Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 50 tegundir frekar en aðrar8,9,10 og getur þannig mótað gróðurfar. Áform eru um að stífla Þjórsá ofan Viðeyjar vegna fyrirhugaðar Hvammsvirkjunar. Rennsli Þjórsár meðfram Viðey myndi minnka mjög mikið en gert er ráð fyrir 15 m3/s lágmarksrennsli um farveginn eftir virkjun. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár á virkjunar- svæðinu nú um 325 m3/s.14 Sú nátt úrulega vernd sem Þjórsá veitir Við ey mun því að öllum líkindum rýrna mikið við stíflun árinnar ofan eyjarinnar. Árið 2008 leituðu land eigendur Viðeyjar eftir því við Umhverfisstofnun að eyin yrði frið- lýst sem friðland til vísinda rann- sókna (Brynhildur Briem, munnl. uppl., 2010) en vegna einangrunar eyjarinnar töldu þeir lífríki hennar hafa mikið vísindagildi. Meginmarkmið þeirrar rann- sókn ar sem hér er greint frá var að kanna gróður í Viðey í Þjórsá og bera hann saman við gróður á sam- bærilegu landi beggja vegna árinnar. Áhersla var lögð á að leita svara við eftirfarandi spurningum: – Hvaða gróðurgerðir er að finna í eynni? – Hver er þekja og tegunda sam- setn ing plantna í mismunandi gróð ur- og landgerðum í eynni og á sambærilegu landi á bökkum árinnar? – Finnast sjaldgæfar plöntuteg- und ir í eynni? Rannsóknin var unnin sumarið 2009 sem hluti af lokaritgerð í B.S.- námi fyrsta höfundar í náttúru- og umhverfisfræði við Landbún aðar - háskóla Íslands og var unnin und ir leiðsögn annars höfundar þessarar greinar. Viðameiri um fjöll un um efnið má finna í ofangreindri ritgerð frá árinu 2010.15 Rannsóknarsvæðið Rannsókarsvæðið nær yfir eyna Við ey í Þjórsá og bakkana beggja vegna árinnar (2. mynd). Eyin til- heyrir Stóra-Núpi í Gnúpverja- hreppi, Árnessýslu. Hún er aflöng, um 270 m löng, 190 mö breið og 3,2 ha að flatarmáli (1. mynd). Fjarlægð eyjarinnar frá norður bakka árinnar er 70–100 m en frá suðurbakka 80–165 m. Nokkur halli er í farvegi árinnar við Viðey og straumur talsverður. Viðmiðunarland á norðurbakka Þjórsár við Viðey er á basísku og ísúru gosbergi og setlögum frá fyrri hluta ísaldar16 en suðurbakkinn er hins vegar á Þjórsárhrauni, basísku og ísúru hraunlagi sem rann fyrir um 8.700 árum17. Sennilega er Viðey einnig hluti af hrauninu (Snorri Páll Snorrason, munnl. uppl., 2010). Rannsóknarsvæðið er í um 100– 114 m hæð yfir sjávarmáli. Þar er úrkoma ríkuleg og sumarhiti nokk uð hár á íslenskan mælikvarða. Samkvæmt veðurathugunum á Hæli (121 m h.y.s.), sem er 7 km norð vestan við Viðey, var meðalárs- úrkoma þar á árunum 1961–1990 1.117 mm; ársmeðalhiti 3,6°C, hiti í júlí 10,6°C og janúarhiti -1,8°C.18 Vitað er að eyin var fyrr á tímum eitthvað nýtt til vetrarbeitar, þó sennilega ekkert eftir 1940 (Valdimar Jóhannsson, munnl. uppl., 2010; Guð- björg Ámundadóttir, munnl. uppl., 2009). Fyrr á tímum var þangað einnig sóttur eldiviður (Guð björg Ámundadóttir, munnl. uppl., 2009; Brynhildur Briem, munnl. uppl., 2009) og gæsaregg (Valdimar Jóhannsson, munnl. uppl., 2010). Eftir 1950 hafa mannaferðir út í eyna verið strjálar. Þangað var þó farið á dráttarvél í janúar árið 1973 til að sækja tvílembu sem vart varð við í eynni haustið 1972.19 Í apríl árið 1999 var einnig farið út í eyna á báti til að sækja einlembu sem líklega hafði verið þar frá haustinu áður (Guðjón Guðmundsson, munnl. uppl., 2010). Þegar loftmynd af Viðey var skoð uð mátti ætla að þar væri að finna þrjár gróður- og landgerðir. Stærsti hlutinn er birkiskógur (2. mynd). Í honum sjást tvö lítil rjóður sennilega graslendi, það stærra vestar lega á eynni en hið minna nokkuð austan við miðju hennar. Á vesturodda eyjarinnar, undan straumi er síðan þriðja gerðin, áreyri, frekar lítil að flatarmáli (2. mynd). 2. mynd. Yfirlit yfir Viðey og nágrenni, byggt á gróðurkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.20 Rannsóknarsvæðið er afmarkað með rauðri strikalínu og reitir og reitaheiti eru sýnd með hvítu. Landfræðileg staðsetning Viðeyjar er sýnd á innskotsmynd af Íslandi. – Overviev of Videy and the river banks, based on a vegetation map from the The Icelandic Institute of Natural History (IINH). The study site is shown with a red dotted line and plots and plot names are shown in white. The geographical location of Videy Island is shown in the upper left corner. E2E1 A8h E2 H3xb E2 H1H3 H3x R2 by C5 E1 T5 H3x ey E1 H7 H1xb R2 by H1 R3 H1 H1/H7 by H7 V2 H1 V1 N4 V4 H6 H3 H4 H5 V3 H2 N3 N1 Hvammur V i ð e y Minni-Núpur + mosi 50% Þ J Ó R S Á + mosi 50% + mosi 30% framræst, þýft, beit + grasríkt Viðey HMS2010-AThM2012 150 m Ferju-hólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.