Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 64
54
Orð og tunga
flokkunar. Önnur og beinni aðgerð er að skipa saman skyldum flettum
undir tiltekna gagnategund í gagnagrunni orðanetsins. Meðal slíkra
gagnategunda eru Samheiti, Skyldheiti (merkingarskyldar flettur
sem ekki ná því að teljast samheiti (sbr. e. near-synonyms)), Andiieiti og
Merking, en síðastnefnda tegundin sameinar heila merkingarflokka
undir viðeigandi fyrirsögn. Oft er erfitt að dæma um samheiti því
skyldleikastigið er mismunandi og ýmsir aðgreinandi þættir hafa
þar áhrif, orðin geta tilheyrt ólíkum tíma og samfélagsgerð, haft ólíkt
stílgildi o.s.frv. Huglægt mat og innsæi þess sem greinir ræður því
hvernig greint er og þá fer ekki hjá því að nokkurs ósamræmis gæti.
Með það í huga eru tvær skyldar gagnategundir í boði þegar meta
skal samheitakennt orðafar.
Greining á merkingarvænslum á þann hátt sem hér var lýst tekur
jafnt til orðasambanda, samsetninga og orðhluta. í efni flettunnar hlát-
ur má m.a. greina eftirtalin samheiti: hláturgjarn, hláturmildur; galsa-
hlátur, gáskahlátur; holur [hlátur], tómlegur [hlátur]; vera að springa úr
hlátri, vera að rifna úr hlátri, verða vitlaus í hlátri; hviða, roka. Aðrar sam-
stæður bera fremur svip skyldheita: hálfkæfður [hlátur], krampakenndur
[hlátur]; dillandi [hlátur], galopinn [hlátur]; hlátur, fliss. Þá má einnig
greina andheiti: glaðvær [hlátur] - gleðisnauður [hlátur]; hávær [hlátur]
- lágvær [hlátur]. Loks má tengja saman flettur undir fyrirsögnum
innan tegundarinnar Merking: hlátur, hlæja, springa af hlátri (und-
ir hlátur); aðhlátur, Itafa <hann, hana> að hlátri, verða að hlátri (undir
aðhlátur); kuldahlátur, hlæja kuldahlátri, hlæja kalt (undir kuldahlátur).
Greining á efni annarra flettna á svo sinn hlut að því að byggja upp
þær samstæður sem hér hafa myndast.
6.2 Merkingarflokkun og samheiti
Merkingarflokkun flettnanna tekur enn sem komið er að mestu til
sagnaflettna en þar er greiningin í Orðaheimi höfð til fyrirmyndar svo
langt sem hún nær. Þorri sagnaflettnanna hefur verið flokkaður og
flokkun nafnorðaflettna er komin nokkuð á veg. í stað þess að byggja
upp fast og stigveldisbundið kerfi merkingarflokka eins og sterkust
hefð er fyrir í hugtakaorðabókum (sbr. m.a. Roget's Thesaurus ofEnglish
Words and Phrases (1988) og orðabók Dornseiffs, Der deutsche Wortschatz
nach Sachgruppcn (2004)) er farin sú leið að láta tengsl flokkanna
endurspeglast í skörun þeirra í milli og viðeigandi millivísunum. Ein-