Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016
„Börn eiga alltaf að njóta vafans“
Faðir barnanna sem hvorki hafamætt í sund né leikfimi áÞingeyri frá því í nóvember
síðastliðnum, Snorri Guðbergur
Snorrason, hefur lengi staðið í hat-
römmum deilum við starfsmann
sundlaugarinnar og íþrótta-
miðstöðvarinnar og telur hann eng-
ar líkur á því að hægt verði að ná
sáttum. Til þess hafi of mikið gengið
á. Tekið skal fram að ágreiningur
Snorra og mannsins tengist ekki
störfum hans í sundlauginni og
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að aðrir foreldrar hafi ekki
kvartað undan störfum hans þar.
Snorri vill ekki að börn sín um-
gangist manninn enda séu þau
hrædd við hann. Það munu þau hafa
viðurkennt fyrir fagaðilum.
Börnin neituðu fyrst að mæta í
leikfimi og sund á síðasta skólaári og
þegar fyrir lá að maðurinn myndi
starfa áfram í sundlauginni og
íþróttamiðstöðinni hafði skóla- og
tómstundasvið Ísafjaðarbæjar milli-
göngu um gerð samkomulags sem
átti að tryggja að börnin gætu mætt
í tímana. Að sögn Snorra kom um-
boðsmaður barna að málinu líka.
Yrði ekki á vakt
Í samkomulaginu fólst að Snorri
myndi sjálfur fylgja dóttur sinni í
leikfimi og sund en vinnusvæði
starfsmannsins er hvorki sundlaugin
sjálf, íþróttasalurinn né kvennaklef-
inn. Þannig var svo búið um hnúta að
maðurinn yrði ekki á vakt meðan
sonur Snorra væri í leikfimi eða
sundi og skildi Snorri það svo að
honum bæri að yfirgefa húsið á með-
an.
Á þetta fyrirkomulag reyndi fyrst
í ágúst síðastliðnum. Allt gekk að
óskum til að byrja með og börnin
stunduðu tímana. Fljótlega komst
Snorri hins vegar að því að mað-
urinn ætti til að ílendast í húsinu
enda þótt hann væri ekki á vakt og
fyrir vikið rakst sonur hans ítrekað á
manninn. Við þetta gat Snorri ekki
unað og vakti athygli skóla- og tóm-
stundasviðs Ísafjarðarbæjar á
þessu. Þegar ekkert breyttist ákvað
Snorri að draga börn sín alfarið úr
sundi og leikfimi. Segir hann það
hafa verið að frumkvæði barnanna
sjálfra. Þetta var í nóvember síðast-
liðnum og hafa börnin ekki mætt í
tímana síðan.
Í litlu hlutastarfi
Snorri segir ekki koma til greina að
börnin byrji að sækja tímana á ný
fyrr en tryggt sé að maðurinn verði
ekki í húsinu meðan drengurinn er
þar líka. Maðurinn sé aðeins í litlu
hlutastarfi við sundlaugina og fyrir
vikið ætti þetta ekki að vera flókið.
Hann kveðst hins vegar hafa fengið
þau svör hjá skóla- og tóm-
stundasviði Ísafjarðarbæjar að ekki
sé hægt að gera þá kröfu til starfs-
mannsins að hann víki úr húsinu á
meðan drengurinn er þar enda þótt
hann sé ekki á vakt. Hann eigi fullan
rétt á að vera þar sem gestur. Þarna
stendur hnífurinn í kúnni.
Snorri segir starfsmanninn hafa
farið í frí í nóvember eða desember
og furðar sig á því að skólinn hafi
ekki látið hann og eiginkonu hans
vita en börnin hefðu hæglega getað
sótt tímana á meðan.
Að sögn Snorra fengu bæði börnin
einkunn í sundi og leikfimi á haust-
önn og mun það hafa verið byggt á
mati kennarans en börnin mættu
sem kunnugt er í ágúst, september
og október. Hann veit ekki hvað
verður gert á vorönn, hvort þau fái
einkunn enda þótt þau hafi ekki
mætt eða alls enga einkunn.
