Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 2
Hvernig kvikmynd er Reykjavík? Reykjavík er falleg samtímasaga um hjón sem eru að reyna að halda hjónabandi sínu saman. Það gengur ekki sem skyldi. Hverju geta áhorfendur búist við? Skemmtilegri íslenskri kvikmyndagerð, ljúfri kvöldstund í bíó. Sagan á mjög vel við í dag og held ég að margir geti samsamað sig einhverjum af persónum myndarinnar. Við- fangsefnið er ekki hádramatískt en þó er komið inn á erf- iðar aðstæður sem getur verið flókið að vinna sig úr. Að fylgjast með Hring, aðalpersónu myndarinnar, er áhrifaríkt. En dramað er sett fram á kómískan hátt og því gengur dæm- ið upp. Hvernig bjóst þú þig undir hlutverk Elsu í kvik- myndinni? Ég tók að mér hlutverk Elsu árið 2007 eftir að leikstjórinn, Ás- grímur Sverrisson, hreifst af leik mínum í kvikmyndinni For- eldrar. Því hef ég haft alveg níu ár til að undirbúa mig. Elsa var skýr frá höfundarins hendi frá byrjun. Náin vinna með Ásgrími í karaktersköpun en einnig í handritinu sjálfu hefur verið mjög góð á þessum árum. Nú hefur þú leikið í fjöldanum af kvikmyndum og leiksýningum, er mikill munur þar á? Já, það er mikill munur. Kvikmynd og leiksýning eru tvö aðskilin list- form. Þó að við leikarar eigum greiðan aðgang að báðum þá eru flestir aðrir sem sérhæfa sig í annarri hvorri greininni. Nú hefur þú tekið að þér ýmis störf innan kvikmynda- og leikhúsgeirans, er eitthvað skemmtilegra en ann- að? Það er alltaf skemmtilegt að vinna með skapandi fólki og segja sögu sem allir hafa brennandi áhuga á. Bæði leikhús og kvikmyndir eru vettvangur fyrir þessa vinnu. Þegar vel tekst til er upplifunin draumi líkust. Hvað er síðan framundan hjá þér? Ég er í nokkrum verkefnum sem handritshöfundur, bæði fyrir kvikmyndir og sjónvarp, þar fær sköpunarkrafturinn að njóta sín í botn. Bæði vinn ég sjálf- stætt og með öðrum höfundum, að vinna í handritateymi er sérstaklega gefandi og skemmtilegt. Næst á dagskrá hjá mér er að leikstýra stuttmyndinni Ungar þar sem ég er svo lánsöm að vinna með úrvals listafólki í hverri stöðu. Ég hlakka mikið til, talandi um skemmtilega vinnu! Morgunblaðið/Árni Sæberg NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fjórir var fínt. Sex allt í lagi. Átta heldur mikið. Tíu undarlegt og nú erþetta eiginlega bara orðið vandræðalegt. Hvað ætla frambjóðendur tilembættis forseta Íslands eiginlega að verða margir? Tuttugu, þrjátíu? Smart yrði að hafa þá 23, eða jafnmarga og íslensku landsliðsmennina á EM í Frakklandi. Þannig mætti knýta þessa tvo merkisviðburði í júní-mánuði órofa böndum. 24 hafa sóst eftir embættinu til þessa, í sjö forsetakosningum. Freistandi væri líka að slá þeim uppsafnaða fjölda við. Annars heyrist mér fólk hafa mismikinn húmor fyrir þessu. „Hefur enginn boðið sig fram í dag?“-spaugið er orð- ið landlægt, og eins „Ertu undir feldi?“ Forsetakjörið er að verða eitt allsherjar djók. Og þeim fjölgar stöð- ugt sem lýsa því yfir í mín eyru að þeir hafi hreinlega ekki lyst á því að kjósa í sumar. Það held ég að sjónvarpsstöðv- arnar séu farnar að svitna milli tánna. Hvernig verður eiginlega staðið að kappræðum frambjóðenda í vor? Sjálfstæðu stöðvarnar geta vitaskuld valið og hafnað en Ríkissjónvarpið þarf að bjóða allri hersingunni inn á gafl. Verða þeir allir í settinu í einu, í maraþonútsendingu, tólf eða fjórtán klukkutíma? Eða verður þeim hleypt inn í hollum, mögulega eftir stafrófsröð? Myndi þá útsendingin hefjast í bítið? Venjulega hafa kappræður forsetaframbjóðenda tekið eina til tvær klukku- stundir. Alltént í minningunni. 23 frambjóðendur koma ekki miklum upplýs- ingum á framfæri innan þess ramma. Sé fyrir mér opinbert Íslandsmót í síma- skeytasendingum! Kjósið mig. Stopp. Ég er bestur! Stopp. Rosalega hefur sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gert embættið að- laðandi. Mest hafa sex sóst eftir embættinu í einu til þessa. Í sögulegu sam- hengi hafa forsetaframbjóðendur einkum og sér í lagi verið af tvennum toga; annars vegar fólk sem gegnt hefur áberandi embættum eða störfum og hins vegar sérvitringar. Nú hefur gefið kost á sér fjöldi fólks sem heyrir til hvor- ugum flokknum. Bara venjulegt fólk úti í bæ; Jói á bolnum. Án efa allt hið mæt- asta fólk, með raunverulegan metnað fyrir sína hönd og þjóðarinnar. Hvað dregur allan þennan fjölda að embættinu? 26. greinin? Falla nú öll vötn til Bessastaða. Morgunblaðið/Eggert Eru ekki allir í Bessastuði? Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Smart yrði að hafaþá 23, eða jafnmargaog íslensku landsliðs-mennina á EM í Frakk- landi. Þannig mætti knýta þessa tvo merk- isviðburði í júní-mánuði órofa böndum. Ásta Vilhjálmsdóttir Mér finnst þetta vera orðinn skrípaleikur. Það bætist og bætist við. Mér finnst eng- in virðing vera fyrir þessu. Ég hefði viljað gera þetta fallega og skemmtilega. SPURNING DAGSINS Hvað heldur þú að forseta- frambjóð- endurnir verði margir? Valdimar Örnólfsson Það er ekki nokkur leið að segja til um það. Þetta lítur út fyrir að verða nokkur hundruð. Helga Þóra Þórsdóttir Ætli þeir verði ekki 20. Það kæmi mér ekki á óvart. Þorsteinn Guðbjartsson Ja, ég hugsa að þau fari í 15. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Hilmar Gunnarsson Leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með eitt aðalhlutverkið í íslensku kvik- myndinni Reykjavík sem Ásgrímur Sverrisson leikstýrir og er nú í kvikmyndahúsum. Skemmtilegt að vinna með skapandi fólki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.