Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Page 30
Fyrir 4 1 kg kjúklingabringur, vel þurrkaðar og barðar þar til flatar KRYDD FYRIR KJÚKLING 1 tsk salt ½ tsk cumin ½ tsk kóríanderduft ¼ tsk cayennepipar 1 bolli hrein jógúrt 2 msk matarolía 2 tsk engiferduft 1 msk hvítlaukur, rifinn FYRIR SÓSUNA 3 msk matarolía 1 laukur, skorinn smátt 6 hvítlauksrif, rifin smátt 2 tsk rifin engiferrót ¼ tsk chilliduft (chilli powder) 2 msk garam masala 1 tsk cumin ½ tsk turmerik 1 msk tómatpúrra Tikka Masala kjúklingur hráefnum sósunnar og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hit- ann, settu á lok og láttu malla í korter. Hrærðu af og til í sósunni. Að lokum skaltu hella rjómanum í og láta malla í nokkrar mínútur í viðbót. Taktu af hellunni og settu á lokið til að halda heitu. Næst skaltu setja ofngrind 15 cm frá grillinu. Dýfðu kjúklingnum vel í jógúrtblönduna. Raðaðu kjúklingn- um á álpappír eða grillpönnu. Grill- aðu í 5-9 mínútur, snúðu þeim við og grillaðu í aðrar 5-9 mínútur. Taktu hann út og láttu hann hvíla í fimm mínútur. Skerðu hann þá í stóra bita og settu út í sósuna. Ekki sjóða kjúklinginn í sósunni, ef þú þarft að hita sósuna upp skaltu gera það áður en kjúklingur fer út í. Að lokum skaltu salta eftir smekk og strá yfir ferskum kóríander. Berðu fram með Basmati grjón- um, naan og raita. 1 dós niðursoðnir tómatar, með safa 2 tsk sykur ½ bolli rjómi ¼ bolli saxað ferskt kóríander dass af salti FYRIR KJÚKLINGINN Blandaðu saman salti, cumin, kórí- anderdufti og cayenne-pipar í litla skál. Kryddaðu kjúklinginn á báð- um hliðum með kryddblöndunni og nuddaðu vel svo að kryddið fest- ist við. Raðaðu kjúkling á disk, ekki hverjum ofan á annan. Blandaðu saman jógúrt, olíu, engifer og hvít- lauk saman í skál og settu til hliðar. FYRIR SÓSUNA Hitaðu olíu í stórum potti. Bættu út í lauki og eldaðu þar til gull- inbrúnn, eða í ca. átta mínútur. Bættu þá við hvítlauk, engiferrót, tómatpúrru og eldaðu í ca. þrjár mínútur. Bættu út í afganginum af Gerir 10 naan-brauð 3/4 bolli vatn hitað í ca 45°C 1 tsk hunang 1 bréf þurrger 2 bollar hveiti 1/2 bolli hrein, grísk jógúrt 2 msk canola-olía 1/2 tsk salt 1/4 bolli smátt skorið kóríander bráðið smjör til að pensla með Hrærðu saman í skál vatni og hunangi. Bættu gerinu út í og láttu standa þar til það fer að freyða en það tekur u.þ.b. 10 mínútur. Bættu við hveiti, jóg- úrt, olíu og salti og hrærðu þar til þú ert kominn með deig. Notaðu hendurnar til að hnoða saman deigið í skálinni í u.þ.b. fimm mínútur eða þar til slétt. Settu rakt viskustykki yfir skál og láttu deigið bíða í klukkutíma á hlýjum stað þar til það er búið að tvöfalda sig í stærð. Tekur um klukkutíma. Taktu þá deigið og skiptu því í 10 kúlur. Notaðu kökukefli til að fletja kúlurnar út í flatar kökur. Stráðu yfir hverja köku smá kóríander og þrýstu því inn í deigið. (má sleppa) Hitaðu pönnu (teflon húð- aða) yfir miðlungs hita. Steiktu kökurnar eina í einu þar til til- búnar. Ef þú ert með gaseldavél er gott að bregða kökunum (með töngum) undir loga í nokkrar sekúndur í restina. Penslaðu kökurnar með bræddu smjöri og stráðu yfir meira kóríander. Naan brauð Í fimm þúsund ár hafa Indverjar þróað matargerð sína, okkur hinum til yndis og ánægju. Matargerðin er ólík eftir héruðum en algengustu kryddin eru chilli-pipar, svört sinnepsfræ, kardi- mommur, cumin, turmerik, engifer, kóríander og hvítlaukur. Af blönduðum kryddum er garam masala vinsælt en í því eru meðal annars kardimommur og kanill. Indverjar elda mikið úr grænmeti, baunum og grjónum en einnig elda þeir dásamlega kjöt- og fiskrétti. Flest þekkjum við þessa klassísku rétti eins og tikka masala og tandoori ásamt naan brauði og jógúrtsósunni góðu, raita. Því ekki að sleppa að kaupa tilbúna sósu úr krukku og spreyta sig í eldhúsinu? Hér eru nokkrir klassískir réttir sem munu kæta bragðlaukana og sálina í leiðinni. Taktu með þér lista í búðina og birgðu þig upp af þessum eðalkryddum og góðum hráefnum og haltu matarboð sem gestirnir þínir munu aldrei gleyma. Indverskur ilmur í loftinu Indversk matargerð virðist afar flókin en þarf ekki að vera það. Komdu þér upp réttu kryddunum til að eiga í búrskápnum og þú gætir galdrað fram mat eins og þú færð á bestu indversku veitingastöðunum. Allt sem þarf er smá tími og ástríða fyrir matargerð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Getty Images/iStockphoto 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 MATUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.