Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 56
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Natuzzi Ítalía Capriccio Model 2896 Lengd 195 cm. Áklæði ct.70. Verð 275.000,- ▲ Natuzzi Italia Borghese Model 2826 Lengd 220 cm. Leður ct.15. Verð 515.000,- ▲ Natuzzi Italia Quadro Model 2849 Lengd 200 cm. Leður Ct.10. Verð 475.000,- Lengd 167 cm. Leður Ct.10. Verð 435.000,- ▲ ▲ Natuzzi Italia Duse Model 2829 Lengd 206 cm. Áklæði ct.83. Verð 399.000,- Flottir sófar í Þar sem hönnun og gæði fara saman Natuzzi Það hefur varla farið fram hjá neinum að það virðist sem meðalaldur- inn á Facebook hafi lækkað um nokkra áratugi en fólk hefur tekið upp á því að setja inn barnamynd af sér í tilefni af barnamenning- arhátíð sem verður í næstu viku. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verk- efnastjóri Barnamenningarhátíðarinnar segir að hugmyndin hafi kviknað á fundi. „Nú verða allir börn næstu daga. Að finna barnið í sér. Þannig að ég tók af skarið og setti inn barnamynd af mér,“ segir Harpa og áður en hún vissi af voru allir farnir að „yngja“ sig upp. Hátíðin verður sett þriðjudaginn 19. apríl í Hörpu þegar þúsundir nemenda fjórða bekkjar munu stíga á stokk og frumflytja nýtt lag ásamt Polla Pönk. Hátíðin stendur yfir í sex daga og verður ýmislegt í boði. „Það er líka lögð mikil áhersla á þátttöku barna og unglinga. Það verða smiðjur og vinnustofur út um alla borg,“ segir Harpa Rut en dagskrána má finna á barnamenningarhatid.is. asdis@mbl.is Að finna barnið í sér Barnamyndir fylla nú Facebook. Ástæðan er barnamenningarhátíð sem stendur yfir dagana 19.-24. apríl í Reykjavík. Margir þekktir Íslendingar hafa „yngt sig“ upp á Facebook í tilefni af barnamenningarhátíðinni. Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Brynhildur Guðjónsdóttir eru meðal þeirra. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar. „Gysisnefnd ávað á fundi að láta hverinn gjósa einu sinni í viku og hefur verið talað um sunnudag í því sambandi. Geysir er frægt náttúrufyrir- brigði og það er kynslóð íslend- inga, sem hefur aldrei séð Geysi gjósa,“ sagði Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur í Morgun- blaðinu 23. júní 1982. Guð- mundur átti sæti í Geysisnefnd og var þarna var inntur eftir því hvort framhald yrði á því að láta Geysi gjósa á sunnudögum, „en síðastliðinn sunnudag stóð Geysisnefnd fyrir því að sett var sápa í hverinn og gaus hann þá myndarlegu gosi,“ eins og sagði í blaðinu. Guðmundur var spurður um það, hvort honum fyndist ekki að með þessu væri verið að óvirða þetta fræga náttúru- fyrirbrigði? „Þetta er alltaf matsatriði, en það er lítið gagn að Geysi ef enginn fær að sjá hann gjósa, það var því álit Geysisnefndar að stefna bæri að því að fólk gæti séð Geysi gjósa öðru hverju.“ Sagði hann umsjónar- mann Geysissvæðisins myndu sjá um að setja sápu í hverinn. GAMLA FRÉTTIN Sápugos í Geysi Ferðamenn við Geysi, samnefnara fyrir aðra goshveri heimsins. Morgunblaðið/RAX ÞRÍFARAR VIKUNNAR David Guetta, franskur plötu- snúður og tónlistarframleiðandi. Róbert „Robbie“ Sigurðsson, íslenskur landsliðsmaður í íshokkí. Luka Modric, króatískur landsliðs- maður í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.