Orð og tunga - 01.06.2012, Side 91

Orð og tunga - 01.06.2012, Side 91
Umsagnir um bækur 81 í samræmi við stöðu þekkingar á íslenskri málfræði. Á bls. 72 og 73 segir: „Forsetningar verða að atviksorðum þegar ekkert fallorð fer á eftir". Orðalag af þessu tagi er kunnuglegt úr kennslubókum um íslenska málfræði (sbr. Björn Guðfinnsson 1958:81, 84-85) en stenst ekki nánari skoðun. Nærtækara er að líta svo á að smáorð á borð við að séu ýmist forsetningar eða samtengingar og að það ráðist af stöðu þeirra í setningum (sjá t.d. umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni 2005:110- 113). Umræða um „fleiryrtar samtengingar" (bls. 171-172) er sama marki brennd. Þar endurómar hugtak úr úreltri skólamálfræði því að færð hafa verið rök fyrir því að svokallaðar fleiryrtar aukatengingar séu í raun settar saman úr atviksliðum og einyrtum aukatengingum (sbr. Halldór Ármann Sigurðsson 1981). Þá segir í HUI að orðin sem og er séu „stundum talin til fornafna" en margir vilji þó „heldur flokka þau með samtengingum" (bls. 44) eins og fræðilegur ágreiningur sé um málið. Skemmst er frá því að segja að fyrri greiningin byggist ein- göngu á skólabóka- og latínuhefð en sú síðari á málfræðilegum rök- um (sbr. Höskuld Þráinsson 1980). Þeir sem fást við skrif á opinberum vettvangi, t.d. fjölmiðlamenn, reka sig yfirleitt fljótt á að ýmis máltilbrigði sem þeim eru töm njóta lítillar virðingar í málsamfélaginu og kjósa því yfirleitt að sneiða hjá þeim. Ef HUI á að leiðbeina þeim sem eru í slíkum sporum þyrfti að taka saman miklu rækilegra yfirlit um „ambögur" ásamt skýringum og athugasemdum (sbr. Ara Pál Kristinsson 1998, Árna Böðvarsson 1992, Morgunblaðsþætti Gísla Jónssonar og Jóns G. Friðjónssonar um íslenskt mál o.s.frv.). Sennilega yrði slík samantekt þó efni í heila bók. 4 Lokaorð Handbók um íslensku veitir svör við „margs konar spurningum sem vakna við ritun" og er leiðbeinandi um margt það „í málnotkun, stafsetningu og ritun sem fólk á helst erfitt með" (bls. 5) en hún er ekki nógu „aðgengilegt uppsláttarrit", svo að vitnað sé í orðalag á bókarkápu, vegna þess að efnisskipan er of ómarkviss. Leiðbeining- arnar miða eflaust á sinn hátt að „eflingu og varðveislu íslenskrar tungu í ræðu og riti" eins og gert er ráð fyrir í reglum um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðurn en nokkuð vantar upp á að þær séu alltaf „byggðar á fræðilegum grundvelli" eins og kveðið er á um í sömu reglum; a.m.k. þyrfti stundum að segja lesendum betur frá því hvernig niðurstöður eru fengnar og af hverju mælt er með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.