Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 tók þau af lífi, og lofaði að fjarlægja allt, sem ekki væri þeim að skapi. „Ég lærði mína lexíu af Bóksalanum í Ka- búl,“ segir hún og hlær. Bóksalinn leyfði henni að búa hjá fjölskyldu sinni og þegar bókin kom út fór hann í mál fyrir trúnaðarbrest, fannst hann hafa verið niðurlægður með þeirri inn- sýn, sem Seierstad veitti í fjölskyldulíf hans. „Það er hluti af ástæðunni. Það voru rétt- arhöld og ég get ekki leyft mér að ganga í gegnum slíkt aftur. Það er eitt. Annað er að okkur blaðamönnum leið oft eins og við værum óboðnir gestir, við fundum fyrir þessu í rétt- arhöldunum þar sem foreldrarnir voru við- staddir. Ég fékk martraðir um að foreldrar segðu eftir á að ég hefði traðkað á minningu barnsins þeirra.“ Í The New York Times er farið sérstaklega lofsamlegum orðum um vinnubrögð Seierstad og sagt að lýsing hennar á aðferðum sínum í eftirmála ætti að vera skyldulesning fyrir alla nemendur í blaðamennsku. „Sennilega er ekki hægt að bera sig öðru vísi að þegar viðfangsefnið er svona mikil sorg og harmur,“ segir hún. „Á endanum dró eng- inn neitt til baka og ég held að meginástæðan hafi verið að foreldrarnir gátu dregið sitt til baka þegar þeir vildu. Þetta veitti þeim líka ör- yggi, oft sögðu foreldrar mér eitthvað, sem þeir voru ekki vissir um að þeir vildu að færi í bókina, en vildu að ég heyrði. Þeir voru örugg- lega opnari.“ Yrði erfiðara að skrifa bókina núna Seierstad segir að eftir að bókin fór í prentun hafi móðir Simonar hringt í sig og spurt hvort það væri of seint að taka viðtölin við sig til baka. „Hún sagðist vera andvaka á kvöldin og velta fyrir sér hvað fólk myndi halda um sig að vera að tala svona um son sinn,“ segir hún. „Ég róaði hana niður og sagði henni hvað það sem hún hefði lagt til málanna hefði verið gott. Þarna var of seint að breyta neinu. Eftir að bókin kom út rigndi hins vegar yfir hana bréf- um og lækum. Allir reyndust mjög ánægðir með að hafa tekið þátt, það hafa þeir sagt mér, jafnvel drengurinn Viljar, sem lifði af og var mjög tvístígandi, sagðist glaður. Hann vildi vera með til að halda á lofti minningu Simonar, vinar síns, en óttaðist að taka of mikið pláss frá þeim, sem létu lífið. Hann sagðist líka vera ánægður með að ég skyldi skrifa bókina á þessum tíma vegna þess að nú gæti hann ekki talað svona lengur. Þegar ég talaði við hann var hann enn í menntaskóla og mundi hvað þeim lá helst á hjarta. Nú er hann kominn í há- skóla og sagði að svo margt annað hefði gerst í lífi sínu, hann væri meira að segja farinn að tala öðru vísi. Þarna var ákveðinn gluggi til að gera þetta, ekki strax á eftir meðan sárin voru enn opin, en einu og tveimur árum síðar á með- an þetta yfirskyggði enn allt annað. Ég held að ef ég ætlaði að skrifa þessa bók núna yrði það miklu erfiðara.“ Seierstad óskaði eftir viðtali við Breivik, en fékk ekki. Var það léttir þegar allt kom til alls? „Sennilega – ég veit það ekki,“ segir hún og bætir við: „Ég átt í raun aldrei von á að fá að hitta hann. Þegar fólk spurði mig að hverju ég hefði ætlað að spyrja hann var erfitt að svara vegna þess að ég átti aldrei von á innst inni að hann segði já og settist því aldrei niður til að leggja niður fyrir mér spurningar. Þegar ég síðan fékk bréf frá honum eftir ár nýttist það mér vegna þess að það staðfesti