Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 15
þetta fyrir „réttan“ málstað. En við tölum um „illt“ fólk. Ríki íslams tekur fólk af lífi. Liðs- menn þess líta ekki á sig sem illa, þeir eru sannfærðir um að þeir séu að gera rétt, þeir séu að gera gott og muni uppskera ríkulega á himnum síðar. Ég er ekki komin lengra en þetta, en á að tala um þetta á ráðstefnu í vor og þarf því að fara að leggja höfuðið í bleyti.“ Líkt við Capote og Mailer Bók Seierstad hefur víða fengið góða dóma. Í umsögn í The New York Times var henni líkt við einhverjar þekktustu bækur tveggja helstu rithöfunda Bandaríkjanna á síðustu öld, Með köldu blóði eftir Truman Capote og Söngur böðulsins eftir Norman Mailer. Því var bætt við að það sem hana vantaði upp á gagnvart Capote og Mailer í stíl, ynni hún upp með slagkrafti. Það er ekki amalegur sam- anburður. „Það er ótrúlegt hvernig þessari bók hefur verið tekið í Bandaríkjunum og Bretlandi,“ segir hún. „Viðbrögðin eru önnur en heima. Ég held kannski að ein ástæðan sé sú að þessir gagnrýnendur vissu nánast ekkert um málið miðað við okkur á Norðurlöndunum. Auðvitað höfðu þeir heyrt um manninn, sem framdi fjöldamorðin á eyjunni, en þetta var við- burðaríkt ár. Síðan höfðu þeir kannski lesið frétt um réttarhöldin. En ekki meira. Því held ég að væntingarnar hafi ekki verið miklar, þeir hafi kannski vitað af bók minni Bóksalanum í Kabúl, algerlega verið óviðbúnir sögunni sjálfri af manni, sem á þennan uppvöxt í Nor- egi og endar með því að fremja slíkt ódæð- isverk.“ Stíllinn í anda Snorra Sturlusonar Hún segir að mikil vinna hafi verið lögð í bók- ina, ekki síst stílinn. „Allt er mjög jarðbundið,“ segir hún. „Við- fangsefnið er svo dramatískt að það varð að hafa orðin blátt áfram, nánast eins og við lærð- um í gömlu sögunum, þótt ég hafi ekki haft þær í huga, eins og Snorri Sturluson lýsti hlut- unum – svo fór hann hingað, drap þennan og fór svo þangað – án þess að blanda sínum til- finningum í frásögnina.“ Í umsögnum segja gagnrýnendur að þeir hafi ekki getað haldið aftur af tárunum við lesturinn. Vinnsla bókarinnar hlýtur að hafa tekið á tilfinningar Seierstad. „Hvernig gat hún ekki gert það?“ spyr Seierstad á móti. „Ég þurfti að hitta foreldra krakkanna til að vinna bókina og bjó jafnvel hjá þeim eins og í tilfelli Simons Sæbø, sem var myrtur í Útey. Þegar ég kom sögðu foreldrar hans mér að ég yrði að sofa í herberginu hans því að það væri ekki annað gestaherbergi. Það hafði áhrif að vera í þessu herbergi, sem var að hluta barnaherbergi, að hluta unglinga- herbergi, að hluta herbergi manns á leið í her- þjónustu um haustið,“ sagði hún til marks um návígið við viðfangsefnið. Áhersla á sátt við foreldra, að- standendur og eftirlifendur Seierstad lagði mikið upp úr því að bókin væri skrifuð í sátt við sérstaklega foreldra og að- standendur barnanna, sem féllu í Útey, og þá eftirlifendur sem hún ræddi við. Hún leyfði þeim að lesa allt sem hún skrifaði um börnin þeirra, allt niður í lýsingar á hvernig Breivik „Á endanum dró enginn neitt til baka og ég held að meginástæðan hafi verið að foreldrarnir gátu dregið sitt til baka þegar þeir vildu,“ segir Seierstad. „Þetta veitti þeim líka öryggi, oft sögðu foreldrar mér eitthvað, sem þeir voru ekki vissir um að þeir vildu að færi í bókina, en vildu að ég heyrði. Þeir voru örugglega opnari.“ Ljósmyndir/Yaniv Cohen 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Åsne Seierstad kemur fram á höfunda- kvöldi í Norræna húsinu þriðjudaginn 1. mars klukkan 19.30. Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku. Höfundakvöldin hafa verið haldin fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði síðan í haust og hafa sex höfundar komið fram nú þegar. Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræð- ingur í Norræna húsinu, segir að hug- myndin hafi komið frá Mariu Riska og Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins, hafi tekið henni vel. „Það var strax ákveð- ið að sinna öllum málsvæðum Norður- landanna, gera konum og körlum jafn hátt undir höfði og sýna breiddina í norrænum bókmenntum í dag, ekki eingöngu í skáld- sögum, heldur einnig fræðibókum,“ segir hún. Í fyrravor lá dagskrá fyrir að miklu leyti og í haust var látið til skarar skríða. „Við vildum skapa góða stemningu,“ segir hún. „Það kostar ekkert inn á þessi kvöld og við vildum skapa huggulega og hlýlega um- gjörð. Við erum í mjög góðu samstarfi við Alto Bistro, veitingastaðinn í húsinu, sem Sveinn Kjartansson rekur, þannig að þau hafa veitingastaðinn opinn lengur á höf- undakvöldunum. Við bjóðum höfundinum að snæða með spyrlinum fyrir fundinn. Í hléi eru síðan seldar veitingar frá Alto.“ Ágústa segir að mjög margir Íslendingar lesi norrænar bókmenntir. Bæði komi fólk á kvöldin til að heyra lestur höfunda, sem það þekk- ir, og síðan hafa einnig nýir höfundar verið kynntir til leiks. Ágústa segir að hún hafi notað höfunda- kvöldin til að fylgjast með því hvernig höf- undar og gestir í sal ná saman. „Hér hefur myndast einstök stemning á þessum kvöldum,“ segir hún. „Þau hafa verið allt frá því að vera mjög fámenn þegar desem- berlægð varð þess næstum valdandi að höfundur kæmist ekki og svo höfum við haft troðfullan sal. Breiddin er mikil.“ Seierstad var á óskalistanum hjá starfs- fólkinu, sem skipuleggur höfundakvöldin. Þau höfðu heyrt ávæning af að bók hennar væri í þýðingu og svo vill til að hún er að koma út þessa dagana hjá Máli og menn- ingu í þýðingu Sveins H. Guðmarssonar. „Það gat ekki hitt betur á,“ segir Ágústa. GESTUR Á HÖFUNDAKVÖLDI Í NORRÆNA HÚSINU Seierstad ræðir Einn af okkur Ágústa Lúðvíksdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.