Orð og tunga - 01.06.2012, Page 43
Anna B. Nikulásdóttir: Tölvutækur merkingarbrunnur
33
inniheldur 21 merkingarvensl og að auki ein vensl sem kallast Con-
ceptuallyRelatedTo sem eru ekki nánar skilgreind. A mynd 2 má sjá
vensl eins og UsedFor, HasProperty og IsA. Venslin HasProperty eru
sambærileg við venslin eiginleiki í merkingarbrunninum og IsA eru
yfirheitavensl. Merkingarbrunnurinn inniheldur einnig vensl sem
kalla mætti ConceptuallyRelatedTo, til að mynda merkingarlega skyld
orð sem tilheyra sama merkingarsviði án þess að hægt sé að skilgreina
venslin nákvæmlega.
Mynd 2: Dæmi um vensl í ConceptNet11
Mynd 3 sýnir sambærilegt dæmi úr merkingarbrunninum. Eins og sjá
má er margt sameiginlegt með dæmunum. Munurinn orsakast fyrst
og fremst af grunneiningum gagnagrunnanna. Merkingarbrunnurinn
er byggður út frá nafnorðum þannig að eins og er eru vensl á milli
sagna ekki fyrir hendi (sbr. eat - swallow, bake - eat á mynd 2). Eins er
þar einungis að finna einstök orð en ekki fleiryrt hugtök eins og til að
mynda seðja hungur eða fi/lgja uppskrift. Venslin eru ekki merkt inn á
íslenska dæmið þar sem merkingarbrunnurinn er ennþá í vinnslu, þ.e.
ekki hafa öll vensl fengið nafn og einnig geta fleiri en ein vensl verið
á milli orða. Kassarnir tveir tákna að orðin innan þeirra tilheyra sömu
merkingarþyrpingu. Þannig tengjast kaka, súkkulaðikaka og bakstur
sérstaklega sem og matur, matargerð, eldamennska o.s.frv. Einnig er vert
að taka fram að hér eru einungis sýnd einstök dæmi, mun fleiri orð
tengjast þeim sem hér eru sýnd.
11 http://csc.media.mit.edu/conceptnet