Orð og tunga - 01.06.2012, Page 109
Ellefta ráðstefnan um norræna orðabókargerð í
Lundi 24.-27. maí 2011
Ráðstefna norrænna orðabókarfræðinga, 11 konferensen om lexikografi i Nor-
den, var haldin á vegum orðabókarritstjórnar sænsku akademíunnar, nor-
ræna orðabókafræðifélagsins (NFL) og norska málráðsins í Lundi í Sví-
þjóð dagana 24- 27. maí 2011. Ráðstefnuna sóttu um 150 manns, flestir frá
Norðurlöndunum en einnig frá Lettlandi, Litháen, Tékklandi, Þýskalandi,
Hollandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum.
A ráðstefnunni voru haldin 65 erindi í þremur málstofum og þar var
fjallað um ýmsa þætti orðabókargerðar. í megindráttum skiptist efni fyrir-
lestranna í umfjöllun um sögu orðabókarfræði og eldri orðabækur, um raf-
ræna útgáfu prentaðra orðabóka eða orðabókarverka sem stofnað var til
með útgáfu á bók í huga, og loks um orðabókargerð þar sem frá upphafi var
stefnt að rafrænum aðgangi, þ.e. að veflægum gagnagrunnum. Undir síðasta
liðinn falla fyrirlestrar um nýjan hugbúnað og aðferðir, auk kynninga á
nýjum orðabókarverkum. Ráðstefnurit er væntanlegt þar sem erindin munu
birtast.
Ráðstefnuna sóttu allmargir Islendingar, flestir starfsmenn orðfræðisviðs
Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ). Níu erindi voru
flutt sem tengdust íslenskum orðabókarverkum. Umfjöllun um Islex var þar
áberandi enda var markmiðið að kynna verkið fyrir fyrirhugaða opnun þess,
ádegi íslenskrar tungu 16. nóvember 2011. Þessi erindi voru fluttaf ritstjórum
verksins frá Islandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og samstarfsfólki þeirra.
Erindi tengd Islex voru þessi:
• Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir, SÁ: Islex - Resultat afnor-
disk sprogsamarbejde.
• Anna Helga Hannesdóttir, Háskólanum í Gautaborg, Margunn Rau-
set, Háskólanum í Bergen og Aldís Sigurðardóttir, DSL í Kaupman-
nahöfn: En-, tvá- eller flersprákig ordbok?
• Hákan Jansson, Háskólanum í Gautaborg: Parallellkorpusen sotn re-
surs i lexikografiskt arbete.
• Ylva Hellerud, Háskólanum í Gautaborg: Oversdttaren som lexikograf.
• Kristín Bjamadóttir, SÁ: Breaking aivay from tradition: Linking a data-
base ofinflection to an electronic dictionary.