Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 77
77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
hungri.42 Ekki er hægt að útiloka
þennan möguleika en mikil nýliðun
árið 2007 án samsvarandi breytinga
í um hverf inu dregur úr líkum
á þessari skýringu.43 Hækkandi
sjávar hiti var þó nefndur sem
skýring á slakri nýliðun hjá sandsíli
í Norðursjó um aldamótin.44 Einnig
er rétt að nefna þann möguleika
að breytingar á straumum upp
við landið hafi orðið til þess að
sandsílaseiði hafi rekið á haf út og
glatast. Það þyrfti þá að hafa gerst á
öllum svæðum samtímis, sem virð-
ist frekar ólíklegt. Auk þess er ekki
vitað til þess að árið 2007, sem skil-
aði þokkalegri nýliðun hjá sandsíli,
sé frábrugðið öðrum árum hvað
strauma varðar.43
Þessar rannsóknir hafa staðfest
fyrri athuganir á samspili lunda
og sandsílis við Vestmannaeyjar.7,8
Íhuga þarf hvort einhver önnur
fæða geti komið í stað sandsílis
og staðið undir varpi lunda í Vest-
mannaeyjum og augljósast er að þá
sé horft til loðnu eða síldar. Báðar
þessar tegundir eru þekktar sem
fæða verpandi lunda annars stað-
ar,7,8,45 en vegna útbreiðslu seiða
þeirra er ólíklegt að þær geti komið
í stað sandsílis sem aðalfæða lunda
við Vestmannaeyjar. Loðnu seiði
sem klekjast við Suðurland á vorin
rekur yfirleitt vestur og norður fyrir
land.46 Auk þess er mögulegt að
vægi loðnuhrygningar við Norður-
land aukist vegna hlýnunar sjávar.
Þegar þessar rannsóknir hófust
fór stofn síldar vaxandi en vegna
sýkingar hefur hann minnkað mikið
undanfarin ár.35 Eitt helsta hrygn-
ingarsvæði stofnsins er í grennd
við Vestmannaeyjar,16 en ósennilegt
er að síldarseiði geti nýst verpandi
lunda. Íslenska síldin hrygn ir um
mitt sumar og seiði hennar klekjast
síðsumars og eru því ólíkleg til að
nýtast lundum það sama ár. Árs-
gamlar síldar alast að mestu leyti
upp fyrir norðan land16 og eru því
ekki aðgengilegar lundum í Vest-
mannaeyjum. Í Noregi, þar sem
síldar seiði eru mikilvæg fæða verp-
andi lunda, hrygnir síldin að vori
og nokkuð stálpuð síldarseiði eru
aðgengileg fuglunum.47
Lélegan varpárangur hjá lunda í
Vestmannaeyjum undanfarin ár má
að öllum líkindum rekja til þess að
sandsíli innan hæfilegrar fjarlægðar
hefur skort. Því er eðlilegt að draga
þá ályktun að varp lunda nái sér
ekki á strik fyrr en stofn sandsílis
stækkar. Til að það gerist verður
nýliðun sandsílis að vera góð, helst
nokkur ár í röð. Það sem dregur úr
líkunum á því er að annars vegar fer
fækkandi gömlum og stórum fisk-
um í stofninum sem líklega skipt ir
miklu máli því hrogna framleiðsla
vex með stærð.14 Hins vegar veldur
smæð sandsílastofnsins því að nýr
árgangur, þótt stór sé, lendir strax
í miklu afráni frá fiskum, hvölum
og sjófuglum. Þar með hafa líkur
á því að sá árgangur nái að hrygna
minnkað verulega.
Niðurstöður þær sem hér eru
kynnt ar bera þess merki að bæði
lundi og sandsíli við Vestmannaeyjar
eiga undir högg að sækja. Þótt gera
megi ráð fyrir að athugun á annarri
tegundinni geti sagt fyrir um það
hvernig hin hafi það, virðist það
ein göngu eiga við um í grófum
drátt um. Þannig sjást ekki augljós
tengsl fjölda sandsílis við eyjarnar
og ákvarðanna sem lundar taka.
Sem dæmi hófst varp í óvanalega
mörg um holum vorið 2010 án þess
að vitað væri um meira sandsíli við
eyjarnar en önnur ár. Einnig var við-
koma lunda betri sumarið 2012 en
rannsóknir á sandsíli gáfu fyrirheit
um. Aftur á móti virðist sem stóri
2007 árgangurinn af sandsíli hafi
stöðvað pysjudauða seinni hluta
þess sumars. Sá árgang ur gæti líka
hafa orsakað það að margir lundar
hófu varp vorið eftir, þótt varpið
misfærist síðan að mestu. Frekari
rann sóknir gætu varp að skýrara
ljósi á tengsl þessara tegunda við
Vestmannaeyjar.
Þegar á heildina er litið er
ekki hægt að segja að útlitið sé
bjart fyrir lunda og sandsíli við
Vestmannaeyjar. Ef ekki kemur
eitthvað algjörlega óvænt upp á, má
leiða líkur að því að varpárangur
lunda í Vest manna eyjum fari ekki
að lagast fyrr en stofn sandsílis við
eyjarnar hefur braggast. Líkur á
því að það gerist hratt virðast því
miður ekki miklar.
Summary
Recruitment failure of Atlantic
puff ins Fratercula arctica and
sandeels Ammodytes marinus in
Vestmanna eyjar islands
An apparent lack of sandeel at the south
and west coasts of Iceland caused breed-
ing failure of several seabird species in
2005, including the puffin. The follow-
ing year a research on the sandeel stock
near Vestmannaeyjar islands was initi-
at ed and in 2007 a study on puffin
breeding biology (Fig. 3, Tables 1 & 2).
In normal years the bulk of puffin
harvest has been immature birds but
more recently the catch has shifted to
older age classes of birds (Fig. 5). Puffin
breeding production was non-existent
in 2010 and 2011 and has been poor in
other years of this study (Table 3). With
the except ion of 2010, eggs have been
laid in fewer burrows than can be
consid ered normal (Table 3). A relative-
ly few fledglings with low body mass
have been found on the island of
Heimaey in recent years (Figs. 6, 7 & 8).
Also, a high mortality rate has been ob-
served among hatched chicks (Fig. 9).
Diet studies of chicks and adult puffins
indicate that sandeel is the preferred
prey (Figs 10 & 11). The recorded poor
breeding performance of puffins at the
colony is most likely caused by low
sandeel density nearby. Alterna tively,
sand eel was found so far away from the
colony (Fig. 12) that the foraging cost
became to high. The results sugg est that
access to suitable sand eels may be a
major factor in deter mining puffin
breed ing production.
The stock size and density of the
Vestmannaeyjar island‘s sandeel popula-
tion is very small compared to other ar-
eas in Iceland, with no signs of an appar-
ent recovery. With the exception of the
2007 cohort, recruitment has been poor
near Vestmannaeyjar islands and in oth-
er research areas (Fig. 13). Overall, sand-
eel density has steadily declin ed since
monitoring started, with the density
near Vestmanna eyjar islands at a con-
sistently low level (Fig. 14). The reason
for the crash of the Icelandic sandeel