Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Side 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Side 43
eftirmynd gerð af Frelsisstyttunni í New York. Hik forystumanna og afskiptaleysi ýtti undir von- gleði og bjartsýni. Þegar þetta ástand hafði varað vel á annan mánuð sást löng lest svartra glæsivagna í lög- reglufylgd silast í átt að heimili Deng Xiaoping. Óró- legir formlegir valdhafar báru upp erindi sitt. Sagt er að Deng hafi þagað um stund en svo sagt (efnislega): Á stórum stundum hræðumst við ekki blóð. Fáeinum dögum síðar stefndu skriðdrekarnir inn á torgið. Enginn veit með vissu hversu margir fórust en getgátur eru um að ekki færri en 7.000 hafi fallið í val vona sinna á torginu, sem kennt er við himneskan frið. Umheimurinn var sem þrumu lostinn. En hann jafn- aði sig með tímanum og í réttu hlutfalli við þau viðskiptatækifæri sem opnuðust. Eftir það hefur Kína haldið sínu striki og byggir á tveimur kerfum sem löngum var talið að færu jafn vel saman og olía og vatn. Kerfin eru aðskilin á samsíða brautum. Margir hafa efast um að þess háttar skipan fái staðist til lengdar. Ekki verður séð að valdi kommúnistaflokksins sé ógnað. Hann fer fjölmennur og sterkur eftir sinni braut og vitað er að miskunnar- leysi hans er engin takmörk sett, sé honum ögrað úr hófi fram. Það er lærdómurinn af atburðunum á Torgi hins himneska friðar. Ekki er frítt við að ýmsir vel staðsettir á flokks- brautinni hafi notið góðs af því sem gerist á samsíða brautinni og auðgast vel. Öðru hvoru er stofnað til spillingarréttarhalda, sem gerð eru góð skil í fjölmiðlum, sem allir eru á hendi ríkisins. Einstök tímamót Og hin brautin er einnig að gera það gott. Í þessari viku barst tilkynning sem aðeins snarbrjálaðir menn hefðu getað spáð fyrir um. Þar sagði frá því í hvaða borg heimsins flestir milljarðamæringar byggju. Þá var ekki átt við milljarðamæringa mælt í íslenskum krónum. Viðmiðunin var í dollurum og lágmarkið 130 milljarðar króna til að komast á blað. Nú hafði Peking, höfuðborg Alþýðulýðveldisins, náð að velta New York úr sessi. 100 slíkir milljarðamæringar búa nú í Peking en að- eins 95 í háborg kapítalsins, New York. Iðulega berast fréttir um það að hinir eða þessir hafi snúið sér við í gröf sinni þegar þeim bárust þangað ótrúleg tíðindi. Nú vill svo til að þrír jöfrar mannkynssögunnar eru ekki jarðaðir heldur hvíla í lofttæmdum glerkistum og milljónir manna skoða þá árlega. Þetta eru Lenín, sem á dvalarmetið í glerkistu, Ho Chi Minh og Mao. Hefði einhver þeirra þriggja snúið sér við í sýningar- kistunni við þessi tíðindi hefði það naumast farið fram hjá neinum. En það gæti verið full ástæða til að fara með stækkunargler yfir andlit þessara goða kommún- ismans og kanna hvort gömul hrukka hafi tekið sig upp eða brosvipra á vör. Áhrif eftirlætis? Eitt hundrað milljarðamæringar í Peking sýnir glöggt hvað sveigjanleiki og aðlögunarhæfileikar manneskj- unnar eru stórbrotnir. Á Íslandi lifir enn fólk sem minnist þess tíma þegar fátt var að hafa fyrir allan fjöldann. Flest hefur breyst til batnaðar. En kannski ekki allt. Á fáeinum árum höfum við öll breyst í allsherjar kröfugerðarhóp, sem á allt, stórt og smátt, inni hjá þjóðinni sem heild. Það breytir engu þótt ekki sé heil brú í þessari hugsun. Helst vilja menn hafa allan þennan rétt bútasaum- aðan í stjórnarskrá, með ótal ákvæði sem staðfesti í útbelgdum textum að þjóðin eigi margvísleg réttindi inni hjá sjálfri sér. Að vísu er ekkert sagt um það í stjórnarskrám af þessu tagi, sem breytt hefur verið úr lagaumgjörð í óskalista, hvernig eigi að bregðast við sé óskalistanum ekki sinnt. Nú vill svo til að stjórnarskrá af þessu tagi liggur á lausu. Hún gilti í gömlu Sovétríkjunum og þau eru ekki bara hætt að nota hana, heldur er hún eins og ný og algjörlega óbrúkuð. Hún var langorð og lofaði öllu. Ekkert vantaði upp á réttlætið og rétt hvers og eins. Gamla lýðveldisstjórnarskráin, sem umboðslaust stjórnlagaráð, sem ullaði á Hæstarétt landsins, vildi á bak og burt, var vissulega eins og hjóm eitt hjá þeirri sovésku. En hvor þeirra skyldi hafa haft gagnlegri áhrif? Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Á fáeinum árum höfum við öll breyst íallsherjar kröfugerðarhóp, sem á allt,stórt og smátt, inni hjá þjóðinni sem heild.Það breytir engu þótt ekki sé heil brú í þessari hugsun. Helst vilja menn hafa all- an þennan rétt bútasaumaðan í stjórn- arskrá, með ótal ákvæði sem staðfesti í út- belgdum textum að þjóðin eigi margvísleg réttindi inni hjá sjálfri sér. 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.