Orð og tunga - 01.06.2012, Side 106

Orð og tunga - 01.06.2012, Side 106
96 Orð og tunga Ný útgáfa mannanafnabókar Guðrún Kvaran. Nöfn Islendinga. Ný útgáfa. Reykjavík: Forlagið. 2011. (662 bls.) ISBN 978-9979-53-546-1. ' Ný útgáfa af bókinni Nöfn Islendinga leit dagsins ljós 2011. Hún er endur- gerð bókarinnar sem fyrst var gefin út 1991 og samin af Guðrúnu Kvaran og Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni, en Guðrún er ein skrifuð fyrir nýju útgáfunni. Samkvæmt formála höfundar hefur allt verkið verið endurskoðað og aukið talsvert en markmið þess og búningur er í stórum dráttum óbreytt. Hlutverk þess er „að safna saman á einn stað sem flestum þeirra nafna sem vitað er að íslendingar hafa borið" og er einkum stuðst við manntöl og þjóðskrá. Verkið hefst á ítarlegum inngangi (næstum 30 síður) þar sem fyrst er gerð grein fyrir nýju útgáfunni en síðan fjallað um heimildir um mannanöfn, gerð grein fyrir mismunandi tegundum nafna - eiginnöfnum, millinöfnum og kenninöfnum - með tilvísun til mannanafnalaga, sagt frá mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fjallað um það sem hefur haft áhrif á nafnaval á ýmsum tímum. Þá er fjallað um myndun eiginnafna með viðskeytum og viðliðum og um gælunöfn. Síðustu kaflar inngangsins geyma ýmsar tölulegar upplýsingar um mannanöfn og tíðni þeirra svo og um tvínefni. Meginhluti bókarinnar er í orðabókarformi. Þar er nöfnunum, þ.e.a.s. eiginnöfnum og millinöfnum, raðað í stafrófsröð og nokkur fróðleikur um hvert nafn, alls um 6000 flettur. Greinarnar eru nokkuð mislangar en í þeim er a.m.k. gerð grein fyrir formlegum einkennum hvers nafns (ritmynd(um), kyni og beygingu), sagt frá sögu þess og útbreiðslu og fjallað um uppruna þess og/eða gerð. Þau nöfn sem hafa verið samþykkt á mannanafna- eða millinafnaskrá eru merkt sérstaklega. Jafnvel þótt nöfnum hafi fjölgað mikið frá eldri útgáfu og bókin lengst um nærri 50 síður gera breytt letur og þynnri pappír það að verkum að nýja bókin er talsvert þynnri og handhægari en sú fyrri. Norræn rit um orðabókafræði Loránd-Levente Pálfi. Leksikon over ordboger og leksika. 2. udgave. Under medvirken af Johnny Finnsson Lindholm. Kaupmannahöfn: Frydenlund. 2011. (640 bls.) ISBN 87-7887-976-0. Þetta ritgefuryfirlityfir danskarorðabækur, orðasöfn ogalfræðiritsem komið hafa út eftir 1990, hvort sem það er á bók eða í rafrænni útgáfu. Samkvæmt formála höfundar er því einkum ætlað að létta notendum upplýsingaleit með því að benda á nýleg dönsk uppsláttarrit, bæði orðabækur af öllu tagi og ýmiss konar sértæk orðasöfn, t.d. á tilteknum sérfræðisviðum. Bókin skiptist í þrjá hluta auk ítarlegs formála með notkunarleiðbeiningum og eftirmála. Fyrsti hlutinn er ætlaður til efnisleitar eftir lykilorðum og nefnist „Primær opslagsdel". Mörg lykilorðanna eru heiti á tungumálum (t.d. ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.