Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 48
E ftir sex ára þrotlausa vinnu mun fjórða og síð- asta bindið með eddu- kvæðunum senn líta dagsins ljós. Það fer í dreifingu í bókabúðir undir lok þessa mánaðar því formlegur út- gáfudagur er sunnudaginn 24. apríl nk. en þá fer fram dagskrá í Bók- menntahúsinu (Litteraturhuset) í Osló tileinkuð eddukvæðunum. Þessi maraþon-vinna hefur verið mikið strit, en jafnframt afskaplega gefandi. Ég hef lært mjög mikið og fengið glimrandi góða gagnrýni, m.a. fimm stjörnu dóm í stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang (VG), en rýnir blaðsins skrifaði að kvæðin í minni túlkun væri „lang- þráður viðburður og sannur unaður að lesa“,“ segir Knut Ødegård ljóð- skáld og þýðandi. Frá árinu 2013 hefur eitt bindi af þýddum eddukvæðum komið út ár- lega á vegum bókaútgáfunnar Cappelen Damm í Osló, en í allt verða þetta fjögur bindi sem sam- anstanda af 1.550 blaðsíðum og skiptast í bindi eitt og tvö sem geyma goðakvæðin og bindi þrjú og fjögur sem geyma hetjukvæðin. Í bókunum birtast kvæðin á forn- íslensku á vinstri síðu en endurort á norsku á hægri síðu. Öll bindin hefjast á efnismiklum formála eftir Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og Norðmennina Jon Fosse, sem er leikskáld og rithöfundur, Lars Roar Langslet, fyrrverandi menningar- málaráðherra, og trúarbragðasagn- fræðinginn Kari Vogt. Sjálfur skrif- ar Knut ítarlega eftirmála að öllum bindunum um kvæðin og einstök er- indi. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir ári útskýrðir þú valið á Jon Fosse og Vigdísi Finnbogadóttur, en hvers vegna leitaðir þú til Langslet og Vogt? „Lars Roar Langslet, fyrrverandi menningamálaráðherra og einn nán- asti vinur minn, lést í vetur sem leið. Formáli hans að þriðja bindi eddu- kvæðanna, sem út kom í fyrra, er eitt það síðasta sem hann skrifaði áður en sjúkdómurinn gerði honum ókleift að skrifa. Ég leitaði til hans af því hann var einn fremsti húman- isti sem við höfum átt í Noregi á síð- ari árum. Hann var afar vel að sér hvort heldur var um norrænar eða evrópskar bókmenntir og hann gat sett ljóðlistina í stærra menningar- legt samhengi. Ég leitaði til Kari Vogt, sem kom- in er á eftirlaun eftir að hafa starfað sem prófessor við Oslóarháskóla, og bað hana að skrifa formálann að lokabindinu af því hún er meðal fær- ustu trúarbragðasagnfræðinga Norðmanna. Á síðustu árum hefur hún markað sér stöðu sem fremsti fræðimaður okkar um íslam, en hef- ur fyrr á tímum unnið mikið með norræna goðafræði og eddukvæðin. Mig langaði til að fá sýn slíkrar fag- manneskju. Ég gerði mér vonir um að hún myndi ef til vill gera að um- talsefni hvernig íslam var hluti af menningarheiminum sem víkingar sigldu inn í, en þegar elstu eddu- kvæðin voru í mótun mættu forfeður okkar bæði kristindómi, gyðingum og íslam. En hún nefnir ekki íslam í formála sínum, sem þýðir væntan- lega að lítið fari fyrir áhrifum íslams í eddukvæðunum.“ Fólk er að týna sjálfu sér Spurður nánar um viðtökurnar ytra frá því fyrsta bindið leit dagsins ljós fyrir þremur árum segir Knut þær afar góðar. „Viðtökurnar við bók- unum hafa verið glimrandi góðar og ég hef fengið mikið af góðri gagn- rýni, jafnt í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Salan hefur verið góð og fyrsta bindið þegar verið endur- prentað auk þess sem búið er að gefa fyrstu tvö bindin út í kilju. Ég hef fengið boð um að lesa upp á há- tíðum, í bókabúðum og víðar. Alltaf er fullt út úr dyrum og áheyrendur hafa mikinn áhuga á efninu. Hafa ber í huga að nú um stundir upplifum við í Noregi nýtt vor fyrir norrænar bókmenntir. Á árunum sem ég vann að þýðingu minni á eddukvæðunum höfum við m.a. fengið nýja þýðingu á norsku á Heimskringlu, heildarútgáfu Íslend- ingasagnanna og Flateyjarbók. Og almenningur er áhugasamur, eins og sést í metaðsókn að fyrirlestra- röðinni „Norrænt vor“ sem fram fer í Bókmenntahúsinu í Osló nú á vor- dögum,“ segir Knut sem tekur þátt í dagskránni í Bókmenntahúsinu 24. apríl nk. og kynnir eddukvæðin. „Þar mun Gerður Kristný ræða við mig um eddukvæðin út frá hinu kvenlega sjónarhorni. Ég þýddi fyr- ir nokkrum árum ljóðabók hennar, Blóðhófnir. Það hittist svo skemmti- lega á að ég var einmitt að vinna með eddukvæðið Skírnismál þegar ég var beðinn að enduryrkja ljóða- bók Gerðar sem byggðist á sama kvæði. Áhugavert er að velta fyrir sér hvaðan þessi nýi og mikli áhugi komi nú um stundir á eddukvæðunum sem og öðrum norrænum bók- menntum í Noregi. Ég held að hluti svarsins liggi í því að Norðmenn finna fyrir aukinni þörf til að finna aftur rætur sínar, sjálfsmynd og sögu á tímum þegar svo margt hefur breyst í kjölfar iðnvæðingar, olíu- Leit að rótunum Fjórða og síðasta bindið af eddukvæðunum í þýðingu Knuts Ødegård er væntanlegt í Noregi síðar í þessum mánuði. Að baki liggur sex ára þrotlaus vinna, sem hefur að sögn þýðanda verið afskaplega gjöful. Fyrri bindin hafa fengið glimrandi dóma. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 LESBÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.