Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 82
Kapphlaup er nú hafið meðal flug­ félaga heims um að bjóða upp á beint flug milli staða sem áður var ekki hægt að komast til nema með einu til tveimur stoppum. Hönn­ un flugvéla er alltaf að verða betri þannig að vélarnar eru sparneytn­ ari og komast því lengra á hverj­ um dropa en áður. Þá gera tíma­ bundnir farþegar meiri kröfu til þess að komast sem hraðast á milli staða. Flugfélagið Qantas hefur stað­ fest að það muni hefja beint flug frá London til Perth í Ástralíu þegar teknar verða í notkun nýjar Boeing 787 vélar, sem einnig eru þekktar sem Dreamliner. Áætlað er að fyrsta ferðin, sem er 14.498 km löng, verði farin í mars á næsta ári. Það verður að öllum líkindum fyrsta beina far­ þegaflugið milli Evrópu og Ástralíu. Til gamans má geta að Qan­ tas byrjaði að fljúga á milli stað­ anna árið 1947 þá var leiðin kölluð Kanga roo Route. Á þeim tíma tók flugið fjóra daga með níu millilend­ ingum. Flugið í mars 2018 mun að öllum líkindum taka 17 klukkutíma. Beint flug milli Evrópu og Ástralíu Mikil umræða hefur skapast víða um heiminn um Airbnb­íbúðaleigu. Nokkur umræða hefur átt sér stað í Kaupmannahöfn þar sem nú er rætt um að setja þak á leigudaga, líkt og hér á landi. Yfirborg­ arstjóri Kaupmannahafnar, Frank Jensen, segir að Airbnb megi ekki koma í veg fyrir frekari uppbygg­ ingu hótela í borginni. „Það er mjög gott að fólk hafi kost á að fá smá peninga fyrir eignir sínar meðan það er sjálft í sumarfríi eða þarf á aukapening að halda. Ég tel að Airbnb geti verið ágætt fyrir hag­ kerfið. En þetta má ekki verða ólögleg hótelstarf­ semi,“ segir hann. „Það væri því ekki úr vegi að setja þak á útleigudaga líkt og í Amsterdam,“ segir hann í samtali við Jyllands Posten. Framboð á leiguíbúðum til almennings hefur minnkað og er orðið mikið vandamál í Kaup­ mannahöfn eins og í mörgum öðrum borgum. Í Amsterdam má einungis leigja íbúðir gegn­ um Airbnb í 60 daga á ári. Þegar fólk hefur náð þeim dögum þarf að fjarlægja íbúðina af vefn­ um. Yfirborgarstjórinn bendir á, að á meðan margar Airbnb­íbúðir standi auðar á milli þess sem ferðamenn koma séu margir Danir hús­ næðislausir. Þar fyrir utan skapast oft ónæði fyrir nágranna þegar ferðamenn koma í og fara úr leiguíbúðum. „Margir íbúar hafa haft sam­ band við mig út af slíku ónæði,“ segir hann. Vilja þak á airbnb-útleigu Það getur reynst hausverkur að pakka ofan í tösku og mörgum þykir heldur leiðinlegt að hugsa fyrir öllu því sem þarf að hafa með og sjá til þess að ekkert gleymist. Hér eru nokkur ráð sem vonandi hjálpa til. l Vertu búin/n að þvo áður en þú hefst handa við að pakka svo allt sé til reiðu. Þú getur þess vegna brotið saman beint ofan í töskuna. l Pakkaðu niður höfuðfati. Það á jafnt við um sumar og vetur. Það heldur á þér hita yfir vetrartím­ ann og skýlir fyrir sól á sumrin. Ef ferðinni er heitið á sólríkan stað er líka gott að pakka klút til að skýla höfði og herðum. l Veldu efri og neðri parta sem passa saman. Sömuleiðis sokka og fylgihluti. Annars er hætt við því að þú endir eins og jólatré í lok ferðar. l Mundu að líklega notar þú ekki sparidress númer tvö í styttri ferðum svo slepptu því. l Ekki taka með þér föt sem þarf að strauja. l Ekki pakka einhverju sem þú hefur ekki klæðst áður eða mátað. Ef þú notar það ekki heima við er ólík­ legt að þú kunnir yfir höfuð við þig í því. l Ef þú manst eftir einhverju sem þú ætlar að taka með þér settu það þá strax niður. Ekki bíða með það. Þá er hætt við að það gleym­ ist. l Ef þú getur ekki hugsað þér að tapa einhverju sem þig langar að taka með skildu það þá eftir. Þetta á til dæmis við um skart­ gripi, tölvur og fínar handtöskur. l Mundu svo eftir snyrtivörunum, plástrum og sárabindum, nauð­ synlegum lyfjum, hleðslusnúrum, þeim raftækjum sem þú ætlar að taka með og vegabréfi. Mundu eftir höfuðfatinu Fimm ára ábyrgð 5 Opið: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardag frá 12:00 til 16:00 Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636 Verið velkomin í reynsluakstur! benni.is. VIÐ KYNNUM Á STÓRA SVIÐIÐ TIVOLI XLV FJÓRHJÓLADRIFINN OG SJÁLFSKIPTAN SPORTJEPPA Ævintýrið heldur áfram. Öll þekkjum við fjórhjóladrifnu Íslandsvinina frá SsangYong; Rexton, Korando og Tivoli, nú kynnum við á stóra sviðið nýjasta meðlim þessarar geðþekku jeppagrúppu; Tivoli XLV. Tivoli XLV er vel útilátinn og sækir rokkað útlitið til litla bróður síns og nafna, en er extra langur og einstaklega fjölhæfur. SsangYong jepparnir hafa vakið mikla athygli fyrir hönnun, hagstætt verð og frábæra aksturseiginleika. Tivoli XLV er þar enginn undan- tekning og býður uppá staðalbúnað sem er aðeins fáanlegur í mun dýrari sportjeppum. TIVOLI – VERÐ FRÁ: 3.290.000 KR. TIVOLI XLV – VERÐ FRÁ: 3.890.000 KR. B íllinn í þ essari aug lýsing u end ursp eg lar ekki end ileg a þ að verð o g þ ann b únað sem tilg reind ur er. A llar up p lýsing ar eru b irtar m eð fyrirvara um villur. B íllinn í þ essari aug lýsing u end ursp eg lar ekki end ileg a þ að verð o g þ ann b únað sem tilg reind ur er. A llar up p lýsing ar eru b irtar m eð fyrirvara um villur. FErðir Kynningarblað 14. janúar 20174 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 1 -F D 3 4 1 B F 1 -F B F 8 1 B F 1 -F A B C 1 B F 1 -F 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.