Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 53
Smáskífan sem var í efsta sæti Billboard í þrjár vik- ur. Moss er annar f.v. Ronn Moss er mikið fyrir háls- klúta og rúllukragaboli. Hann tekur sig vel út í sólinni í LA með rauðglerjuð sólgleraugu. Frá árinu 1987 og allt til ársins 2012 hafði leikarinn Ronn Moss þann að- alstarfa að túlka Ridge Forrester í langlífu sápuóperunni The Bold and the Beautiful. Árið 2012 hætti hann leik í sápunni þótt persónan Ridge Forrester sé alls ekki öll. Eft- ir að Moss hætti var enginn Ridge í þáttunum í tæpt ár en í desember 2013 kom nýr Ridge til skjalanna, leikinn af Thorsten Kaye sem nú túlkar hinn marggifta hönnuð og yfirmann hjá Forrester tískuhús- inu. Sló Bee Gees við Moss er fleira til lista lagt en að leika í sápuóperum. Hann er fædd- ur árið 1952 og hefur alið manninn í Los Angeles alla tíð. Ellefu ára gamall hóf hann að læra á tromm- ur, gítar og rafmagnsbassa og upp- úr tvítugu stofnaði hann ásamt fleirum hljómsveitina Player. Frægðarsól þeirrar sveitar reis hæst á seinni hluta níunda áratug- arins. Árið 1978 náði lag þeirra „Baby Come Back“ í efsta sæti Billboard listans og skaust uppfyrir „How Deep Is Your Love“ með Bee Gees. Sveitin átti nokkur önn- ur lög sem náðu þokkalegum vin- sældum. Þegar Moss ákvað að snúa sér að því að leika Ridge Forrester seint á níunda áratug síðustu aldar hafði hann minni tíma fyrir tónlistina og yfirgaf sveitina Player. Bandið hafði þó ekki sungið sitt síðasta og hafa sumir upphaflegu meðlima hennar komið saman í einhverri mynd síð- astaliðna áratugi, þótt sveitin hafi aldrei náð því flugi sem hún náði á níunda áratugnum. Moss hefur haft margt á prjón- unum frá því að hann tók þá ákvörðun að kveðja sápuóperuna B&B árið 2012 eftir 25 ár í sama hlutverki. Hann sagði raunar ekki alveg skilið við heim sápunnar því hann hefur leikið í belgísku sápu- óperunni Familie frá því í fyrra. Það gleðilega í brotthvarfi þessa máttarstólpa Forrester-fjölskyld- unnar úr heimi hinna Glæstu vona (sem er íslenskt heiti sápunnar víð- frægu) er auðvitað það að Moss hefur nú meiri tíma fyrir tónlistina. Hljómsveitin Player með Moss innanborðs kom fram í sérstökum hátíðarþætti af sápuóperunni General Hospital í fyrra og flutti þar sitt þekktasta lag, Baby Come Back. Þar með voru Ronn Moss og félagar úr Player komnir aftur. Telja verður líklegt að tengsl Moss við sápuheiminn hafi landað þeim þessari endurkomu, en í kjöl- farið fóru Moss og félagar í sitt fyrsta tónleikaferðalag í áratugi. Ronn Moss er þó með fleiri járn í eldinum. Á vefnum www.ronnsga- rage.com er hægt að horfa á þætti sem hann, eins og nafnið gefur til kynna, tekur upp í sínum eigin bíl- skúr. Í þáttum Moss kennir ýmissa grasa, samstarfskona hans Kelly Lang kemur í heimsókn í skúrinn og Moss tekur einlægt viðtal við bleikhærðu söngkonuna Dilönu í skúrnum líka! Fyrir þá sem syrgja brotthvarf Moss af skjánum eru þessir vefþættir kærkomnir. Þá er vefsíða kappans, www.ronnmoss- .com, mikil uppspretta upplýsinga um það nýjasta hjá þessum fjöl- hæfa leikara og tónlistarmanni. eyrun@mbl.is Ronn Moss með Katherine Kelly Lang sem hefur leikið Brooke Logan frá 1987. Myndin er tekin árið 2010 þegar heimsmeta- skrá Guinness útnefndi B&B vinsælustu sápuóperu heims. HVAÐ VARÐ UM RONN MOSS? Úr sápunni í tónlistina Susan Flannery lék Stephanie Forrester, móður Ridge, frá 1987 til 2012, jafnlengi og Moss. Enginn tók við hlutverki hennar heldur var Stephanie látin deyja í þáttunum. Ridge hefur ekki yfirgefið B&B þótt Moss sé hættur. Thorsten Kaye leikur hinn nýja Ridge. Tónlistarferill Moss gengur nú í endurnýj- un lífdaga eftir farsæl- an sápuóperuferil. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánud. 25. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 29. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sumarið 2016. ÚTVARP Tónlistarþátturinn Skúrinn á Rás 2 og Gamla bíó heiðra bílskúrsbandamenningu þjóðarinnar með tónleikaröð sem hefst fimmtudaginn 5. maí. Tónleikarnir verða þrennir og hljómsveitirnar, sem stíga á svið, eiga það sameiginlegt að hafa flutt tónlist sína í Skúrnum. Skúrinn er grasrótartónlistarþáttur þar sem leikin er tónlist ungra og efnilegra íslenskra hljóm- sveita. Margar af hljómsveitunum sem hafa leikið í Skúrnum hafa síðar slegið í gegn. Á fyrstu tónleikunum leikur Sykur ásamt Kviku og Par-Ðar. Kiriyama Family leikur á öðrum tónleikunum, 15. september, og Ylja á þeim þriðju, 16. febrúar 2017. Allir tónleikarnir verða fluttir í beinni útsendingu á Rás 2 og hefjast kl. 22. Miða- sala á tónleikana verður á midi.is. Bílskúrsböndin heiðruð Sykur spilar dansvæna, rafræna popptónlist. Ljósmynd/RÚV TÓNLIST Plötuútgáfan Falk og Plútó kynnir Opal Tapes Showcase á Paloma bar á laugardaginn 16. apríl. Þar munu koma fram tónlistarmenn sem eru á mála hjá Opal Tapes, en það er vel þekkt snælduútgáfufyrirtæki í Evrópu í dag. Báðar hæðir Paloma bar verða lagðar undir þennan einstaka viðburð. Lista- mennirnir fjórir sem koma þar fram eru þau J.Albert og Patricia frá Bandaríkj- unum og Basic house og Manse frá Bret- landi. Auk þeirra munu íslensku plötu- snúðarnir Gunnar Ewok, Frank Honest, Tandri og Nærvera þeyta skífum. Tónlistarmenn Opal Tapes á Paloma Tónlistin mun óma um Paloma á laugardagskvöld.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.