Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Page 27
Japanski arkitektinn Sou Fujimoto hannaði áhuga- verða ljósinnsetningu fyrir tískuhúsið COS fyrir hönnunarvikuna í Mílanó. Arkitektinn hannaði eins- konar skóg úr kösturum sem verður sýndur í gömlu leikhúsi í miðborginni, Cinema Arti. Kastararnir varpa ljósinu frá loftinu en undir ljósinu gefst fólki kostur á því að stoppa eða setjast. Ljósaskógurinn er afskaplega áhugaverð innsetning og má búast við sér- stakri upplifun þegar innsetningin hefst. Innsetningin COS x Sou Fujimoto verður opin frá 12 til 17 April 2016 í Via Pietro Mascagni 8 á árlegri hönnunarviku Milanó.. Innsetningin verður sýnd á hönnunarvikunni í Mílanó í apríl. Áhugaverð innsetning með ljósum Nýjasta hönnun Tom Fereday er fáguð húsgögn í anda kvikmynda- leikstjórans Wes Anderson sem er þekktur fyrir áhugaverðar list- rænar kvikmyndir og einstakar sviðsmyndir. Húsögnin eru í fal- legum litum og nýtileg á fjölda vegu þar sem hönnuðurinn leikur sér með formin á einstakanmáta. Hönnuðurinn Tom Fereday leikur sér með formin í Wes- línunni. Húsgögnin eru sérlega skemmtileg og vel unnin. Húsgögn í anda Wes Anderson STÓLADAGAR * Gildir ekki afSkovby borðstofustólum TIANA Borðstofustóll. Svartur. 7.990 kr. 13.990 kr. WILMA Borðstofus- tóll. Slitsterkt grátt áklæði og viðarfætur. 9.990 kr. 15.990 kr. CORPUS Borðstofustóll. Svart PU-leður og viðarfætur 17.990 kr. 29.990 kr. ANDREW Borðstofustóll. Bundið leður. Svart, hvítt eða brúnt 14.990 kr. 19.990 kr. 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Breski listamaðurinn Damien Hirst hefur hannað einstakar inn- réttingar fyrir eigin veitingarstað, Pharmacy 2 eða Apótek 2. Veit- ingastaðurinn sem er inni í New- port-galleríinu í Vauxhall, Lond- on, dregur nafn sitt af fyrr- verandi veitingastað Hirst sem hann átti á árunum 1998-2003 og bar heitið Pharmacy. Pharmacy 2 er verkefni Damiens Hirst og Marks Hix. Staðurinn er opinn fyrir gesti gallerísins þegar það er opið en á kvöldin er þar bor- inn fram matseðill sem saman- stendur af breskum og skandin- avískum réttum úr hágæða hráefnum. Innréttingar staðarins eru innblásnar af verki Damiens Hirst frá árinu 1992 sem einnig bar heitið Pharmacy. Sessur bar- stólanna eru klæddar pastellituðu áklæði sem á að minna á pillur en barinn er einnig skreyttur marglituðum pillum. Á veit- ingastaðnum er þemað tekið alla leið svo úr verður áhugaverður og fallegur veitingastaður sem mætti mögulega heldur líta á sem einskonar innsetningu eins merkasta samtímalistamanns Breta. Pharmacy 2 eða Apótek 2 er veitingahús í eigu eins merkasta samtímalistamanns Bretlands, Damiens Hirst, og er byggður á verki listamannsins frá árinu 1992. Barinn er litríkur og skemmtilegur og fá marglitaðar pillur að skreyta barinn sjálfan auk þess sem marglitaðar sessur barstólanna minna á pillur. Nýr veitingastaður Damiens Hirst

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.