin
málum sem ollu hugarangri en
hún bar þær byrðar í hljóði og
aldrei var á henni að sjá að að-
stæður eða veikindi væru henni
ofraun.
„Sigga systir“, kær frænka
mín, fylgdist vel með sínu fólki,
heima og erlendis. Hún er líklega
eina frænkan ásamt Óla bróður
pabba sem sætti lagi að sækja
okkur Árna heim á öllum okkar
búsetustöðum. Við jarðarför
Godda fyrir nokkrum mánuðum
lá henni mikið á hjarta. Hún
sagði orðrétt eins og henni einni
var lagið með áherslum sem
sögðu allt sem ekki er unnt að
færa í orð: „Bryndís mín, veistu –
ég vil þú vitir að ég fylgist alltaf
með þér, elskan mín. Ég er stolt
af þér og veit að þú hefur snert
marga og hjálpað mörgum í þínu
starfi. Það er mikil gæfa og ekki
öllum gefið.“
Ég kveð frænku mína með
virðingu og þökk. Hún snerti
marga á sinni lífsleið. Ég er sann-
færð um að hún fylgist áfram
með öllu sínu fólki. Megi falleg
minning elskulegrar frænku
minnar lifa um ókomna tíð.
Bryndís Guðmundsdóttir.
✝ Guðrún MaríaBjarnadóttir
fæddist á Þingeyri
31. desember 1934.
Hún andaðist á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 29.
desember 2015.
Foreldar Guð-
rúnar voru Vigdís
Lydía Sigurgeirs-
dóttir húsmóðir, f.
3.12. 1896, d. 11.10.
1975, og Bjarni Matthías Sig-
urðsson, tré- og járnsmiður, f.
29.11. 1894, týndist á Snæfells-
nesi 25.8. 1974.
Systkini Guðrúnar: 1) Hrefna
Sigríður, f. 21.10. 1924, d. 16.2.
1989, seinni maki Hrefnu var
Ólafur G. Kristjánsson, f. 27.7.
1927, d. 1993. 2) Gunnar, f. 28.9.
1928, d. 19.6. 1970, kvæntur
Herdísi Guðrúnu Ólafsdóttur, f.
2.7.1926, d. 21.7. 2011. 3) Sig-
urgeir, f. 17.2. 1931, maki Sig-
urdís Egilsdóttir, f. 25.10. 1931.
Guðrún giftist 12.11. 1955
Herði Guðmundssyni vélfræð-
ingi, f. 9.11. 1932. Þau eign-
uðust þrjú börn:
1) Vigdís, jarðefnafræðingur,
8.5. 1967. Þeirra dætur eru
Guðrún María, f. 9.4. 1994, og
Eydís Freyja, f. 6.4. 1996.
Guðrún ólst upp á Þingeyri
til átta ára aldurs er hún flutti
til Ólafsvíkur með foreldrum
sínum. Þar bjó hún til 13 ára
aldurs er hún fór til Reykjavík-
ur til náms í Kvennaskólanum.
Guðrún vann m.a. hjá Heild-
verslun Ásgeirs Sigurðssonar
og á Brákaborg er hún og
Hörður fluttu til Ólafasvíkur ár-
ið 1965. Þau hjónin tóku ásamt
systkinum Guðrúnar við rekstri
vélsmiðjunnar Sindra hf. í
Ólafsvík. Guðrún og Hörður
fluttu 1972 til Reykjavíkur.
Guðrún hóf þá störf hjá
Menntamálaráðuneytinu og
vann þar um stuttan tíma þar til
hún færði sig yfir til Ingólfs-
apóteks sem bókari. Síðar hóf
Guðrún störf hjá Vélabókhaldi
Jóns Snæbjörnssonar en lauk
starfsferli sínum sem aðalbók-
ari hjá B.M. Vallá.
Guðrún var í kirkjukór Ólafs-
víkur, í kvenfélagi Ólafsvíkur
og formaður þess um tíma. Hún
spilaði bridge og spilaði blak
með heldri hjónum um tíma.
Guðrún var greind með Alz-
heimer-sjúkdóminn 2006 og bjó
í Skógarbæ frá ársbyrjun 2010.
