Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 11
27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 eru þeir til að mynda með yfir 20 milljón spilanir á tónlistarveitum á borð við Spotify. Það er því óhætt að segja að mikil eftirvænt- ing ríki á meðal aðdáenda sveitarinnar. Markhópurinn hefur aðeins stækkað; frá því að vera rúmlega 300 þúsund á Íslandi yfir í 300 milljónir í Bandaríkjunum. Á nýju plötunni verður nýtt efni í bland við það sem áður hefur verið gefið út á Íslandi. „Þetta verður 10-11 laga plata og lögin verða með svipuðu mynstri og verið hefur, miskraftmikil,“ segir Jökull sem segist ekki fylgja neinum sérstökum straumum og stefnum þegar hann semur lögin. Upptökum er að mestu lokið og er platan nú á lokastigi hljóðblöndunar. „Ég reyni að setja sál í þetta og vonandi tengir fólk við tónlistina. Þetta ævintýri hér hefur gengið ótrúlega vel þrátt fyrir að við höfum ekki enn gefið út plötu.“ Uppselt á alla tónleika síðustu vikurnar Kaleo-drengirnir eru nýkomnir úr vel heppn- uðu tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Upp- selt var á hverja einustu tónleika sveit- arinnar en tónleikastaðirnir rúmuðu á bilinu 600-1.200 manns. Ferðalagið stóð í 36 daga og heimsóttar voru 15 borgir. „Við spiluðum stundum tvisvar eða þrisvar á dag, sem var oft mikið álag. Við erum að vinna með um- boðsskrifstofu, plötufyrirtæki, bókunarskrif- stofu, útgáfufyrirtæki og allir að reyna að hafa okkur sem sýnilegasta. Það er því reynt að nýta hvert tækifæri til að koma okkur á framfæri og mynda tengsl hingað og þang- að.“ Bandaríkjamenn eru því greinilega byrj- aðir að kveikja á rokkurunum frá Íslandi. „Já, heldur betur, þetta var fyrsti túrinn okkar sem aðalband en sveitin Firekid hefur hitað upp salinn.“ Báðar hljómsveitinar eru á samningi hjá hinu sögufræga plötufyrirtæki Atlantic Records. „Það eru allir í skýjunum með túrinn og kom þessi mikla aðsókn okkur skemmtilega á óvart,“ segir JJ en dæmi voru um að uppselt væri á tónleika með margra mánaða fyr- irvara. „Ég held að það hafi verið Íslendingar á hverjum einustu tónleikum á WayDown- WeGo-túrnum. Fólk mætir með fána og gef- ur okkur íslenskt nammi, harðfisk og brenni- vín eftir tónleika. Við kunnum að meta það. Við erum rosalega sáttir og spenntir fyrir framhaldinu. Væntanlega verður annar túr tekinn í Norður-Ameríku í sumar. Þá er einnig stutt í að herjað verði á Evr- ópumarkað.“ Það er talsvert umfang sem fylgir hljóm- sveitinni og á ferðinni um Bandaríkin fylgdi þeim þónokkur fjöldi aðstoðarmanna. Ferðast var um á stórri rútu sem rúmaði 12 manns í kojum. „Sem betur fer var keyrt á nóttunni og þá gátum við hvílt okkur eftir gigg, það munar öllu.“ Santana tekur við lúxusrútunni Eins og flestir vita eru vegalengdir í Amerík- unni alveg gígantískar og getur Jökull ómögulega sagt til um hversu margir kíló- metrar hafa verið eknir. „Eftir fyrstu mánuðina okkar hér í fyrra vorum við búnir að keyra yfir 60.000 kíló- metra. Eftir það missti ég töluna. Þú getur verið búinn að keyra héðan í 9-10 klukkutíma og ert ennþá í Texas. Við vorum allavega allir voða fegnir að komast úr langferðabílnum sem við vorum í áður yfir í svona fullkomna rútu.“ Greinilegt er að mikil keyrsla er á strák- unum en þeir játa þó að stundum fái þeir að Ljósmynd/Alex Justice ’ Tónleikarnir eru margir ogþví erfitt að ná að taka uppplötu á sama tíma. Við reynumað nýta stoppin til að taka upp og má nefna að nýjasta lagið okkar er tekið upp í sjö borgum víðs- vegar um Bandaríkin. Gullbarkinn Jökull Júlíusson fer fyrir hljómsveitinni á tónleikum sveitarinnar í Washington. TÚRAÐ UM BANDARÍKIN #WAYDOWNWEGO Í hljóðveri útvarpsstöðvar í Philadelphiu. Spilað fyrir troðfullum sal í San Diego þar sem WayDownWeGo-túrnum var lokað en uppselt var á alla tónleika sveitarinnar. Rubin Pollock leikur við hvern sinn fingur. Davíð Antonsson ber húðirnar af krafti. Fararskjótinn var ekki að verri endanum enda var dvalið þar löngum stundum. Mosfellingar í heimsókn í Texas. Túrlokum fagnað með mikilli grillveislu í Austin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.