Orð og tunga - 01.06.2012, Page 89
Umsagnir um bækur
79
um eða vel skipulagða inngangs- og leskafla með yfirheitum á borð
við Stafsetning og greinarmerki, Mismunandi tegundir ritsmíða og Vand-
meðfarin málfarsatriði og skipta þeim svo í undirkafla með lýsandi
heitum; Stór stafur og lítill, j inni í orði; Bréf, Umsóknir; Vandmeðfarin
orðasambönd o.s.frv. Atriðisorðaskráin á þó að auðvelda lesandanum
að fletta upp atriðum sem vefjast fyrir honum en það er óhentugt
að þurfa að leita mikið þar. Kaflinn Leiðbeiningar um gott mál: hóflega
formlegt ritað mál týnist hálfpartinn í uppflettihlutanum. Betur færi á
að hafa hann sem eins konar inngang að bókinni þvi að þar er fjallað
um mikilvægar forsendur málfarsleiðbeininga af því tagi sem gefnar
eru í bókinni.
I seinni hlutanum er ýmislegt nýtt og fróðlegt en efnisvalið er
nokkuð sundurleitt og ekki alltaf ljóst hvaða tilgangi það þjónar í riti
af þessu tagi. Hugtakalisti í málfræði (bls. 285-291) missir t.d. marks
vegna þess að dæmin vantar og Stafsetningarorðabókin stendur varla
undir sérstökum kafla (bls. 365-366). Sú ráðstöfun að skrá heimildir í
lok einstakra kafla og svo aftur í lok bókar er eflaust til þæginda fyrir
lesandann eins og efnið liggur fyrir en sennilega væri það óþarft ef
því væri skipað niður á markvissari hátt, t.d. í flettur og leskafla (sbr.
Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson).
Hugsanleg leið til þess að greina betur á milli þess sem er nýtt í
þessari bók og þess sem er tekið saman úr ýmsum handbókum og
hjálpargögnum um íslenskt mál væri að hafa fróðleik almenns efnis í
fyrri hlutanum og frumsamdar greinar og ítarefni í seinni hlutanum.
Með endurskipulagningu af því tagi mætti gera ritið mun aðgengi-
legra og einnig auka gildi þess fyrir þá sem eru kunnugir öðrum rit-
um á þessu sviði.
3 Efnistök
í Handbók um íslensku er víða notað orðalag á borð við Ekki er rétt að segja
X heldur á að nota Y (t.d. í tengslum við beygingu frændsemisorða á
bls. 20). Hér er að óþörfu fjallað um algeng máltilbrigði sem málvillur.
Nærtækara væri að segja að í formlegu máli sé mælt með X frekar en Y
þótt Y sé oft notað í daglegu máli. Leiðbeiningar af þessu tagi stangast
raunar á við umfjöllunina um hugtökin rétt mál, rangt mál, gott mál,
vont mál, málsnið o.fl. (bls. 79-82). Ef forsendur þess kafla lægju til
grundvallar allri bókinni og kæmu skýrt fram í inngangi væri minni
hætta á ósamræmi af þessu tagi.