Útför Guðrúnar Maríu fer
fram í Grafarvogskirkju í dag,
7. janúar 2016, og hefst athöfn-
in klukkan 11.
f. 6.7. 1955, giftist
Birni A. Harðar-
syni, f. 21.1.1954,
þau skildu. Seinni
maki Vigdísar er
Gestur Gíslason
jarðefnafræðingur,
f. 26.4. 1946. Dætur
Vigdísar eru a)
Elísabet Guðrún, f.
2.12.1983, í sambúð
með Bjarna Jóns-
syni rafmagnsverk-
fræðingi, f. 1984, og þeirra
drengur er Björn Elí, f. 18.2.
2014. b) Sigrún Emma, f. 28.8.
1985. c) Steinunn, f. 10.3. 1991, í
sambúð með Vilhjálmi Th.
Hönnusyni, f. 1990.
2) Helga, endurskoðandi, f.
10.10. 1959, eiginmaður hennar
er Lárus Þór Svanlaugsson við-
skiptafræðingur, f. 5.10. 1957.
Börn þeirra eru: a) Haukur, f.
1.7. 1987, í sambúð með Katrínu
Elfu Arnardóttur, f. 1991, b)
Hörður Þór, f. 16.3. 1989, og c)
Linda, f. 12.7. 1996.
3) Guðmundur Bjarni, fram-
kvæmdastjóri, f. 7.7. 1965. Eig-
inkona hans er Rut Hreins-
dóttur viðskiptafræðingur, f.
Nú hefur uppáhaldsmamma
mín kvatt þennan heim eftir erf-
iða baráttu við Alzheimer-sjúk-
dóminn.
Hún er nú komin á vit ævintýr-
anna og hefur fengið svör við öll-
um þeim stóru spurningum sem
hún fékk ekki svar við í lifanda
lífi, eins og hvar faðir hennar er
niðurkominn.
Mamma mín var góður leiðtogi
og leiðbeinandi og hafði gríðar-
legan metnað fyrir því að börn
hennar gengju menntaveginn og
öðluðust sjálfstætt líf. Þessi ei-
lífðar elja skilaði sér í því að ég og
uppáhaldseiginkonan mín lukum
námi.
Mamma var vinamörg og kær-
leiksrík og alltaf mikið líf og fjör í
kringum hana. Hún ól mig upp af
mikilli ástríðu og hvern einasta
morgun sem ég fór á fætur var
hún tilbúin með heitt kakó fyrir
mig og Kela kisu.
Hún var langt á undan sinni
samtíð hvað varðar kvenréttindi
og var hún þeirrar skoðunar að
allir Íslendingar þyrftu að eiga
sjálfstætt líf og þak yfir höfuðið.
Þau styrktu okkur systkinin með
kaup á fyrstu eign okkar og lögðu
grunninn að fjárhagslegu sjálf-
stæði barna sinna.
Hún var mikill vinur og var
verndari æskufélaga minna sem
kallast UD eða uppáhaldsdreng-
irnir enda vorum við allir hennar
uppáhaldsdrengir. Uppátæki
okkar drengjanna voru mörg
skrautleg og verða ekki tíunduð
hér en alltaf kom hún okkur til
bjargar.
Við áttum margar yndislegar
stundir í gegnum þetta stutta
ferðalag sem lífið er, spiluðum
mikið bridge með pabba og
mömmu, áttum margar góðar
stundir saman í Danmörku með-
an við vorum búsett þar.
Þú varst gjafmild með ein-
dæmum og lýsandi fyrir það var
þegar þið buðuð okkur systkin-
um, mökum og barnabörnum í
ferð til Kanaríeyja um áramótin
2004-05 þar sem tilefnið var 70
ára afmælið þitt.
Nú kveður þú þennan heim og
mátt vera stolt af lífshlaupi þínu
hér á jörðu.
Ég kveð þig með þessu erindi
sem þú fórst svo oft með þrátt
fyrir veikindi þín en höfundur
þess er pabbi þinn, Bjarni Matt-
hías Sigurðsson:
Svona fer það allt og eitt,
án þess nokkurn vari.
