Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 89

Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 89
Umsagnir um bækur 79 um eða vel skipulagða inngangs- og leskafla með yfirheitum á borð við Stafsetning og greinarmerki, Mismunandi tegundir ritsmíða og Vand- meðfarin málfarsatriði og skipta þeim svo í undirkafla með lýsandi heitum; Stór stafur og lítill, j inni í orði; Bréf, Umsóknir; Vandmeðfarin orðasambönd o.s.frv. Atriðisorðaskráin á þó að auðvelda lesandanum að fletta upp atriðum sem vefjast fyrir honum en það er óhentugt að þurfa að leita mikið þar. Kaflinn Leiðbeiningar um gott mál: hóflega formlegt ritað mál týnist hálfpartinn í uppflettihlutanum. Betur færi á að hafa hann sem eins konar inngang að bókinni þvi að þar er fjallað um mikilvægar forsendur málfarsleiðbeininga af því tagi sem gefnar eru í bókinni. I seinni hlutanum er ýmislegt nýtt og fróðlegt en efnisvalið er nokkuð sundurleitt og ekki alltaf ljóst hvaða tilgangi það þjónar í riti af þessu tagi. Hugtakalisti í málfræði (bls. 285-291) missir t.d. marks vegna þess að dæmin vantar og Stafsetningarorðabókin stendur varla undir sérstökum kafla (bls. 365-366). Sú ráðstöfun að skrá heimildir í lok einstakra kafla og svo aftur í lok bókar er eflaust til þæginda fyrir lesandann eins og efnið liggur fyrir en sennilega væri það óþarft ef því væri skipað niður á markvissari hátt, t.d. í flettur og leskafla (sbr. Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson). Hugsanleg leið til þess að greina betur á milli þess sem er nýtt í þessari bók og þess sem er tekið saman úr ýmsum handbókum og hjálpargögnum um íslenskt mál væri að hafa fróðleik almenns efnis í fyrri hlutanum og frumsamdar greinar og ítarefni í seinni hlutanum. Með endurskipulagningu af því tagi mætti gera ritið mun aðgengi- legra og einnig auka gildi þess fyrir þá sem eru kunnugir öðrum rit- um á þessu sviði. 3 Efnistök í Handbók um íslensku er víða notað orðalag á borð við Ekki er rétt að segja X heldur á að nota Y (t.d. í tengslum við beygingu frændsemisorða á bls. 20). Hér er að óþörfu fjallað um algeng máltilbrigði sem málvillur. Nærtækara væri að segja að í formlegu máli sé mælt með X frekar en Y þótt Y sé oft notað í daglegu máli. Leiðbeiningar af þessu tagi stangast raunar á við umfjöllunina um hugtökin rétt mál, rangt mál, gott mál, vont mál, málsnið o.fl. (bls. 79-82). Ef forsendur þess kafla lægju til grundvallar allri bókinni og kæmu skýrt fram í inngangi væri minni hætta á ósamræmi af þessu tagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.