Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 53

Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 53
]ón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann 43 tveimur erlend-íslenskum orðabókum, Dansk-íslenskri orðabók (1992) og Ensk-íslensku orðabókinni (2006). Alls er hér um að ræða um 26.000 jafnheitasamstæður (með tveimur eða fleiri jafnheitum). Jafnt þetta efni sem efni talmálsskrárinnar veitir víða mikilvægan vitnisburð sem hingað til hefur aðeins verið nýttur að litlu leyti. I því sambandi er rétt að hafa í huga að hér er að nokkru á ferðinni annars konar orðafar en í megingögnunum. I talmálsefninu fer mikið fyrir sjald- gæfum og oft staðbundnum orðum sem lítið ber á í rituðum heimild- um. Meðal jafnheitanna hefur andspænið við erlend orð aftur á móti sín áhrif og þar ber meira á nýyrðum og lausmótuðu orðafari en í megingögnunum. 4 Viðfangsefni og markmið Eins og fram hefur komið er markmiðið með orðanetinu að rekja og greina merkingarvensl innan orðaforðans með áherslu á samheiti og hugtakavensl og láta setningarleg og orðmyndunarleg vensl vísa veg- inn í því efni. Viðfangsefnið er m.a. í því fólgið að móta viðeigandi efnisskipan og finna orðanetinu umgjörð og birtingarmynd við hæfi. Gagnaefnið er vitaskuld margþættara en svo að það eigi allt beint erindi við almenna notendur, og vinnugrunnur orðanetsins, sem gefið var nafnið Þcsárus, snýr fyrst og fremst að þeim sem vinna við grein- inguna og aðra þætti verksins. En til þess að koma verkinu á framfæri og opna aðgang að greiningunni var ákveðið að orðanetið ætti sérstaka vefsíðu, ordanet.is, þar sem það kæmi fram í orðabókarbúningi og auðvelt væri að leita og svipast um. Um vefsíðuna og innihald hennar verður fjallað nánar í 7. kafla en afmörkun þess sem þar birtist getur verið rúm eða þröng eftir atvikum. Akvörðun í því efni snýst ekki síst um það hvort eða að hvaða marki orðasambandagögnin sem liggja greiningunni til grundvallar eigi að vera sýnileg á yfirborðinu eða hvort merkingarþátturinn og merkingarvenslin séu höfð í fyrirrúmi. Hér var síðari leiðin valin en tekið skal fram að birtingarmyndin er enn í mótun og getur breyst í samræmi við framvindu greiningarinnar. Sé viðfangsefni orðanetsins skilgreint með hliðsjón af hefðbundn- um orðabókartegundum má segja að það spanni þau hlutverk sem samheita- og hugtakaorðabókum er ætlað að gegna. Sá munur er þó á að hér eru þessi hlutverk samofin og markmiðið er að varpa skýrara og breytilegra ljósi á merkingarlega stöðu einstakra flettna í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.