Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 LESBÓK Vinkonur heitir ný skáldsagaRögnu Sigurðardóttur semkom út á dögunum. Þetta er sjötta skáldsaga Rögnu, en hún hefur einnig gefið út ljóðabók og bókverk. Aðspurð hvernig hugmyndin að bókinni hafi borist henni segir Ragna að bækur verði stundum til á einkennilegan hátt og að kveikjan að þessari bók hafi eiginlega horfið úr sögunni áður en bókinni var lok- ið. Vinkonur verða til „Ég var í ræktinni að reyna að stytta mér stundir á hlaupabretti við að horfa á sjónvarpið. Ég fór að hugsa um konu sem þyrfti að fara í ræktina heilsu sinnar vegna en leiddist það óskaplega. Til þess að halda henni hlaupandi á brettinu myndi einkaþjálfarinn segja henni sögur. Ég fór að hugsa um þetta og út frá þessari aumu litlu kveikju, sem var ekki neitt neitt, fór af stað einhver saga og þá urðu til þessar þrjár persónur,“ segir Ragna og vísar þá í vinkonurnar Hafdísi, Láru og Júlíu sem bókin segir frá. „Mig langaði að skrifa um bernskuvináttu eða unglingavináttu vegna þess að þá erum við svo við- kvæm, það er stutt í kvikuna og vináttan ristir svo djúpt. Við kynn- umst persónum sögunnar þegar þær eru orðnar fullorðnar, en mig langaði að ná því fram að þegar les- andinn læsi um persónurnar full- orðnar vissi hann hverjar þær voru þegar þær voru unglingar. Ég vildi að þessi kvika væri sýnileg og út- skýrði að einhverju leyti gerðir þeirra. Þessi vinátta er svo mikilvæg, hún fylgir okkur alla ævi, bernsku- vinir eða vinir frá unglingsárum fylgja okkur stundum ævilangt, sama hvað maður gengur í gegnum. Bernskuvinir eru svolítið öðruvísi en aðrir vinir, það fylgir þeim fjöl- skylda og foreldrar og systkini, maður kemur inn á heimili, er kannski heimagangur einhverstaðar í mörg ár, og þetta verður allt öðruvísi vinátta en þegar maður kynnist fólki síðar á ævinni,“ segir Ragna og bætir við að sig hafi líka langað að fjalla um varnarleysi stúlkna og kvenna. „Vináttan er mjög sterk og djúp en það er líka samkeppni og afbrýðisemi sem kemur í ljós löngu síðar að er enn til staðar. Minningarnar hafa áhrif á nútíðina og tilfinningarnar. Þetta er eins og þegar maður kemur aft- ur til staðar þar sem maður dvaldi þegar maður var ungur og finnur fyrir þeirri persónu sem var.“ Myndlistin meðvitað þema Ein af aðalpersónum Vinkvenna er Hrafnhildur Lára sem er orðin einn af þekktustu listmálurum þjóð- arinnar og einn þráður fléttunnar í sögunni er portrett sem hún tekur að sér að mála af Hafdísi æsku- vinkonu sinni, sem er dóms- málaráðherra. Myndlist kemur ein- mitt oft við sögu í bókum Rögnu, en hún er myndlistarmaður og starfaði sem myndlistargagnrýn- andi í mörg ár. „Það er meðvitað þema hjá mér að fjalla um listir og hvernig listirnar koma inn í líf okk- ar á ólíkan hátt. Í Hinu fullkomna landslagi fjallaði ég um málverkafalsanir og það hvernig listin getur verið hluti af lífi okkar á svo marga vegu og í Bónusstelpunni kemur gjörningalist og samtímalist við sögu. Í Vinkon- um er það portrettmálverk af vin- konu. Ég hef myndlistarbakgrunn og hef skrifað mikið um myndlist og myndlistin á sér fastan stað í minni heimssýn og hugsun. Mér finnst skemmtilegt að nota skáld- söguna sem miðil til að fjalla um það að einhverju leyti þótt það sé ekki í forgrunni sögunnar.