Lífið er svona lögum beitt,
líkt og týra á skari.
Guðmundur Bjarni
Harðarson.
Það er afar erfitt að horfa eftir
sínum nánasta smám saman
hverfa af völdum Alzheimer-
sjúkdómsins. Samskiptin færð-
ust úr því að mamma mín elsku-
leg gat spurst fyrir um okkur
börnin, barnabörnin og nánustu
vini yfir í að geta eingöngu hlust-
að og reynt að meðtaka það sem
sagt var.
Undir það síðasta var það þó
söngur sem sameinaði okkur því
þar þurfti hún ekki að raða orð-
unum saman sjálf. Lögin kunni
hún og undir þau tók hún veikri
röddu.
En kímnigáfan var alltaf til
staðar. Hún sagði bæði í gríni og
alvöru að hún væri bæði búin að
ræða við Hann þarna uppi og
þarna niðri um að taka við sér en
þeir hlustuðu ekki á sig. Einnig
sagði hún ávallt er hún stóð upp
við illan leik þar sem hún studdi
sig við göngugrindina; „stóð ég
léttilega á fætur“ og brosti. Við
systkinin töluðum stundum um
það hvað við vorum þó heppin
með það hvernig sjúkdómurinn
lagðist á mömmu en hún hélt alla
tíð sínum persónuleika, sem ein-
kenndist af jákvæðni, gleði og
réttsýni. Hún þekkti okkar alla
tíð, fyrir það vorum við þakklát.
Á þeim tíma sem mamma
dvaldi á hjúkrunarheimili gladd-
ist hún þegar við heimsóttum
hana. Hún benti okkur jafnan á
að við þyrftum ekki að koma
svona oft eða stoppa svona lengi.
Og nú væri kominn tími til að
drífa okkur heim því við ættum
fjölskyldu sem við þyrftum að
hugsa um. Hvað er hægt annað
en að dáðst að svona viðhorfi?
Allt var gert til að okkur liði sem
best þegar við fórum frá henni.
Mamma var mikil kjarnakona.
Hún vann ávallt úti. Lengst af
vann hún sem bókari eða aðal-
bókari. Á þeirri vegferð kynnist
hún mörgu góðu samferðafólki
sem hélt sambandi við hana alla
tíð. Þar á meðal var hún Dröfn
okkar sem við nefndum ávallt
hálfsystur okkar, en þær voru
mjög nánar.
Fjölskylda mömmu var og er
mikið söngfólk og meðan við
bjuggum í Ólafsvík söng hún í
kirkjukór Ólafsvíkur eins og öll
systkini hennar. Mamma spilaði
á gítar og var mikið sungið á
heimilinu. Dró mamma oftar en
ekki fram gítarinn við ýmis tæki-
færi. Mér er það minnisstætt sem
einn af vinum mínum sagði eftir
að hafa verið með þeim hjónum,
óvænt, í veislu á Spáni fyrir
mörgum árum er hann sagði að
fjörið hefði ekki byrjað fyrr en
mamma tók fram gítarinn. „Þá
hófst fjörið, hún er ótrúleg,“
sagði hann.
Það kom ekki á óvart þegar
mamma var formaður kven-
félagsins í Ólafsvík að hún stóð
meðal annars fyrir því að sett var
á laggirnar barnaheimili sem
gerði ungum konum auðveldara
að komast út á vinnumarkaðinn.
Hún vildi að konur hefðu val.
Mamma var há og glæsileg
kona, gædd miklum mannkost-
um. Líkamleg heilsa hennar var
ekki góð. Hún var mjög ung þeg-
ar hún fann fyrst fyrir slitgigt
sem orsakaði það að hún fór í
nokkrar mjaðmaaðgerðir auk
hnéaðgerðar. Aldrei nokkurn
tímann heyrðum við hana kvarta.
Nei, það þurfti ekki að hlaupa
niður eða upp stigann fyrir hana
– hún hafði gott að því að hreyfa
sig að eigin sögn!
Það er svo margt sem ég á
mömmu að þakka. Hún var stoð
mín og stytta. Hún var einstök á
allan hátt. Ég elskaði hana af öllu
hjarta og sakna hennar sárt.
