Fréttablaðið - 14.01.2017, Page 20

Fréttablaðið - 14.01.2017, Page 20
1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r20 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð Glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum með aukaíbúð í kjallara í Fossvogi, samtals 422,4 fm. Húsið er sérlega vandð að allri gerð og hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Eignin stendur á hornlóð og garður er í góðri rækt með sólpalli. Nánari upplýsingar um eignina veitir Guðmundur H. Valtýsson löggiltur fasteignasali. SÖLUSÝNING Í DAG, 14. JAN . 15-15:30 GUÐMUNDUR H. VALTÝSSON löggiltur fasteignasali. GSM 865 3022 gudmundur@stakfell.is MARKARVEGUR 1, 108 REYKJAVÍK Um helgina Stöð 2 Sport: L 10.00 BMW South African Golfst. L 12.20 Tottenham - W.B.A. Sport L 14.50 Swansea - Arsenal Sport L 14.55 Fulham - Barnsley Sport 2 L 15.10 Barcel. - Las Palmas Sport 3 L 17.20 Leicester - Chelsea Sport L 17.25 Wolves - A. Villa Sport 2 L 21.30 Falcons - Seahawks Sport L 00.00 Sony Open Golfstöðin L 01.15 Patriots - Texans Sport S 07.30 Ísland - Síle Sport S 10.00 BMW South African Golfst. S 13.20 Everton - Man City Sport S 16.00 Man Utd - Liverpool Sport S 18.00 Chiefs - Steelers Sport 2 S 19.40 Sevilla - Real Madrid Sport S 21.00 Cowboys - Packers Sport 2 S 23.00 Sony Open Golfstöðin Frumsýningar á leikjum: L 17.15 Burnley - S’ton Sport 3 L 19.30 Watford - Boro Sport 2 L 19.30 Hull - Bournemouth Sport L 19.50 West Ham - Palace Sport 3 L 20.40 Sunderland - Stoke Sport 3 Olís-deild kvenna: L 15.00 Selfoss - ÍBV Selfoss L 16.00 Stjarnan - Valur TM-höllin L 17.00 Fram - Fylkir Framhús L 18.00 Haukar - Grótta Ásvellir Maltbikar karla: S 19.30 Þór Ak. - Grindavík Akureyri Maltbikar kvenna: L 16.00 Grindavík - Keflavík Röstin S 14.00 Breiðablik - Haukar Smárinn S 15.00 Snæfell - Stjarnan Stykkish. A-riðill HM-dagskráin L13.45 Brasilía - Pólland A-riðill L16.45 Noregur - Rússland A-riðill S16.45 Frakkland - Noregur A-riðill S19.45 Brasilía - Japan A-riðill L13.45 Ísland - Slóvenía B-riðill L16.45 Túnis - Spánn B-riðill L19.45 Angóla - Makedónía B-riðill S13.45 Ísland - Túnis B-riðill L19.45 Ungverjal. - Króatía C-riðill S16.45 Síle - Þýskaland C-riðill S19.45 S.Arabía - H.Rússl. C-riðill L19.45 Egyptal. - Danmörk D-riðill S13.45 Argentína - Svíþjóð D-riðill S16.45 Barein - Katar D-riðill Japan - Frakkland 19-31 HM 2017 C-riðill Þýskaland - Ungverjal. 27-23 Króatía - Sádi-Arabía 28-23 Haukar - Grindavík 89-69 Stigahæstir: Sherrod Wright 24, Finnur Atli Magnússon 19/12 fráköst, Haukur Óskarsson 17 - Lewis Clinch 22/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Þor- leifur Ólafsson 10. Njarðvík - Snæfell 99-70 Stigahæstir: Myron Dempsey 21/12 fráköst, Björn Kristjánsson 17, Logi Gunnarsson 14/8 stoðsendingar - Viktor Marinó Al- exandersson 20, Árni Elmar Hrafnsson 16/7 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10. Domino’s-deild karla D-riðill Danmörk - Argentína 33-22 Svíþjóð - Barein 33-16 Katar - Egyptaland 20-22 HanDBoLti „Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálf- sögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auð- vitað met. Hann er líka langmarka- hæsti leikmaðurinn á HM í Frakk- landi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfar- inn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auð- vitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handbolta- landsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverk- um yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og mót- tækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótel- símanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við hönd- ina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir lands- liðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta mark- inu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hrein- lega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabar- áttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða ein- hverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Ein- hvern veginn veldur hún manni allt- af jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“ Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fagnar einu fimm marka sinna í leiknum gegn Spáni í fyrradag. NORDiCPHOTOS/GETTy sport 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 2 -1 0 F 4 1 B F 2 -0 F B 8 1 B F 2 -0 E 7 C 1 B F 2 -0 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.