Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 90

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 90
Náttúrufræðingurinn 90 próteinum.34 Í ávaxtaflugunni hefur verið sýnt fram á að með því að hindra beint niðurbrot próteina má virkja sjálfsát og það getur hægt á taugahrörnun.35 Rannsóknir í músum þar sem sjálfsát er aukið með lyfjum segja svipaða sögu.6,36 Aukning á sjálfsáti getur því hægt á eða hindrað taugahrörnun. Í raun er málið þó ekki alveg svo einfalt, því þau ferli sem valda taugahrörnun hafa að því er virðist beinlínis áhrif á sjálfsát t.d. í Alzheimer sjúk- dómnum. Hindrun á sjálfsáti í flugu líkani af sjúkdómnum minnkar eitrunaráhrifin, sem bendir til þess að hluti af eitruninni sé vegna sjálfsáts.37 Sjálfsát er því ekki einungis varnarviðbrögð frum- unnar við eitruðum fjölliðum heldur grunnstarfsemi sem fer úrskeiðis og það sjálft getur valdið tauga- hrörnun. Í þeim sjúkdómum þar sem upphaf sjálfsáts fer úrskeiðis væri hægt að minnka hrörnun með því að koma því í gang, í þeim sjúk- dómum þar sem sjálfsátið nær ekki að klárast væri slíkt ekki til neins framdráttar. Hins vegar myndu nákvæm inngrip í sjálfsátsferlið vera heppileg fyrir sjúkdóma þar sem þekkt er hver áhrifin eru á sjálfsátsferlið. Tímasetning skiptir hér líka mjög miklu máli, það sem getur komið í veg fyrir uppsöfnun eitraðra próteina þarf ekki endilega að vera til hagsbóta þegar að sjúkdómurinn hefur náð að þróast. Líklega er það útskýringin á oft mótsagnarkenndum niðurstöðum rannsókna er tengjast virkjun á sjálfsáti gegn hrörnun. Þannig ætti að vera best að virkja varnar- viðbrögð frumnanna áður en þær eru orðnar of veikburða. Fyrirbyggjandi aðgerðir verða að eiga sér stað fyrir einhvern ákveðinn tíma. Brunninn verður að byrgja áður en barnið er dottið ofan í hann. Fyrirbyggjandi aðgerðir er tengjast sjálfsáti frumna? Hægt er að hafa áhrif á sjálfsát frumna með lyfjum38, þekktast er rapamycin39. Rapamycin hindrar enn sé margt á huldu. Fruman býr því yfir flóknum og nokkuð skilvirkum ferlum til að sjá til þess að prótein myndi rétta mynd- gerð innan frumunnar eða þeim er ella eytt. En hvað með mýlildis- myndandi eitraðar fjölliður utan frumunnar? Nýlega fannst í dreif- kjörnungum prótein sem seytt er og vinnur gegn myndun skaðlegra prótein fjölliða utan frumunnar.28 Ekki er vitað um sambærilegt kerfi í heilkjörnungum, en ef slíkt kerfi finnst í þeim þá myndi það kerfi skipta miklu máli í myndun eitraðra fjölliða utan frumu t.d. Aβ, cystatin C og annarra mýlildismyndandi próteina. Sjálfsát og upptaka á eitruðum fjölliðum Taugafrumur eru næmar fyrir upp- söfnun á skaðlegum próteinfjöl- liðum innan frumunnar og geta aukið sjálfsát til að eyða þeim. Án þess, t.d. í músum þar sem slökkt hefur verið á mikilvægum genum er tengjast sjálfsáti29,30 á sér stað taugahrörnun. Einnig má sjá að við upphaf taugahrörnunar í mönnum er aukning á innfrumun og leysikornum frumna.31,32 Þannig er sjálfsát líklega einskonar varnar- viðbragð. Ef skemmd prótein safnast upp innan frumunnar, eykst sjálfsát. Þessi kerfi eru því tengd, enda takmark þeirra það sama. Þetta eru varnarviðbrögð frumnanna og því geta taugafrumur brugðist við þeim hættum sem mögulega eitraðar prótein fjölliður skapa með því að auka eyðingu þeirra. Hins vegar er um viðkvæmt jafnvægi að ræða og of mikið sjálfsát getur einnig verið hættulegt og leitt til frumudauða.33 Sjálfsát virðist taka þátt í ákveðinni gerð af stýrðum frumudauða og of mikið sjálfsát getur því leitt frumur til dauða. Þannig getur hindrun á þessum varnarviðbrögðum frumna komið í veg fyrir dauða þeirra, þótt um skammtímalausn sé að ræða. Skortur á sjálfsáti getur ýtt undir taugahrörnun. Stóra spurningin er því hvort hið gagnstæða sé rétt, hvort aukið sjálfsát auki eyðingu á eitrandi Endurnýjun frumna og frumuhluta Ákveðnir vefir, t.d. húðin, eru í sífelldri endurnýjun og nýjar frumur koma í stað þeirra sem lokið hafa hlutverki sínu. Aðrir vefir eða frumugerðir, einkum taugafrumur miðtaugakerfisins, endurnýjast ekki nema í undantekningartilfellum. Það þýðir að sama taugafruman verður helst að lifa eins lengi og líf- veran sem hún tilheyrir. Fyrir slíkar frumur er mikilvægt að endurnýja undireiningar sínar, taugafrumur eru þannig sérstaklega viðkvæmar fyrir frávikum í endurnýjun. Allt sem vinnur gegn heilbrigði taugafrumna er líklegt til að geta valdið tauga- hrörnun. Frumur eru síbreytanlegar, þótt tvívíðar skýringarmyndir í kennslubókum gefi annað til kynna, og eru í raun í sífelldri endurnýjun. Þær taka t.d. upp eigin frumuhimnu í sífellu og mynda nýja, eyða og endurnýja frumulíffæri eins og hvatbera, mishratt eftir því hvaða frumugerð á í hlut. Eyðing efna á sér jafnan stað í leysikornum (e. lysosome), frumulíffæri er inni- halda niðurbrotsensím og hafa lágt sýrustig. Próteinum er einnig eytt af niðurbrotsensímum innan frumunnar (e. proteasome). Frumur geta bæði tekið upp mjög smáa hluti t.d. prótein með innfrumun (e. endocytosis) og stóra með frumuáti (e. phagocytosis), sem enda í leysi- kornum. Önnur leið til að enda í leysikornum er eftir sjálfsát (e. autophagy). Með sjálfsáti, getur fruman eytt t.d. eigin hvatberum. Eitt af fyrstu skrefum sjálfsáts er myndun sjálfsátsblaðra (e. auto- phagosome) sem síðar sameinast leysikornum. Niðurbrotsefnin eru svo endurnýtanleg til frekari upp- byggingar. Frumur stunda sjálfsát í svelti, sem sýnir að fruman getur sótt sér næringu og orku í eigin innviði. Þeim ferlum sem stjórna og taka þátt í sjálfsáti má kynnast með því að lesa yfirlitsgreinar22–25, enda hefur áhuginn á hlutverki sjálfsáts í starfsemi líkamans aukist til muna undanfarin ár. Þekking á hlutverki sjálfsáts í viðhaldi taugafrumna hefur einnig aukist hratt26,27, þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.