Fréttablaðið - 14.01.2017, Page 26

Fréttablaðið - 14.01.2017, Page 26
Anna Lára tekur á móti blaða-manni á heimili sínu í blokk í Fellahverfi í Breiðholti. Það er lykt af pönnukökum í loftinu og grábröndóttur köttur þvæl-ist um fætur hennar. Íbúðin er björt og það er létt yfir henni. „Þær brunnu reyndar við, finnur þú enga brunalykt?“ spyr Anna Lára og segist hafa haft hugann við við- talið. Hún hefur ekki rætt ítarlega um eigið líf þrátt fyrir að hafa verið í sviðsljósinu. Það skiptir hana máli að koma hreint fram. „Ég vil enga glansmynd,“ útskýrir hún. Í þessari íbúð hefur Anna Lára búið með móður sinni og systrum svo lengi sem hún man eftir sér. Hún man ekki eftir því þegar þær mæðgur flúðu heimilisofbeldi, frá Ísafirði og í skjól í Kvennaathvarfið í Reykjavík. Tímanum þar. Eða eftir því þegar þær fengu aðstoð við að koma sér fyrir á nýjum stað. Í nákvæmlega þessari íbúð. Hún var enda aðeins ársgömul. Anna Lára vakti athygli á aðstæðum sínum í æsku áður en hún hélt utan til þátttöku í keppninni Miss World, sem fór fram í Washing- ton í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum og áður en hún fór blés hún til söfnunar til styrktar Kvennaathvarfinu. Stoltar af mömmu Anna Lára á fjórar eldri systur. Tvær eru dætur föður hennar, Svava og Bryndís, og búa í Dan- mörku og tvær eru dætur móður hennar, Monika og Sandra, og búa á Íslandi. „Það er gott samband á milli mín og systra minna. Þrátt fyrir erfiðleikana þá erum við fjölskylda. Eldri systur mínar muna vel eftir dvölinni í Kvennaathvarfinu og hafa sagt mér sögur. Við erum stoltar af styrk mömmu. Mamma hefur alltaf lagt áherslu á það að við séum sterkar og að styrkurinn komi að innan. Við erum allar mótaðar af þessu. Á góðan hátt tel ég,“ segir hún frá. „Ég fæddist á Ísafirði. Mamma er pólsk og pabbi er íslenskur. Mamma kom til Íslands þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Það er stórt skref fyrir mig að ræða um þessi mál en á sama tíma hef ég þörf fyrir að vera skýr og heiðarleg. Mömmu finnst líka erfitt að opna á þetta. En vonandi hjálpar það einhverjum að ég geti rætt þetta. Ég vona að fólk taki þessu vel. Ég er fyrst núna farin að sætta mig við það Anna Lára Orlowska, fegurðardrottning Íslands, er stolt af bakgrunni sínum. Móðir hennar flúði heimilisofbeldi og fékk skjól í Kvennaathvarfinu fyrir rúmum tuttugu árum. Anna Lára er þakklát fyrir aðstoðina sem þær mæðgur fengu og vill endurgjalda hana. Hún starfar sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð í Fellahverfi og vill aðstoða ungt fólk við að láta drauma sína rætast. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Mjög stolt af upprunanum hver pabbi er. Að hann sé alkóhólisti. Mamma hlífði mér í uppvextinum fyrir því sem gekk á á heimilinu áður en við fórum í Kvennaat- hvarfið,“ segir Anna Lára, sem segist samt hafa fundið á sér að ekki væri allt með felldu í sálar- lífi föður síns. „Mamma vildi aldrei banna mér að umgangast föður minn og hann hefur aldr- ei gert mér neitt. En ég fann fyrir óróa nálægt honum, tilfinningu sem mér finnst erfitt að koma í orð. Ég var því ekki mikið með honum, líka af því hann býr á Ísafirði,“ segir Anna Lára. Þakklát