Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Síða 39
27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Þeir sem ætla út á lífið í Reykjavík í kvöld, laugardag, gætu komið við á KEX hosteli við Skúlagötu þar sem gleðisveitin FM Belfast og rapp- arinn Emmsjé Gauti lofa dynj- andi partítónum, eftir klukkan 21. Áhugafólk um myndlist er hvatt til að skoða hina áhugaverðu sýningu Kvartett í Listasafni Íslands. Þar getur að líta vegg- og myndbandsverk eftir Tuma Magnússon og málverk og sam- klipp eftir þrjá er- lenda listamenn.Fyrir þá sem eru fyrir vestan nú um páskahelgina má benda á áhuga- verðan tónlistarviðburð í Edin- borgarhúsinu á laugardagskvöldið. Þar koma fram Agent Fresco, Úlfur Úlfur og Glowie. Tvær nýjar íslenskar kvikmyndir eru sýndar í kvikmyndahúsum borgarinnar þessa dagana: Fyrir framan annað fólk og Reykjavík, sem rýnir Morgunblaðsins hreifst af og gaf bbbbn. Allir í bíó! Ljótu hálfvitarnir halda seinni hluta upprisuhátíðar sinnar í ár á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, laugardag, og hefst hún klukkan 22. Þeir hyggjast „spila og fíflast að fornhálvískum sið.“ Þetta er ekki listrænn viðburðurheldur skemmtun – og viðvonum að gestir skemmti sér vel,“ segir Óskar Pétursson tenór um óskalagatónleikana sem þeir Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari og Hjalti Jónsson tenór halda í Akureyrar- kirkju í kvöld, laugardag, klukkan 20. Þeir Óskar og Eyþór Ingi hafa nokkrum sinnum kom fram á tón- leikum sem þessum og hafa nú boðið Hjalta að slást í hópinn. Fyrir- komulag tónleikanna er með þeim hætti að þegar tónleikagestir mæta geta þeir lesið lista með nokkur hundruð lögum sem söngvararnir eru reiðubúnir að flytja, og svo þurfa gestirnir að kalla upp númer laganna sem þeir vilja heyra og tónlistar- mennirnir reyna að flytja sem flest þeirra. „Svo einfalt er það,“ segir Óskar um nálgunina á tónleikunum. Efnis- skráin er fjölbreytt, óperuaríur, hug- ljúfar dægurperlur, rapplög og allt þar á milli. Glens og gaman er sagt einkenna tónleikana, sem og mögulegur vand- ræðagangur tenóranna við að finna lög og texta í möppunum sínum. Verður nú fullkomið „Hingað til höfum við Eyþór Ingi komið einir fram á óskalagatónleik- ununum,“ segir Óskar. En hves vegna bætist Hjalti nú í hópinn? „Til að hafa meiri fjölbreytni!“ svarar Óskar að bragði. „Þetta er allt fyrir fólkið gert – og nú verður þetta fullkomið. Þá er ég að verða svo gam- all að það er gott að fá einhvern til að leysa mig af. Svo er hitt, að það er meira en að segja það að standa á blístrinu í næstum tvo tíma, stundum upp á háa C-inu. Ég hef stundum verið dasaður og það verður gott að fá Hjalta til að létta undir með kallinum.“ Markmiðið að létta sálina Óskar segir að líklega séu um þrjú- hundruð lög á listanum sem gestir geta valið sér af, og þeir gætu hæg- lega haft þau fleiri. Þegar spurt er hvort ekki sé óþægilegt að standa frammi fyrir tónleikagestum og vita ekkert hvern- ig efnisskráin eigi að vera, þá segir hann það bara skemmtilegt. „Ef ég man ekki textann eða eitt- hvað, þá skálda ég bara eða syng næsta lag við hliðina,“ segir hann og hlær. „Það er hluti af þessu. Svo kalla kannski tíu í einu og allir hver sitt númerið, þá myndast kaos og maður velur bara það sem manni líst best á! Við héldum ekki svona tónleika í fyrra og það var farið að rukka okkur um þá. En við æfum lítið. Við höfum ekki jafnað okkur ennþá á því að í hitti- fyrra æfðum við eitt lag fyrir tón- leikana, það var Nína og svo var ekki beðið um það. Við ætlum ekki að brenna okkur á því aftur. Enda flutt- um við Nínu á næstu tónleikum, án þess að vera beðnir. Til þess að geta nýtt lagið.“ Óskar hlær og bætir við að meginmarkmið tónleikanna sé að létta sálina. „Það er gott fyrir okkur, þessa kalla, eins og mig og Eyþór sem stöndum mikið þarna á kirkjuloftinu og niðri á gólfinu, að hleypa sálinni aðeins á flug. Að blása út. Og sjá þessi andlit, sem maður hefur stund- um verið með á erfiðum stundum í kirkjunni, brosa núna og gera að gamni sínu. Það er alveg nauðsyn- legt.“ Félagarnir Eyþór Ingi Jónsson, Óskar Pétursson og Hjalti Jónsson blaða í söngvasafni og ráða ráðum sínum fyrir óskalagatónleikana. Ljósmynd/Elvý G. Hreinsdóttir Þetta er allt fyrir fólkið gert Tenórarnir Óskar Pétursson og Hjalti Jónsson koma fram á óskalagatónleikum í Akureyrar- kirkju ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is MÆLT MEÐ þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Virkar á MOSA og VRE sýkingar - Bakteríueyðandi plástur - Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Fyrirbyggir og eyðir sýklum í sárum Áhrifarík sárameðferð án sýkladrepandi efna. Sorbact® - Græn sáralækning Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast sárasýklar við umbúðirnar, verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkladrepandi efna. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun á allar tegundir sára. Dregur úr sársauka. Engar aukaverkanir. Vatnsheldur og ofnæmisfrír límflötur. Þolir íþróttir, leiki, sturtuböð og sund. Krumpast ekki á köntum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.