Orð og tunga - 01.06.2012, Page 106
96
Orð og tunga
Ný útgáfa mannanafnabókar
Guðrún Kvaran. Nöfn Islendinga. Ný útgáfa. Reykjavík: Forlagið. 2011. (662
bls.) ISBN 978-9979-53-546-1. '
Ný útgáfa af bókinni Nöfn Islendinga leit dagsins ljós 2011. Hún er endur-
gerð bókarinnar sem fyrst var gefin út 1991 og samin af Guðrúnu Kvaran og
Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni, en Guðrún er ein skrifuð fyrir nýju útgáfunni.
Samkvæmt formála höfundar hefur allt verkið verið endurskoðað og aukið
talsvert en markmið þess og búningur er í stórum dráttum óbreytt. Hlutverk
þess er „að safna saman á einn stað sem flestum þeirra nafna sem vitað er
að íslendingar hafa borið" og er einkum stuðst við manntöl og þjóðskrá.
Verkið hefst á ítarlegum inngangi (næstum 30 síður) þar sem fyrst er gerð
grein fyrir nýju útgáfunni en síðan fjallað um heimildir um mannanöfn, gerð
grein fyrir mismunandi tegundum nafna - eiginnöfnum, millinöfnum og
kenninöfnum - með tilvísun til mannanafnalaga, sagt frá mannanafnanefnd
og mannanafnaskrá og fjallað um það sem hefur haft áhrif á nafnaval á
ýmsum tímum. Þá er fjallað um myndun eiginnafna með viðskeytum og
viðliðum og um gælunöfn. Síðustu kaflar inngangsins geyma ýmsar tölulegar
upplýsingar um mannanöfn og tíðni þeirra svo og um tvínefni. Meginhluti
bókarinnar er í orðabókarformi. Þar er nöfnunum, þ.e.a.s. eiginnöfnum og
millinöfnum, raðað í stafrófsröð og nokkur fróðleikur um hvert nafn, alls um
6000 flettur. Greinarnar eru nokkuð mislangar en í þeim er a.m.k. gerð grein
fyrir formlegum einkennum hvers nafns (ritmynd(um), kyni og beygingu),
sagt frá sögu þess og útbreiðslu og fjallað um uppruna þess og/eða gerð. Þau
nöfn sem hafa verið samþykkt á mannanafna- eða millinafnaskrá eru merkt
sérstaklega. Jafnvel þótt nöfnum hafi fjölgað mikið frá eldri útgáfu og bókin
lengst um nærri 50 síður gera breytt letur og þynnri pappír það að verkum
að nýja bókin er talsvert þynnri og handhægari en sú fyrri.
Norræn rit um orðabókafræði
Loránd-Levente Pálfi. Leksikon over ordboger og leksika. 2. udgave. Under
medvirken af Johnny Finnsson Lindholm. Kaupmannahöfn: Frydenlund.
2011. (640 bls.) ISBN 87-7887-976-0.
Þetta ritgefuryfirlityfir danskarorðabækur, orðasöfn ogalfræðiritsem komið
hafa út eftir 1990, hvort sem það er á bók eða í rafrænni útgáfu. Samkvæmt
formála höfundar er því einkum ætlað að létta notendum upplýsingaleit
með því að benda á nýleg dönsk uppsláttarrit, bæði orðabækur af öllu tagi
og ýmiss konar sértæk orðasöfn, t.d. á tilteknum sérfræðisviðum. Bókin
skiptist í þrjá hluta auk ítarlegs formála með notkunarleiðbeiningum og
eftirmála. Fyrsti hlutinn er ætlaður til efnisleitar eftir lykilorðum og nefnist
„Primær opslagsdel". Mörg lykilorðanna eru heiti á tungumálum (t.d. ís-