Helga Harðardóttir.
Frá er fallin ein stórbrotnasta
kona sem ég hef kynnst og ég var
svo lánsöm að eiga sem tengda-
móður. Það er svo ótalmargt sem
bar á okkar daga frá því ég
kynntist þér fyrst, þá aðeins 18
ára gömul. Mér er sú stund alltaf
sérstaklega minnisstæð þegar ég
stóð í anddyrinu á heimili þínu í
Staðarbakkanum og þorði varla
að koma inn enda feimin að eðl-
isfari, en þitt hlýja viðmót og út-
breiddur faðmur fylltu mig kjarki
til þess að stíga inn og eiga við þig
skemmtilegt samtal. Í framhald-
inu urðu samverustundirnar
fleiri og fleiri og á tímabili bjó ég
nánast hjá ykkur í Staðarbakk-
anum. Þú kenndir mér svo margt
sem ég hef búið að alla tíð síðan,
allt frá því að kenna mér til al-
mennra húsverka og til kvenrétt-
indamála, þar sem þér var svo
hugleikið að konur ættu standa
jafnfætis karlmönnum og fá sama
rétt óháð kyni. Þú varst svo langt
á undan þinni samtíð í kvenrétt-
indabaráttunni enda með ein-
dæmum dugleg og klár kona.
Á þeim 30 árum sem við áttum
saman urðum við miklar vinkon-
ur og áttum reglulega trúnaðar-
spjall saman en það var alltaf svo
gott að leita til þín. Ég naut mik-
ils stuðnings frá þér en þú hvattir
mig ekki síður en uppáhaldsson-
inn Guðmund Bjarna í að mennta
mig og er ég þér ævilangt þakk-
lát fyrir það.
Við áttum það sameiginlegt að
finnast gaman að spila og fljót-
lega eftir að ég kom í fjölskyld-
una var mér kennt að spila
bridge. Reyndum við alltaf að
finna tíma til þess að spila nokkr-
ar „rúbertur“, hvort heldur sem
það var í sumarfríum um helgar
eða eftir matinn í miðri viku, en
þetta voru svo skemmtilegar
samverustundir sem við áttum
saman. Ég sakna ennþá þessara
gæðastunda sem við áttum sam-
an.
Ég er stolt af því að eiga dótt-
ur sem ber nafn þitt, Guðrún
María, en hún var skírð við hátíð-
lega athöfn á Þingvöllum 17. júní
árið 1994 þar sem voru saman-
komnir allir helstu þjóðhöfðingj-
ar frá Norðurlöndunum og víðar,
að fagna 50 ára lýðveldisafmæli
Íslands. Þú gerðir þessa athöfn
svo sérstaka en þú vissir ekki að
þú værir að fá nöfnu fyrr en
nokkrum mínútum áður en at-
höfnin átti sér stað í Almannagjá
á Þingvöllum. Þú hafðir þá þegar
fengið leyfi til þess að gróður-
setja tré í vinaskógi Vigdísar í til-
efni skírnarinnar á Þingvöllum.
Það er minnisvarði sem við mun-
um eiga um aldur og ævi um þig
enda ekki á allra færi að fá þessu
framgengt.
Ég ætla að láta lokaorðin mín
til þín vera úr smiðju Bubba
Morthens „fallega þú í hjarta
mér“, en þú varst falleg að innan
sem utan og með hjarta úr gulli.
Þín tengdadóttir
Rut.
Elsku amma okkar.
Nú ert þú farin frá okkur og
erum við þakklátar fyrir það að
þú sért loks komin á betri stað
því þú hefur alltaf átt það besta
skilið. Við minnumst þín á Stað-
arbakka 10 í rósóttri skyrtu,
saumandi eða prjónandi með
Villa Vill á fóninum og ávallt svo
glöð að sjá okkur. Við hlökkuðum
alltaf til að koma til ykkar afa þar
sem okkur leið svo ótrúlega vel
hjá ykkur. Á Staðarbakkanum
vorum við alltaf umkringdar
hlýju, kærleik og gleði.