hvernig hann hugsar, hvernig hann er alltaf að reyna að semja um hluti. Mér er líka minnisstætt að ein móðirin, móðir Anders Kristiansen, sagði við mig að hefði ég hitt hann hefði hún dregið sig til baka og það hefði verið synd því að bókin hefði goldið fyrir. Foreldrar Anders eru úr hópi þeirra, sem eru bitrir, reiðir út í Noreg, reiðir út í lögregluna, en foreldrar Simonar og foreldrar Bano, sem var einnig skotin til bana í Útey, eru sáttfúsari, líta svo á að þetta hafi gerst og við engan sé að sakast nema Breivik. Það hefði verið rangt að hafa aðeins þeirra við- brögð því að ég er viss um að margir foreldrar eiga meira sameiginlegt með foreldrum And- ers.“ „Ef hann langar í bókina getur hann keypt hana“ Seierstad fékk tvö bréf frá Breivik áður en bókin kom út. Eftir útgáfuna barst henni handskrifuð orðsending frá honum með einni setningu: „Gætir þú vinsamlegast sent mér bókina?“ „Útilokað, hugsaði ég, ef hann langar í bók- ina getur hann keypt hana,“ segir hún. „Svo fékk ég bréf frá lögfræðingnum hans þar sem ég var beðin um að vinsamlegast senda honum bókina. Ég svaraði þessu ekki einu sinni og fékk þá annað bréf frá lögfræðingnum með sömu ósk. Ég velti fyrir mér hvort það væri ekki dýrara fyrir lögfræðinginn að skrifa þessi bréf, en að fara og kaupa bókina,. Þar var ég ekki að hugsa um minn hag því að höfund- arlaun mín af henni fara í styrktarsjóð, sem heitir „En av os“. Að endingu varð úr að útgef- andinn setti eintak í umslag og sendi lögfræð- ingnum. Ári síðar sendi Breivik hinum ýmsu sérfræðingum um öfgahyggju og nasisma bréf og bað þá um að rannsaka mál sitt. Nokkrir þeirra svöruðu og þá fór hann að setja sín skil- yrði. Eitt skilyrðið var að nefna aldrei bókina Einn af okkur og nefna aldrei nafn mitt, Åsne Seierstad. Þá mættu þeir koma. Þá vissi ég að hann hafði lesið bókina og líkaði hún ekki.“ Varasöm þróun heimsmála Seierstad skrifaði grein, sem birtist meðal annars í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, eft- ir hryðjuverkin í París 13. nóvember 2015 þar sem hún fjallaði um öfgar Ríkis íslams og öfg- ar Breiviks þar sem aðeins er að finna svart og hvítt. Niðurstaða hennar var sú að bæði öfl berðust gegn sama lífsstíl, sem hún kallaði gráa svæðið. Svo virðist sem línur séu að fær- ast til í Evrópu, flokkar sem áður voru á jaðr- inum, njóta skyndilega fylgis. Seierstad segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Staðan í heiminum veldur mér miklum áhyggjum,“ segir hún. „Atburðir í Sýrlandi og Írak, ágreiningur Tyrkja og Rússa, samskiptin við Bandaríkin, staða Ríkis íslams,. Hvernig við tökum á flóttamönnunum – við getum ekki veitt þeim öllum heimili, það er ekkert pláss í Evrópu. Og hægri öfgahyggja mun fara vax- andi, ég kann ekki við að segja þetta er bara byrjunin, það hefur svo oft verið sagt áður, en hún er á uppleið. Það kemur fram hjá lögreglu og fræðimenn segja það sama. Í skólum í Ósló birtust í mánuðinum spjöld á veggjum með hægri öfgaboðskap. Ég fór í skóla í gær og þar sagðist kennarinn vera með nemanda í bekkn- um sem styddi Breivik. Strákurinn hafði ekki talað um það í tíma, en skrifað á netið og ör- yggislögreglan hafði séð það og látið skólann vita.. Fólk játar hins vegar ekki stuðning við Breivik og skoðanir hans opinberlega í Noregi, frekar í löndunum kringum okkur.