Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 82

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 82
Náttúrufræðingurinn 82 bakteríutegundum sem og þeim umhverfisaðstæðum sem eru til staðar hverju sinni. Ein megin- ástæða framleiðslu örvera á etanóli (og öðrum afoxuðum afurðum) er til þess að enduroxa NADH í NAD+ sem þarf ofar í glýkólýsu ferlinum.7 Örverur og æðri lífverur sem nota súrefni sem lokaelektrónuþega endur oxa NADH í NAD+ í hvat- berum sínum eða yfir frumuhimnur sínar og prótónustigull sem mynd- ast er notaður til þess að búa til orku (ATP) með oxandi fosfórun (e. oxidative phosphorylation). Gerj- andi lífverur geta þetta hins vegar ekki og bregðast því við með því að endur vinna NAD+ með framleiðslu á afoxuðum afurðum en það krefst elektróna sem fást með oxun NADH. Þeir umhverfisþættir sem skipta mestu máli varðandi fram- leiðslu lokaafurða við gerjun eru hita stig, styrkur hvarfefna og hlut- þrýstingur vetnis í kerfinu.7 Þannig hefur hækkandi hitastig þau áhrif að bakteríurnar geta farið nánast ein göngu í ediksýru- og vetnisfram- leiðslu vegna orkufræðinnar á bak við þau efnahvörf sem skipta máli.14 Aukinn hlutþrýstingur vetnis hefur hins vegar þau áhrif að framleiðsla beinist frekar í áttina að afoxuðum afurðum eins og t.d. mjólkursýru og etanóli. Aukinn styrkur hvarfefnis í lokuðu gerjunarkerfi hefur það í för með sér að mikið magn vetnis myndast og stýrir framleiðslunni í átt afoxaðra lokaafurða, m.a. etanóls. Þannig má í raun oft stýra fram- leiðslu lokaafurða ef umhverfis- þátt um er stjórnað. Einnig hefur ver ið sýnt fram á það að einangrun baktería við mismunandi hitastig gefur oftast af sér annars vegar stofna sem eru öflugir etanólfram- leið endur (50–65°C) eða öflugir edik sýru og vetnisframleiðendur (70–75°C).14 Hitakærar bakteríur sem framleiða etanól Áhugi manna á etanólframleiðslu með hitakærum bakteríum má rekja til olíukreppunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrstu vísindagrein- arn ar um viðfangsefnið birtust upp úr 1980 þar sem bakteríurnar Thermo anaerobacter brockii og Closti- dium thermocellum15,16 voru rann- sak aðar. Síðar voru aðrar bakteríur innan ættkvíslarinnar Thermo anaero- bacter rannsakaðar17,18,19,20 auk bakt- er ía innan ættkvíslarinnar Thermo- anerobacterium5,13. Flestar þessara bakt ería voru með ágæta nýtingu á etanólframleiðslu eða á milli 1,5– 1,7 mól EtOH/mól hexósu. Besta nýt ing in sem þekkt er fékkst hjá Thermo anaerobacter ethanolicus, eða 1,9 mol EtOH/mól glúkósa í sírækt.9 Meginvandamálið við notkun hita kærra baktería við framleiðslu á etan óli var þó yfirleitt að nýtingin er oftast mun lægri en þetta og er ekki stöðug auk þess sem að bakteríurnar þola mun lægri hvarfefnisstyrk og etanólstyrk en t.d. gersveppir.12,13 Helstu tegundir hitakærra bakt- er ía sem eru þekktar sem góðir etanól framleiðendur tilheyra ætt- kvísl unum Clostridium, Thermo- anaero bacter og Thermoanaero- bacter i um. Af þessum ættkvíslum er Clostridium langstærst eða með yfir 200 tegundir, en þar af eru um 15 hitakærar. Þessar bakteríur hafa fengið aukna athygli á síðustu áratugum vegna áhugaverðra gerjunar ferla. Auk etanólframleiðslu eru tegundir sem geta einnig framleitt bútanól og lífræna leysa eins og aceton.21 Einnig eru margar þeirra með sellulasa og hemisellulasa virkni og geta því brotið niður fjölliður án formeðhöndlunar.16 Þessar bakteríur eru grómyndandi og finnast oft í umhverfi þar sem lífrænt efni rotnar. Tvær hita- kærar Clostridium tegundir hafa einna mest verið rannsakaðar m.t.t. etanólframleiðslu, þ.e. C. thermo- cell um og C. thermohydrosulfuricium (kallast nú Thermoanaerobacter thermohydrosulfuricum).16,22,23 Bæði Thermoanaerobacter og Thermoanaero- bacterium eru ættkvíslir sem tilheyra fylkingu Firmicutes og flokk Clostr- idia. Thermoanaerobacterium var fyrst lýst árið 1993 þegar tveim hita- kær um bakteríum, einangruðum úr Yellowstone, var lýst sem gátu brot ið niður xýlan.24 Í dag eru níu tegundir þekktar innan ættkvísl ar- innar og hafa þær verið einangraðar úr bæði hverum og heitu affallsvatni úr verksmiðjum.25,26 Nokkrar teg- und ir eru mjög góðir etanól (og vetn is) framleiðendur eins og t.d. Theroanaerobacterium saccharo- lytic um27 og Thermoanaerobacterium aciditolerans.28 Bakteríur innan ætt- kvíslarinnar Thermoanerobacter eru mjög líkar Thermoanaerobacterium. 2. mynd. Framleiðsla á etanóli úr einföldum (1° framleiðsla) og flóknum (2° framleiðsla) lífmassa. – Production of ethanol from simple (1° production) and complex (2° production) biomass.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.