Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 95
Umsagnir um bækur
85
Tore Kristiansen og Lars S. Vikor (ritstj.). 2006. Nordiske sprfikhald-
ningar. Ei meiningsmáling. Modeme importord i spráka i Norden IV.
Oslo: Novus foríag. 248 bls. ISBN 978-82-7099-439-7.
Níu bókarkaflar, auk tveggja viðauka, um viðhorf til notkunar á ensk-
um orðum í Norðurlandamálum. Efnið byggist á símakönnun sem
gerð var árið 2002. Úrtakið var um 500-1000 manns í hverju landi (801
á Islandi) og voru sömu spurningar, alls níu, lagðar fyrir alla aðspurða.
Úr þeim er unnið með megindlegum aðferðum. Um íslensku fjallar
Kristján Arnason í kaflanum „Island" (bls. 17-39). Meðal þess sem
fram kemur er að helmingur íslensku þátttakendanna í rannsókninni
notaði ensku daglega og er það umtalsvert meira en meðal aðspurðra
í hinum löndunum. íslensku þátttakendurnir voru eigi að síður nei-
kvæðastir gagnvart notkun ensku, einkum sem vinnustaðarmáls.
Yngstu þátttakendurnir voru þó mun jákvæðari gagnvart ensku en
þeir eldri. Þá kemur einnig fram að hærri launum og meiri menntun
fylgir í flestum tilfellum meiri notkun ensku, einkum talmáls.
Tore Kristiansen (ritstj.). 2006. Nordiske sprogholdninger. En masketest.
Modeme importord i spráka i Norden V. Oslo: Novus forlag. 183
bls. ISBN 978-82-7099-448-9.
Níu bókarkaflar um dulin eða ómeðvituð viðhorf íbúa á Norð-
urlöndum til enskra áhrifa. Notuð var sú aðferð sem nefnist
„matched guise test" (grímupróf), þar sem þátttakandi í rannsókn
metur sama mælanda tvisvar án þess að vita af því sjálfur. Um
íslensku skrifar Halldóra Björt Ewen í kaflanum „Island" (bls.
33-48). Meðhöfundur er Tore Kristiansen. Þátttakendur í íslenska
hlutanum voru um 350. Þeir hlustuðu á fimm hljóðupptökur með
lesnum fréttatextum, sem að mestu leyti voru samhljóða, og voru
beðnir að meta hve vel þeir teldu lesarana henta til að gegna
starfi útvarpsfréttamanns. Skyldu þeir leggja mat á það hversu
metnaðarfullir, aðlaðandi, greindir, traustvekjandi, duglegir, sjálf-
stæðir, áhugaverðir og afslappaðir lesararnir væru og raða þeim
svo með hliðsjón af því. I tveimur af upptökunum var sami lesari.
I annarri var komið fyrir nokkrum enskum orðum í textanum en í
hinni voru á sömu stöðum höfð íslensk orð. Rannsóknin miðast við
þessa tvo texta. Meginniðurstöðurnar eru þær að mat þátttakenda
á lesaranum var mun jákvæðara þegar hann las „hreina" textann en
þegar hann las þann sem hafði að geyma aðkomuorð. Það kom þó í
ljós að grímupróf af þessu tagi er erfitt að leggja fyrir Islendinga og
Færeyinga því að raunverulegt markmið rannsóknarinnar reyndist