“ Vonaðist eftir að kalla fram byltingu Seierstad telur hins vegar ólíklegt að Breivik muni nokkurn tímann afla sér fylgis. „Það er athyglisvert við Breivik og verður rökrétt við lestur bókarinnar: Hvernig ætti þessi maður nokkurn tímann að geta náð sér í fylgjendur. Hann er undirmálsmáður þó að mér líki ekki það orð. Hann reynir að fara út í heiminn og finna sér samastað og er alls staðar hafnað, meira að segja af öfgamönnum lengst til hægri. Þegar bloggarinn Fjordman, sem Breivik dáði, var spurður hvers vegna hann hefði ekki virt hann svars var svarið: Af því að hann var svo leiðinlegur. Það er eitthvað skrít- ið við hann, hann passaði ekki inn í félagslega. Sagt var um hann að hann hefði lagt svo hart að sér að vera svalur að hann varð hallær- islegur. Jafnvel núna, eftir að hann gerði sig að fífli hvað eftir annað við réttarhöldin með því að nefna Evrópsku söngvakeppnina og sjón- varpsþáttinn Beðmál í borginni eða þegar hann hristir saman yfirlýsingar um kalífatið eða ríki múslima og örlög Evrópu við ómerki- leg smáatriði um sjálfan sig höfðar hann ekki til neins. Hann mun aldrei fá neinn til fylgis við sig. Ég held að hann muni ekki hafa þau áhrif að einhverjir fari að apa eftir honum. Það má búast við öfgum og að hræðilegir hlutir geti gerst, en ég held að það yrði ekki vegna Brei- viks. Innblásturinn gæti verið sá sami og fékk Breivik til að fremja sín voðaverk. En hann er ekki kveikjan og ég held að hann sé mjög óánægður með það þar sem hann situr í sínum fangaklefa. Hann vonaði hann yrði kveikjan að sellum, sem myndu starfa um alla Evrópu, fremja hryðjuverk og loks yrði hann leystur úr haldi. Hann vonaðist eftir að leysa úr læðingi byltingu. Hann er hluti af einhverju, sem er í deiglu í Evrópu, en hann er öfgakennd útgáfa af því.“ Vitlausar áherslur í Svíþjóð Seierstad segir að Svíþjóð sé dæmi um vand- ann. „Þar hefur verið mikill vöxtur lengst til hægri,“ segir hún. „Svíar hafa líka tekið inn mikið af flóttamönnum án þess að taka í raun á málinu. Þeir taka við fjölda flóttamanna í hlut- um Stokkhólms og Malmö. Um leið draga þeir úr starfsemi félagsmiðstöðva fyrir ungt fólk, draga úr þjónustu bókasafnanna. Þeir draga úr öllu sem er ókeypis. Eftir er afþreying, sem kostar peninga. Þetta er máttlaus stefna. Ef það á að taka á móti fólki þarf það að geta að- lagast, það þarf að vera velkomið, annars er enginn tilgangur.“ Hefur þá skortur á þrótti til að taka á mál- efnum innflytjenda skapað tómarúm þar sem öfgamenn hafa hreiðrað um sig? „Ég held að við séum alltaf að horfast í augu við þessi mál,“ segir hún. „Ég ætti kannski ekki að ræða Svíþjóð í því samhengi ’Og hægri öfga-hyggja mun faravaxandi, ég kann ekkivið að segja þetta er bara byrjunin, það hefur svo oft verið sagt áður, en hún er á uppleið. Breivik situr í Skien-fangelsi um 130 km suður af Ósló. Hann hefur stefnt norska ríkinu vegna aðbúnaðarins og verður réttað í málinu í fangelsinu í mars. AFP Blóm í vasa á strönd Úteyjar í minningu fórnarlamba Breiviks. AFP Breivik hefur hægri hnefa á loft í öfgakveðju í upphafi réttarhaldanna yfir honum í apríl 2012. Hann var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu. AFP Gígur myndaðist eftir að sprengja Anders Behrings Breiviks sprakk í sendi- ferðabíl fyrir utan stjórnarskrifstofur í Ósló 22. júlí 2011. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.