Lýg ekki um ástæðuna
Að sögn Snorra hefur skólinn lagt til
að hann sæki um leyfi fyrir börnin
bæði í sundi og leikfimi en ekki á
þeim forsendum að þau geti ekki
umgengist téðan starfsmann. Því
hafnaði Snorri. „Ég lýg ekki til um
ástæðuna,“ segir hann.
Snorri fékk á dögunum bréf frá
Grunnskólanum á Þingeyri þess efn-
is að málið hefði verið tilkynnt
barnaverndaryfirvöldum en þegar
börn mæta af einhverjum ástæðum
ekki í skóla kemur venjulega til
þeirra kasta. Hann kveðst ekki ótt-
ast þá úttekt enda vegni börnunum
að öðru leyti mjög vel, bæði fé-
lagslega og í námi. Öllum eigi að
vera ljóst hvers vegna þau sæki ekki
umrædda tíma.
Í huga Snorra ætti ekki að vera
erfitt að leysa þetta mál. Aðeins
þurfi að tryggja að starfsmaðurinn
sé ekki í húsinu þegar sonur hans er
í leikfimi eða sundi. Til þess virðist á
hinn bóginn ekki vera vilji, hvorki
hjá skólanum sjálfum né skóla- og
tómstundasviði Ísafjarðarbæjar.
Hann hefur skilning á því að ekki sé
hægt að skikka manninn til að yf-
irgefa húsið en á vont með að skilja
hvers vegna ekki megi semja um það
fyrirkomulag við hann þannig að
börnin fái notið sín. Og farið eftir
því. Þeirra hagsmunir hljóti að vega
þyngst í málinu og grátlegt sé að
deila milli tveggja fullorðinna manna
bitni á þeim. „Samkvæmt Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna eiga börn
alltaf að njóta vafans,“ segir hann.
Íhuga að flytja í burtu
Snorri og eiginkona hans hafa íhug-
að að flytja frá Þingeyri vegna þessa
máls en hann segir það hægara sagt
en gert. Þau hafi keypt þar hús fyrir
fáeinum árum og kostað miklu til að
gera það upp. Þess utan sé sáralítil
eftirspurn eftir húsnæði á staðnum.
Þau séu í raun í átthagafjötrum.
Sjálfur hóf hann nýverið störf á
Ísafirði og getur vel hugsað sér að
hafa börnin með sér þangað á
morgnana til að sækja skóla. „Hafi
ekkert breyst í haust verður það
mjög líklega niðurstaðan,“ segir
Snorri. „Ég held þó enn í vonina; að
málið verði leyst, þannig að börnin
mín geti áfram verið í skóla hér á
Þingeyri.“
Börn í skólasundi.
Myndin tengist ekki
efni greinarinnar.
Morgunblaðið/Ásdís
Tvö systkini á Þingeyri, sex og ellefu ára, hafa hvorki mætt í leikfimi né skólasund síðan í nóvember en faðir þeirra hefur staðið
í hatrömmum deilum við starfsmann sundlaugarinnar og íþróttamiðstöðvarinnar á staðnum og sakar hann um að hafa svikið samkomulag
sem gert var síðasta vor en því var ætlað að tryggja að börnin gætu mætt í umrædda tíma. Pattstaða virðist komin upp í málinu.
Erna Höskuldsdóttir, skóla-
stjóri Grunnskólans á Þing-
eyri, sem einnig kennir bæði
leikfimi og sund, vildi ekki tjá
sig um málið þegar eftir því
var leitað og vísaði á Mar-
gréti Halldórsdóttur, sviðs-
stjóra skóla- og tóm-
stundasviðs Ísafjarðarbæjar.
Hún vildi heldur ekki tjá sig
við Morgunblaðið að öðru
leyti en því að Ísafjarðarbær
hefði gert allt sem í hans
valdi stæði til að leysa þann
ágreining sem um ræðir og
er á milli fullorðinna ein-
staklinga.
Allt verið
reynt
’Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðannaeiga börn alltaf að njóta vafans.Snorri Guðbergur Snorrason
INNLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is