Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 50
LESBÓK 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 Pierre Lemaître hefur vakiðmikla athygli fyrir bækur sín-ar um rannsóknarlögreglu- manninn Camille Verhoeven og hér á landi hefur bókin Alex, sem er önnur bókin um lögreglumanninn sérlund- aða, vakið í senn umtal, hroll og hrifn- ingu. Lemaître var á ferð hér á landi ekki alls fyrir löngu og gafst þá færi á að spjalla við hann um Alex og skrifin almennt. Bókin um Alex – unga konu sem er rænt af ókunnugum, fámálum fanti og komið fyrir í búri – er krassandi og um leið krefjandi lesning og um margt ólík hefðbundnum spennusögum þar sem rannsóknarlögreglumaður glímir við flókna gátu. Munar þar ekki minnst um að höfundur leikur sér að því að gerbylta öllu sem lesandinn hef- ur byggt skoðanir sínar og tilfinningar gagnvart framvindu bókarinnar á og það oftar en einu sinni. Bókin er bráð- skemmtileg og hver sá sem kann að meta listilega glæpafléttu verður ekki svikinn af bókinni um Alex. Enginn er spámaður í eigin landi Það liggur bráðvel á hr. Lemaître þegar við komum okkur fyrir í setu- stofu hótels í miðbænum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Íslands og hann hefur á orði hvað sér líki strax vel við Reykjavík, sem honum þykir róleg borg og fólkið í hæsta máta al- mennilegt. Þá líkar honum ljómandi vel að geta spjallað við blaðamann á frönsku og hann fer fljótlega að tala með miklum svipbrigðum og handa- pati, eins og hressra Frakka er gjarn- an háttur. Til að mynda segir hann afar líf- lega frá því að leið Alex til velgengni hafi verið þveröfug við það sem venjulega gerist; bók vekur athygli í heimalandi höfundar og svo spyrst hún út á erlendum vettvangi. „Bókin vakti alls enga sérstaka at- hygli heima fyrir fyrst í stað,“ segir Lemaître og yppir öxlum með leik- rænum tilburðum, „en svo sló hún í gegn erlendis, bæði á Ítalíu, á Spáni, og í Þýskalandi, og þá fóru Frakkar að velta því fyrir sér hvort ef til vill væri eitthvað í þessa bók varið. Og svo fór að hún varð gríðarlega vinsæl í Frakklandi sömuleiðis. Velgengni mína heima í Frakklandi á ég því út- löndum alfarið að þakka. Mjög skrýt- ið, allt saman,“ segir hann og hlær við. Nú sér hins vegar ekki fyrir end- ann á velgengni þeirra Lemaître og Alex því stórt kvikmyndaver í Holly- wood hefur keypt réttinn til að færa söguna á hvíta tjaldið og áhugi press- unnar í Frakklandi hefur aukist að sama skapi. „Þetta virkar allt saman frekar barnalegt á mig, að hugsa sem svo að fyrst Bandaríkjamenn hafi áhuga þá hljóti þetta að vera athygli- vert,“ segir hann og hristir hausinn brosandi. „En ég hef grætt heilmikið á þessum barnaskap.“ Hin sameiginlega ánægja Haft hefur verið á orði að sumir kafl- ar bókarinnar Alex séu hreinlega erf- iðir að lesa, svo svakalegir séu þeir, og Lemaître skilur það vel; það hafi að sama skapi verið erfitt að skrifa þá. „Alex er fjórða bókin sem ég skrifa og sú fyrsta sem ég afréð að láta ráðast af uppbyggingu en ekki söguþræði.“ Þetta munu lesendur bókarinnar skilja og óhætt er að segja að höfundi takist býsna vel upp. „Ég hugsaði með mér; hvað er það sem fær lesendur til að fá áhuga á glæpasögu? Ein af helstu ástæðunum er sú að lesandinn samsamar sig með sögupersónunum, lifir sig inn í að- stæðurnar og finnur til með þeim sem hrærast í bókinni. Það sem mér fannst sérstaklega gaman með Alex var að byggja upp sterk tilfinn- ingatengsl lesandans við Alex, og reyna svo að snúa þeim á haus. Ég byggi upp traust lesandans og mis- nota það svo,“ bætir hann við og hlær dátt. „Og svo leik ég mér að því að gera það aftur. Ég tel að þess vegna séu glæpasögur svo vinsælar sem raun ber vitni. Höfundurinn skemmtir sér konunglega við að sjóða saman óvænta fléttu og þegar vel tekst til þá smitast það yfir í lest- urinn. Þessari ánægju deila því höf- undur og lesandi; að skrifa glæpa- sögu og lesa hana, það felur sömu gleðina í sér. Það var samt sem áður ekki tóm gleði að skrifa bókina því ég varð að setja mig í spor Alex og það var langt í frá gaman. En ég er ánægður með útkomuna og af- skaplega þakklátur fyrir viðtök- urnar.