Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 69
69 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags tönnunum til að fá sílin til að flýja upp úr botninum og þau lendi þá í neti plógsins. Veiðni mismunandi gerða plóga var borin saman á 38 stöðvum og var ekki marktækur munur á veiðni þeirra (Parað t-próf: t = -0,9, frítölur = 37, P = 0,3). Á plógstöðvum voru kannaðir á bilinu 310 til 360 m2 af botni í hvert skipti. Fjöldi stöðva á hverju svæði ræðst af stærð þess og hlutfall plóga og toga hefur ráðist af aðstæðum hverju sinni. Þó hefur stöðvum fjölg að á milli ára (2. tafla). Á hverri stöð voru 100 sandsíli lengdarmæld og að auki voru 50 tekin frá til kvörnunar og vigtunar í landi og afgangurinn talinn. Ef fjöldi sandsíla hefur verið minni en þetta hafa öll verið athuguð. Aldur sandsíla var ákvarðaður í landi með lestri kvarna en þá eru árhringir í kvörnunum taldir. Fjöldi aldursgreindra sandsíla hefur verið á bilinu frá um 600 árið 2007 upp í um 1.700 árið 2008. Gögn eru sam- einuð frá þremur öðrum rannsókna- svæðum til að bera saman við upp- lýs ingar frá svæðinu við Vestmanna- eyjar að Vík (2. tafla). Einnig hefur vísitala á þéttleika sandsíla verið metin út frá veiðni í plóginn og sett fram sem fjöldi á flatareiningu úr þeim plógum þar sem síli fékkst. Þá hafa verið teknar saman upp- lýsingar frá Hafrannsókna stofn un um fjölda sandsíla í mögum ýsu, undanfarin fjórtán ár. Þeim gögnum hefur verið safnað árlega að haust- lagi af rann sókna skipum. Hér er niðurstöðum frá öllum fjór um rannsóknasvæðum á sandsíli slegið saman og kannað hlutfall ýsumaga sem innihalda sandsíli. Niðurstöður Aldursgreiningar fugla úr lunda- veiði frá árunum 1996 og 1999 voru í grófum dráttum svipaðar. Þó veiddust bæði hlutfallslega fleiri þriggja ára og færri fjögurra ára og eldri árin 1996 og 1999 samanborið við meðaltal áranna 1961–1982 og var munurinn meiri 1999 (5. mynd). Árið 2007 veiddist lítið af tveggja ára lundum en meira bar á þriggja ára gömlum fugli en í meðalári. Aldurshlutföll í veiðinni breyttust áfram árið 2008 því mjög lítið veiddist bæði af tveggja og þriggja ára fuglum. Frá árinu 2009 til 2011 hefur þessi þróun haldið áfram og fáir tveggja og þriggja ára fuglar hafa veiðst en uppistaðan í veiðinni verið lundar fjögurra ára og eldri (5. mynd). Fjöldi lundahola í notkun (ábúð- ar hlutfall) gefur til kynna það hlut- 5. mynd. Aldur lunda í háfaveiði í Vestmannaeyjum. Hvítu súlurnar sýna meðaltöl merktra fugla af þekktum aldri. Gráu súlurnar sýna niðurstöður frá 199625 og 1999 (gögn frá Gísla Óskarssyni). Lituðu súlurnar sýna niðurstöður úr þessari rannsókn. Sýnd eru 95% öryggismörk hlutfalla. – Age of puffins caught with pole nets in Vestmannaeyjar islands. White columns demonstrate age of ringed birds of known age. Grey columns show results from 199625 and 1999 (data from Gísli Óskarsson). Other colours represent data from this study. Proportions are shown with 95% confidence limits. 3. tafla. Yfirlit þátta sem athugaðir voru til að lýsa varpárangri lunda í Vestmannaeyjum 2007–2012. – An overview of variables analysed to estimate the breeding success of Atlantic puffins in Vestmannaeyjar islands 2007–2012. Ábúðarhlutfall er hlutfallslegur fjöldi varphola sem orpið er í. Varpárangur er hlutfall eggja þar sem pysjur komast á legg. Viðkoma er hlutfall hola með upp komn ar pysjur (margfeldi ábúðarhlutfalls og varpárangurs). Heildarfjöldi pysja er margfeldi viðkomu og heildarfjölda varphola (1.120 þúsund26). – Burrow occupation as the ratio between no. of burrows with eggs versus no. of available burrows. Breeding success as proportion of eggs hatched. Breeding production as no. of puffin fledglings per no. of breeding burrows. Total no. of puffin fledglings calculated by multiplying breeding production and no. of available breeding burrows (estimated as 1.120.00026). * Áður útgefið ábúðarhlutfall fyrir 2011 (38,8%, n = 5026) var byggt á minna úrtaki, en hér er bætt við niðurstöðum úr 75 holum. – * An earlier estimate (38.8%, n = 5026) was based on a smaller sample. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Ábúðarhlutfall % – Burrow occupation % 60,4 66,2 52,3 74,4 23,2 * 51,0 Afrækt egg % – Eggs deserted % 60 26 42 82 100 58 Dánarhlutfall pysja % – Fledglings death rate % 10 70 57 100 – 11 Varpárangur % – Breeding success % 36 22 25 0 0 37 Viðkoma % – Fledglings production % 22 14 13 0 0 16 Heildarfjöldi pysja – Total no. of chicks 246.000 161.000 147.000 0 0 177.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.