Orð og tunga - 01.06.2012, Page 73
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann
63
Eins og ráða má af heiti greinarinnar er litið á gerð orðanetsins
sem beint framlag til endurmótunar almennrar orðabókarlýsingar í
samræmi við þær nýju forsendur sem rafræn gagna- og textavinnsla
hefur skapað. í stað þess að afmarka fjölda flettiorða og beina lýsing-
unni að einkennum hvers flettiorðs fyrir sig er tekist á við orðaforðann
í heild sinni með áherslu á innbyrðis samhengi og vensl.
Lýsing á samheitum og öðrum merkingarskyldleika annars veg-
ar og orðasamböndum hins vegar hefur ekki átt greiða samleið í
hefðbundnum orðabókum. Hér kallast þetta tvennt á og orðasam-
bandaefnið myndar uppistöðuna í merkingargreiningunni. Um leið
taka merkingarbær orðasambönd sér stöðu sem sjálfstæðar flettur og
flettulistinn umbreytist í safn merkingarlega einræðra flettna.
Orðabókarlýsing af þessu tagi á sér engin skýr takmörk og hún
verður því fyllri því meira efni sem tiltækt er til greiningar. Meðal
þess sem greiningin sýnir fram á er hversu virk orðin eru í setning-
arlegum og merkingarlegum venslum og þá virkni má bera að öðrum
mælikvörðum á gildi orða innan orðaforðans, svo sem tölulegum
upplýsingum um tíðni í rituðum textum.
Gagnvart hlutverki samheitaorðabókar er meginnýjungin fólgin í
því að geta metið skyldleika tiltekinnar flettu við merkingarskyldar
flettur með hliðsjón af setningarlegum venslum og styrkja með því þá
samheita- og hugtakaflokkun sem byggð er á liuglægu mati.
Með þessu sameinast ólík orðabókarhlutverk í samstæðri heild
sem mikilvægt er að hafa yfirsýn um þegar staðnæmst er við lýsingu
einstakra orða og gerð er grein fyrir breytileika þeirra í merkingarlegu
og setningarlegu samhengi. Þá kemur m.a. í ljós hvaða merkingar-
brigði eru virkari en önnur. Um leið skilar greiningin mikilvægum
gögnum til margs konar athugana á íslenskum orðaforða, til annarra
orðabókarverkefna og margs sem þar er við að fást. Það á meðal
annars við um gerð merkingarskýringa, þar sem lengi hefur verið
þörf á betri undirstöðugögnum.
Ritaskrá
Anna Björk Nikulásdóttir og Matthew Whelpton. 2010. Lexicon Acquisition
through Noun Clustering. LexicoNordica 17:141-161.
Dornseiff, Franz. 2004. Der deutsclie Wortsclmtz nach Sachgruppen. 8., völligneu
bearbeitete und mit einem vollstándigen alphabetischen Zugriffsregister
versehene Auflage von Uwe Quasthoff. Berlin: Walter de Gruyter.