Kvennaathvarfinu „Þegar mamma flúði þá hafði hún engan og ekkert hér á Íslandi. Það var enginn sem hjálp- aði henni. Ekki einu sinni fjölskylda pabba. Kvennaathvarfið var því eina ráðið og það var heillaskref hjá mömmu að fara þangað. Þar fékk hún mjög mikla aðstoð. Þess vegna er ég þeim ævinlega þakklát og vil gefa til baka af mér til þeirra og samfélagsins,“ segir Anna Lára. Hún segir frá því að hún hafi fengið fjölmörg skilaboð frá konum sem hafa fengið aðstoð í Kvennaathvarfinu. „Ég fæ helst skilaboð frá konum sem eru þakklátar fyrir það að ég sé opinská með þetta. Þær hafa viljað deila því með mér að þær hafi dvalið þarna, en kannski ekki greint nákvæm- lega frá reynslu sinni, enda er það mjög erfitt. Mér þykir vænt um þetta.“ Móðir Önnu Láru segir móður sína hafa haldið vel utan um fjölskylduna og líka gefið af sér til samfélagsins. Hún er hennar helsta fyrirmynd. „Mamma er kölluð frú Orlowska og nýtur mikillar virðingar á meðal Íslendinga af pólsk- um uppruna. Hún vann lengi á Vinnumála- stofnun og aðstoðaði oft Pólverja sem voru í vandræðum eða að flytjast hingað. Hér heima var stöðugur gestagangur fólks sem leitaði ráða hjá henni. Líf okkar hefur breyst hægt og rólega,“ útskýrir Anna Lára. „Íbúðin hefur ekki alltaf verið svona,“ segir hún og horfir í kringum sig. „Það er mikið búið að breytast hér. Það komu tímabil þar sem við fundum fyrir skorti. Stund- um var ekki til matur í ísskápnum eða peningar fyrir fötum eða tómstundum, en það var nú samt alltaf hægt að redda því. Það er mömmu að þakka. Hún hefur alltaf verið mjög skipu- lögð, það var hennar mótleikur gegn skort- inum. Hún fór til dæmis alltaf á útsölurnar í janúar og skipulagði öll frí til Póllands með árs fyrirvara. Lagði fyrir í langan tíma áður,“ segir Anna Lára og segir ferðirnar til Póllands hafa verið mikilvægar. „Við fórum oft til Póllands á sumrin til að hitta fjölskylduna og þess vegna tala ég ágæta pólsku í dag. Mamma hefur viljað fara oftar seinni árin, hún þolir illa kuldann. það er heitara í Póllandi. Við eigum hús í Pól- landi í dag.“ Ísland er að breytast Anna Lára er sú fyrsta af erlendum uppruna sem er krýnd ungfrú Ísland og hún er stolt af því. „Fólki finnst það gaman. Að það sé ekki bara þessari dæmigerðu alíslensku fegurð sem er haldið á lofti. Að stúlka af erlendum upp- runa sé landkynning. Við erum öll falleg og við erum svo mörg hér á landi af öðrum uppruna sem erum líka Íslendingar. Ég var að minnsta kosti stolt af því að fá að vera fulltrúi Íslands og vera af erlendum uppruna. Mér þykir líka vænt um ættarnafnið mitt og vil halda því á lofti,“ segir Anna Lára sem segir móður sína hafa „Við erum öll falleg og við erum svo mörg hér á landi af öðrum uppruna sem erum líka Íslendingar. Ég var að minnsta kosti stolt af því að fá að vera fulltrúi Íslands og vera af erlendum uppruna.“ FrÉttablaðið/SteFán ÞAð er mikið búið Að breytAst hér. ÞAð kOmu tímAbiL ÞAr sem við fundum fyrir skOrti. stundum vAr ekki tiL mAtur í ís- skápnum eðA peningAr. ↣ 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 2 -3 3 8 4 1 B F 2 -3 2 4 8 1 B F 2 -3 1 0 C 1 B F 2 -2 F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.