Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 53
Leikkonan Leighton Mees-
ter skaust upp á sjónvarps-
stjörnuhimininn fyrir hlut-
verk sitt sem hin
fordekraða Blair
Waldorf í ung-
lingadramaþátt-
unum Gossip
Girl um ríka
unga fólkið á
Manhattan
sem sýndir
voru á árunum
2007-2012.
Færri vita að
þótt Meester
hafi sann-
arlega lifi-
brauð sitt af
leiklist þá
er það tón-
listin sem er
hennar helsta
ástríða í lífinu.
Árið 2014 gaf
hún út sína
fyrstu sóló-
plötu sem
nefnist Heart-
strings. Platan
hefur að geyma
níu lög sem öll
eru samin og
flutt af Meester
sjálfri.
Fyrri afrek hennar á sviði tón-
listar eru meðal annars lagið
Good girls gone bad sem hún
söng með hljómsveitinni Cobra
Starship og naut talsverðra vin-
sælda árið 2009, þegar frægð-
arsól hennar úr Gossip Girl skein
sem bjartast.
Sólóplata Meester fékk ágæta
dóma og líklegt er talið að hún
hyggi á frekari landvinninga á
sviði tónlistar.
LEYNDARMÁL GOSSIP GIRL LEIKKONU
Tónlistin helsta
ástríðan
Leighton Meester
er ekki ókunn
rauða dreglinum.
Blake Lively og Leighton Meester
léku saman í Gossip Girl.
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Hún sló í gegn sem ung Amish-ekkja í spennumyndinni
Witness árið 1985. Lék þar á móti sjálfum Harrison
Ford og var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. Ári
síðar neistaði á milli hennar og Tom Cruise í Top Gun.
Költmynd sem sumir myndu segja að væri löðrandi í
kynferðislegri spennu. Þriðja stórmyndin var The
Accused árið 1988, þar sem hún lék lögmanninn sem
reyndi að hjálpa Jodie Foster að klífa þrítugan ham-
arinn eftir nauðgun. Það hlutverk tók
verulega á enda hafði henni sjálfri verið
nauðgað sex árum áður.
Kelly Ann McGillis fæddist í Newport
Beach, Kaliforníu, árið 1957 og verður
því 59 ára síðar á þessu ári. Rúmlega tví-
tug flutti hún búferlum til New York
til að nema leiklist við Juilliard.
Lauk þaðan prófi árið 1983.
Eins og fyrr segir fékk ferill
hennar fljúgandi start í Holly-
wood en eftir The Accused hall-
aði hratt undan fæti. McGillis var
mjög ósátt við eina af næstu
myndum sínum, Cat Chaser, og í
kjölfarið greip hana mikið óyndi.
Ef þetta er leiklist stend ég
ekki í þessu
„Það var hræðilegasta reynsla
lífs míns. Ef þetta er leiklist
stend ég ekki í þessu,“ rifjaði hún
upp í samtali við breska blaðið
The Independent löngu seinna.
Þegar tökum lauk lokaði McGillis sig inni í hjólhýsi sínu
á tökustað og rakaði af sér allt hárið – til að undirstrika
vilja sinn. Því næst flúði hún í Karíbahafið og dvaldist
þar í hálft ár.
Viðhorf McGillis til leiklistarinnar breyttist á ný eftir
að hún ól sitt fyrsta barn og árið 1991 var hún aftur
komin á stóra tjaldið. Myndirnar sem hún lék í á tíunda
áratugnum voru þó fáar og vöktu takmarkaða athygli.
Kynþokki hennar þótti hafa dalað og ýmsir afgreiddu
hana sem furðufugl, ekki síst fjölmiðlar. McGillis er
ennþá að, bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en
hefur verið víðsfjarri því að endurheimta fyrri vin-
sældir. Fall hennar þykir með þeim dramatískari
í seinni tíð og stundum hefur hún verið kölluð
„stjarnan sem henti sér til jarðar“.
Kelly McGillis er tvígift og tvífráskilin. Hún á
tvö börn og þrjú barnabörn. Fyrir sjö árum
kom hún nokkuð óvænt út úr skápnum. Í
samtali við tímaritið SheWired sagði hún
um langt og strangt ferli að ræða en hana
mun fyrst hafa grunað að hún væri samkyn-
hneigð þegar hún var tólf ára gömul. Í sama
viðtali kveðst hún lengi hafa trúað því að
almættið hefði verið að refsa henni fyrir
kynhneigðina þegar henni var nauðgað.
McGillis bjó um tíma með konu en mun
nú vera á lausu. Hún býr í Hendersonville,
Norður-Karólínu og kennir sviðs- og kvik-
myndaleik.
Kelly McGillis eins og við munum eftir henni með Tom
Cruise í Top Gun.
HVAÐ VARÐ UM? KELLY MCGILLIS
Stjarnan
sem henti sér
til jarðar
Svona lítur
McGillis út
í dag.
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma
Málþing haldið á Hilton Nordica
29. febrúar 2016 kl. 13:00 – 15:30
Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna setur þingið
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
-Ávarp
Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur íVelferðarráðuneytinu
-Gildi samvinnu og samþættingar í þjónustu við fólk með sjaldgæfa sjúkdóma
Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaheill
-Myndbirtingar á netinu – réttur barnsins
Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri Sérdeildar Suðurlands og móðir
-„Mundu, þú ert mamman“
-Stuðningur þjónustukerfa við fjölskyldumiðaða nálgun
Ingólfur Einarsson, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
-Sjaldgæfir sjúkdómar, hlutverk Greiningarstöðvar í samvinnu við aðra
Captain Gregory H.Gorman, barnalæknir
Medical Corps, U.S.Navy
Program Director,National Capital Consortium Pediatrics Residency
Umræður
Málþingsstjóri: Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna
Málþingið er ókeypis en skráning fer fram á www.greining.is