Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 48
E ftir sex ára þrotlausa vinnu mun fjórða og síð- asta bindið með eddu- kvæðunum senn líta dagsins ljós. Það fer í dreifingu í bókabúðir undir lok þessa mánaðar því formlegur út- gáfudagur er sunnudaginn 24. apríl nk. en þá fer fram dagskrá í Bók- menntahúsinu (Litteraturhuset) í Osló tileinkuð eddukvæðunum. Þessi maraþon-vinna hefur verið mikið strit, en jafnframt afskaplega gefandi. Ég hef lært mjög mikið og fengið glimrandi góða gagnrýni, m.a. fimm stjörnu dóm í stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang (VG), en rýnir blaðsins skrifaði að kvæðin í minni túlkun væri „lang- þráður viðburður og sannur unaður að lesa“,“ segir Knut Ødegård ljóð- skáld og þýðandi. Frá árinu 2013 hefur eitt bindi af þýddum eddukvæðum komið út ár- lega á vegum bókaútgáfunnar Cappelen Damm í Osló, en í allt verða þetta fjögur bindi sem sam- anstanda af 1.550 blaðsíðum og skiptast í bindi eitt og tvö sem geyma goðakvæðin og bindi þrjú og fjögur sem geyma hetjukvæðin. Í bókunum birtast kvæðin á forn- íslensku á vinstri síðu en endurort á norsku á hægri síðu. Öll bindin hefjast á efnismiklum formála eftir Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og Norðmennina Jon Fosse, sem er leikskáld og rithöfundur, Lars Roar Langslet, fyrrverandi menningar- málaráðherra, og trúarbragðasagn- fræðinginn Kari Vogt. Sjálfur skrif- ar Knut ítarlega eftirmála að öllum bindunum um kvæðin og einstök er- indi. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir ári útskýrðir þú valið á Jon Fosse og Vigdísi Finnbogadóttur, en hvers vegna leitaðir þú til Langslet og Vogt? „Lars Roar Langslet, fyrrverandi menningamálaráðherra og einn nán- asti vinur minn, lést í vetur sem leið. Formáli hans að þriðja bindi eddu- kvæðanna, sem út kom í fyrra, er eitt það síðasta sem hann skrifaði áður en sjúkdómurinn gerði honum ókleift að skrifa. Ég leitaði til hans af því hann var einn fremsti húman- isti sem við höfum átt í Noregi á síð- ari árum. Hann var afar vel að sér hvort heldur var um norrænar eða evrópskar bókmenntir og hann gat sett ljóðlistina í stærra menningar- legt samhengi. Ég leitaði til Kari Vogt, sem kom- in er á eftirlaun eftir að hafa starfað sem prófessor við Oslóarháskóla, og bað hana að skrifa formálann að lokabindinu af því hún er meðal fær- ustu trúarbragðasagnfræðinga Norðmanna. Á síðustu árum hefur hún markað sér stöðu sem fremsti fræðimaður okkar um íslam, en hef- ur fyrr á tímum unnið mikið með norræna goðafræði og eddukvæðin. Mig langaði til að fá sýn slíkrar fag- manneskju. Ég gerði mér vonir um að hún myndi ef til vill gera að um- talsefni hvernig íslam var hluti af menningarheiminum sem víkingar sigldu inn í, en þegar elstu eddu- kvæðin voru í mótun mættu forfeður okkar bæði kristindómi, gyðingum og íslam. En hún nefnir ekki íslam í formála sínum, sem þýðir væntan- lega að lítið fari fyrir áhrifum íslams í eddukvæðunum.“ Fólk er að týna sjálfu sér Spurður nánar um viðtökurnar ytra frá því fyrsta bindið leit dagsins ljós fyrir þremur árum segir Knut þær afar góðar. „Viðtökurnar við bók- unum hafa verið glimrandi góðar og ég hef fengið mikið af góðri gagn- rýni, jafnt í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Salan hefur verið góð og fyrsta bindið þegar verið endur- prentað auk þess sem búið er að gefa fyrstu tvö bindin út í kilju. Ég hef fengið boð um að lesa upp á há- tíðum, í bókabúðum og víðar. Alltaf er fullt út úr dyrum og áheyrendur hafa mikinn áhuga á efninu. Hafa ber í huga að nú um stundir upplifum við í Noregi nýtt vor fyrir norrænar bókmenntir. Á árunum sem ég vann að þýðingu minni á eddukvæðunum höfum við m.a. fengið nýja þýðingu á norsku á Heimskringlu, heildarútgáfu Íslend- ingasagnanna og Flateyjarbók. Og almenningur er áhugasamur, eins og sést í metaðsókn að fyrirlestra- röðinni „Norrænt vor“ sem fram fer í Bókmenntahúsinu í Osló nú á vor- dögum,“ segir Knut sem tekur þátt í dagskránni í Bókmenntahúsinu 24. apríl nk. og kynnir eddukvæðin. „Þar mun Gerður Kristný ræða við mig um eddukvæðin út frá hinu kvenlega sjónarhorni. Ég þýddi fyr- ir nokkrum árum ljóðabók hennar, Blóðhófnir. Það hittist svo skemmti- lega á að ég var einmitt að vinna með eddukvæðið Skírnismál þegar ég var beðinn að enduryrkja ljóða- bók Gerðar sem byggðist á sama kvæði. Áhugavert er að velta fyrir sér hvaðan þessi nýi og mikli áhugi komi nú um stundir á eddukvæðunum sem og öðrum norrænum bók- menntum í Noregi. Ég held að hluti svarsins liggi í því að Norðmenn finna fyrir aukinni þörf til að finna aftur rætur sínar, sjálfsmynd og sögu á tímum þegar svo margt hefur breyst í kjölfar iðnvæðingar, olíu- Leit að rótunum Fjórða og síðasta bindið af eddukvæðunum í þýðingu Knuts Ødegård er væntanlegt í Noregi síðar í þessum mánuði. Að baki liggur sex ára þrotlaus vinna, sem hefur að sögn þýðanda verið afskaplega gjöful. Fyrri bindin hafa fengið glimrandi dóma. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 LESBÓK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.