“ Krefjandi krimma- skrif Lemaître Franski rithöfundurinn Pierre Lemaître hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og þá helst fyrir skáldsöguna Alex sem kom út á íslensku á síðasta ári. Ný bók eftir Lemaître er væntanleg á vordögum. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Höfundar bókarinnar Allra meina bót, sænsku læknarnir Anders Hansen og Carl Johan Sund- berg, hafa vakið mikla athygli fyrir þá staðhæf- ingu að hreyfing sé mikilvægasta lyfið og lykill- inn að löngu og heilbrigðu lífi felist í heilbrigðri skynsemi en ekki kúrum eða skyndilausnum. Í Allra meina bót segja þeir meðal annars að fólk geti lengt lífið um tvær til fimm klukkustundir fyrir hverja klukkustund sem það hreyfir sig og þá aukist líka einbeiting og sköpunarhæfni. Í bókinni kemur einnig fram að lotuþjálfun auki brennsluna, að mis- munandi hreyfing hafi ólík áhrif á matarlystina og að jafnvel lítil hreyfing gerir mikið gagn, bæði hvað varðar líkamlegt form og heilsu - 30 mínútna hreyfing á dag að jafnaði lengi lífið um þrjú til fimm ár. Vaka-Helgafell gefur bókina út, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi. Allra meina bót Norski tónlistarmaðurinn, myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Frode Sander Øien hefur sent frá sér fjölda leikrita og tvær skáldsögur. Á síðasta ári skrifaði hann sinn fyrsta reyfara undir listamannsheitinu Samuel Bjørk og sá reyfari, Ég ferðast ein, kom út í vikulokin í ís- lenskri þýðingu Ingibjargar Eyþórsdóttur. Í bókinni, sem selst hefur metsölu víða um heim, segir frá því er lík af ungri stúlku finnst úti í skógi og eina vísbending lögreglunnar er miði sem hangir um háls stúlkunnar þar sem stendur: „Ég ferðast ein“. Rannsóknarlögreglumaðurinn Holger Munch tekur málið að sér og leitar eftir aðstoð Miu Krüger, sem hefur einangrað sig frá umheiminum. Metsölureyfari Samuel Bjørk Bandaríska blaðakonan og stjórnmálamaðurinn Arianna Huffington stofnaði vefritið áhrifa- mikla Huffington Post og er aðalritstjóri þess. Hún hefur skrifað fjölda bóka um ýmis efni. Þegar hún var á hátindi ferils síns fyrir nokkr- um árum leið yfir hana á skrifstofu sinni og í kjölfarið fór hún að velta því fyrir sér hvað skipti máli í lífinu og skrifaði Þriðja miðið í framhaldi af því. Í bókinni ræðir hún það hvernig megi sam- ræma frama og fjölskyldulíf og hvetur lesandann til að endurmeta viðhorf sitt til velgengni. Hún boðar og nýja lífsýn sem byggist á vís- indalegum niðurstöðum á sviði sálfræði, svefnrannsókna og lýðheilsu. Arianna boðar nýja lífsýn Ítalski rithöfundurinn Umberto Eco var borinn til grafar í vikunni, en hann lést föstudaginn 19. febr- úar sl. Eco var 84 ára gamall og lést eftir löng veikindi. Eco var virtur og afkastamikill fræðimaður, en sló í gegn 1980 með metsölubókinni Nafn rósarinnar, sem var skáldsaga. Hann lagði pennann ekki á hill- una fyrr en undir það síðasta því sjöunda skáldsaga hans, Numero zero, kom út á ítölsku og ensku á síðasta ári og nýtt greinasafn hans kemur út nú um helgina á Ítalíu. Greinasafnið mun heita Papé Satàn aleppe eftir fyrstu línu sjö- unda þáttar Vítis, fyrsta hluta Gleðileiksins guðdómlega eftir Dante Alighieri, en hún hljóðar svo á ítölsku, „Papé Satàn, papé Satàn aleppe“. Hvað þessi orð þýða er umdeilt og þau eru til að mynda óþýdd í þýðingu Erlings E. Hall- dórssonar á Gleðileiknum. Í greinasafninu eru greinar sem Eco skrifaði fyrir ítalska tímaritið L’Espresso frá árinu 2000. Hundruð manna fylgdu Umberto Eco til grafar í Mílanó á þriðjudag. AFP Umberto Eco látinn MERKISMAÐUR 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.