“ Vináttan getur verið góð og líka erfið „Í forgrunninum eru vinkonurnar og vináttan og allt í kringum hana, ekki bara hvað vináttan getur verið góð heldur líka hvað hún getur ver- ið erfið. Svo er það spurningin um valdið sem þær hafa hver yfir ann- arri á unglingsárunum og hvernig þær sem fullorðnar manneskjur, eins og Hafdís lendir í, þurfa að taka ákvarðanir sem skipta máli upp á líf og dauða. Þá fer vinátta fortíðarinnar aftur að leika stórt hlutverk.“ Vinátta sem fylgir okkur alla ævi Í nýrri skáldsögu, Vinkonum, segir Ragna Sigurðardóttir frá því hvernig vinátta sem myndast á barns- og unglingsárum mótar okkur alla ævi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þriðja bókin í Boonsboro-þríleik Noru Roberts, Vonarstjarna, kom út í vikunni. Líkt og fyrri bæk- urnar gerist hún í smábænum Boonsboro og segir frá ástum og örlögum Montgomery-bræðranna og gistihúsinu sem fjölskylda þeirra á. Í þriðju bók- inni er það hótelstýran sem laðast að yngsta bróð- urnum, en áður gengu út eldri bræður hans. Við sögu kemur líka húsdraugurinn Lizzy sem enn þráir löngu horfinn elskhuga. Halla Sverrisdóttir þýddi. Taktu til í lífi þínu! heitir bók eftir Marie Kondo og segir frá því hvernig beita megi að- ferð sem hún nefnir KonMari til að ná tökum á óreiðunni á heimilinu, fækka óþarfa hlutum og skipuleggja heimilið svo að óreiðan skjóti ekki upp kollinum að nýju. Marie Kondo er höf- undur aðferðarinnar sem um ræðir og hefur notið hylli víða um heim, bækur hennar hafa selst metsölu og hún er eftirsóttur nám- skeiðahaldari. Taktu til í lífi þínu Tvær nýjar bækur í bókaflokknum um Freyju og Fróða komu út á dögunum. Bæk- urnar eru eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og þriðja og fjórða bókin í flokknum. Í fyrri bókinni, Freyja og Fróði geta ekki sofnað, segir frá því er illa gengur að koma systkinunum í rúmið enda eru þau glaðvakandi og afar hug- myndarík. Í Freyja og Fróði í klippingu er aftur á móti sagt frá því þegar þau eru drifin í klippingu, en þeim líst ekki á blikuna. Nýjar Freyju og Fróða bækur Smámyndasmiðurinn segir frá því er hin 18 ára Nella heldur til Amsterdam til að hefja nýtt líf sem eiginkona vellauðugs kaupmanns. Morgun- gjöf hans til Nellu er skáphús sem er líkan af heimili þeirra og hún fær smámyndasmið til að útbúa eftirmyndir heimilisfólks en húsbúnaðar- munir smiðsins taka að spegla veruleikann á geigvænlegan hátt. Þetta er fyrsta bók Jessie Burton og hefur verið þýdd á 35 tungumál. Magn- ea J. Matthíasdóttir þýddi á íslensku. Dularfullar smámyndir Það vakti athygli í byrjun mars að huldukonan Elena Ferrante var til- nefnd til Alþjóðlegu Booker bókmenntaverð- launanna fyrir síðustu bókina í Napolífjór- leiknum, enda veit enginn hver Ferrante er. Þegar stuttlisti verðlaunanna var svo kynntur í síðustu viku var nafn hennar enn á listanum. Auk bókar Ferrante, sem heitir The Story of the Lost Child í enskri út- gáfu, er bókin A Strange- ness in My Mind eftir nób- elsverðlaunahafann Orhan Pamuk, sem hlotið hefur þessi verðlaun áð- ur, A General Theory of Oblivion eftir angólska rithöfundinn José Edu- ardo Agualusa, sem hefur einnig hlotið verðlaunin áður, The Vegetarian eft- ir suður-kóreska rithöfundinn Han Kang, A Whole Life eftir Austurríkis- manninn Robert Seethaler og svo The Four Books eftir kínverska andófs- manninn Yan Lianke, en hann komst líka á stuttlistann fyrir þremur árum. Þess má geta að skáldsaga hans, sem var tuttugu ár í smíðum, var bönnuð í Kína. Kínverski rithöfundurinn Yan Lianke. Ljósmynd/Georges Seguin (Okki) Alþjóðlegur Booker BÓKMENNTAVERÐLAUN Lokaþáttur þríleiks 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.