Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 26
Fjallgarðar sem geyma hringa. Munirnir frá Artless goods eru steyptir í sílíkonmót. Skál sem minnir á Haleakala-eldfjallið á Havaí. Nýtilegt landslag Artless goods er hönnunarstúdíó frá Singapúr sem hefur hafið framleiðslu lítilla steyptra út- gáfa af fjöllum og landslagi sem nýtt er á skemmtilegan máta. Þá er lögun ýmissa fjall- garða, eldfjalla og gíga steypt í form og þannig skapaðir munir sem ætlaðir eru til að geyma skartgripi og aðra smáhluti. Við gerð munanna voru útbúin sérsniðin sílíkonmót sem steyp- unni er hellt í og látin þorna svo úr urðu hráir og fallegir gripir. Þá nýtti hönnunarstúdíóið sér einnig þrívíddartækni til þess að mynda línur í steypunni sem eiga að minna á hæðarlínur á landakortum. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 HÖNNUN Frumleg og fáguð hönnun Hönnuðir sækja innblástur víða og sífellt bætast nýir hönnuður í flóruna þrátt fyrir að þeir þrautreyndu klikki ekki. Hönn- unarvikan í Stokkhólmi er nýafstaðin en þar kynntu áhugaverðir hönnuðir spenn- andi möguleika nýstárlegrar hönnunar eða óhefðbundnar útfærslur klassískra hönn- unarmuna. Sunnudagsblaðið kynnti sér áhugaverða hönnun frá ýmsum heims- hornum og hér er brot af því sem vakti hvað helsta athygli í vikunni. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 Allir* borðstofu- og eldhússtólar á tilboði SEATTLE Borðstofustóll. Svartur, grár og hvítur með krómlöppum. 5.990 kr. 8.990 kr. EIFFEL Borðstofustóll. Svartur, grár og hvítur með svörtum löppum. 8.990 kr. 11.990 kr. EIFFEL Borðstofustóll. Svartur, grár, rauður, turkis og hvítur með krómlöppum. 9.990 kr. 13.990 kr. PARIS Borðstofustóll. Svartur, grár, hvítur, rauður og orange með sterkbyggðum viðarlöppum. 9.990 kr. 14.990 kr. Hljóðeinangrun vakti athygli á hönnunarvik- unni í Stokkhólmi sem er nýafstaðin þar sem fjöldinn allur af skandinavískum hönnuðum og hönnunarhúsum lagði áherslu á hljóðeinangr- aða hönnun. Hljóð og hljóðeinangrun er mik- ilvægur þáttur í hönnun og hefur mikið að segja fyrir rýmið og á hönnunarvikunni voru því mis- munandi útgáfur hljóðeinangrandi muna kynnt- ar fyrir mismunandi rými og notkun, hvort sem það er ætlað fyrir fjölmenna staði eða til einka- nota. Hljóðeinangrun ofarlega í huga Tomako er frem-ur djarfur hljóð- dempari frá finnska merkinu Vivero. Focus frá Zilenzio eru beygjanleg hljóð- einangrandi skilrúm sem gera fólki kleift að dempa hljóð í kringum sig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.