Það var alltaf hægt að stóla á
að kræsingar og sælgæti væru á
boðstólum þegar við vorum í ná-
vist þinni. Þú varst til dæmis svo
hugulsöm að gera alltaf tvöfaldan
skammt af kremi þegar þú bak-
aðir svo að við gætum sleikt skál-
ina að vild, þó að það hafi reyndar
stundum þýtt að við hefðum ekki
mikið pláss fyrir kökuna sjálfa.
Það var mikið stuð að fá að
gista hjá ykkur afa á yngri árum
og minnumst við systur sérstak-
lega þess hversu notaleg kvöldin
voru. Eftir að hafa horft á
skemmtilega teiknimynd með
nammi við hönd last þú ætíð fyrir
okkur áhugaverða bók. Kvöldið
endaði svo á því að þú klóraðir
okkur á bakinu, söngst „Erla
góða Erla“ og fórst loks með
bænirnar fyrir okkur. Það var
varla hægt að óska sér betri end-
is á deginum.
Okkur langar að verða eins og
þú; góð, full af kærleik, hlýleg,
þolinmóð og alltaf til staðar. Þú
varst hin fullkomna amma.
Hvíldu í friði elsku amma,
Þínar,
Elísabet, Sigrún
og Steinunn.
Elsku amma okkar. Mikið
ósköp leið okkur alltaf vel á Stað-
arbakkanum í hlýjunni hjá þér og
afa. Þið gáfuð okkur svo mikið og
voruð alltaf tilbúin að hjálpa okk-
ur. Þú rifjaðir oft upp skemmti-
sögur af okkur systkinunum sem
enn gleðja okkur. Haukur mun
standa við loforð sitt og vera
manna fyrstur á staðinn ef bein
finnast á Snæfellsnesinu eins og
þú baðst hann um. Núna ertu
komin á betri stað og við vonum
innilega að þú sért búin að hitta
pabba þinn sem við töluðum svo
oft um.
Meðfylgjandi eru tvö erindi úr
fallegu ljóði sem heitir Fallega
Lóan mín.
Svo fallegur engill nú bæst hefur við
herskara drottins við himnanna hlið.
Með brosið sitt blíða af bjartsýni full
blikandi ljósberi, fegursta gull.
Ég reyni að gleðjast því laus ertu við
sjúkdómsins böl, hefur fundið þinn frið.
Með kertinu þínu sem kveikt hefi á
ég bið þess að sálarró munir þú fá.
(Bergljót Hreinsdóttir)
Elskum þig amma okkar.
Haukur, Hörður Þór
og Linda.
Guðrún María
Bjarnadóttir
á Hótel Borg
Hlý og persónuleg þjónusta
Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
Kveðja frá Ríkis-
endurskoðun
Ásta Valdemars-
dóttir lést hinn 21. desember sl.
Hún var starfsmaður Ríkisend-
urskoðunar í áratugi og stýrði
vélritunar- og skjalamálum
stofnunarinnar af mikilli alúð og
röggsemi.
Hún lét af störfum á árinu
1988 til að sinna barnabörnunum
eins og hún sagði, en engu að síð-
ur var hægt að leita til hennar
þegar á þurfti að halda í fjarveru
ritara og skjalavarðar. Alla tíð
Ásta
Valdemarsdóttir
✝ Ásta Valde-marsdóttir
fæddist 30. sept-
ember 1931. Hún
lést 21. desember
2015. Útför Ástu
fór fram 5. janúar
2016.
hélt hún tryggð við
stofnunina, heim-
sótti okkur reglu-
lega og sýndi fyrr-
verandi
samstarfsmönnum
ræktarsemi.
Við eldri starfs-
menn stofnunarinn-
ar minnumst þess-
arar glaðværu og
huggulegu konu
sem alltaf var tilbú-
in til að aðstoða okkur við þau
verkefni sem leysa þurfti við rit-
vinnslu og skjalavörslu. Þjón-
ustulund hennar og dugnaður er
okkur ofarlega í huga og við
minnumst hennar með hlýhug og
þökk og vottum eiginmanni og
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúð.
F.h. Ríkisendurskoðunar,
Sveinn Arason,
ríkisendurskoðandi.