Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 40 ólíkleg því hafsvæðið milli Íslands og Kanada er of mikil hindrun fyrir tegundina. Bæði er hafsvæðið mun dýpra en þekkt dýptarsvið tegund- ar innar11 og straumáttir eru óhag- stæð ar fyrir lirfurek frá Kanada til Íslands.12 Tilvist kvendýra með egg og mikið magn lirfa í svifi sýnir ótvírætt að krabbinn er farinn að fjölga sér á Íslandsmiðum.9 Miðað við aðrar algengar krabbategundir í Hvalfirði, svo sem bogkrabba (Carcinus maen as) og trjónukrabba (Hyas aran- eus) sem eru í samkeppni við grjót- krabba um fæðu og búsvæði, þá er grjótkrabbinn ráðandi í fjölda, hvort sem litið er til fullorðinna einstakl- inga eða lirfa í svifi.9 Líklegt er að hlýnun sjávar sem varð hér við land undir lok síðustu aldar13 hafi haft töluverð áhrif á útbreiðslu og við- gang krabbans. Það ræðst af því að lirfuþroskunin, sem er hitastigsháð, er takmarkandi þáttur í landnámi krabbans á kaldari hafsvæðum. Lirfuþroskun tekur t.d. um 30 daga við 15°C9 en yfir 50 daga við 10°C.14 Sjávarhiti við Suðvestur- og Vestur- land15 er nú svipaður og í náttúru- legum heimkynnum krabbans í N-Ameríku en hámarkshiti er þó nokkuð lægri hér.15,16 Fáar stórvaxnar krabbadýra teg- und ir lifa á botni sjávar á grunn sævi við Ísland. Hér lifa trjónukrabbi og bogkrabbi, sem er líka að finna í vesturheimi, en þar deilir grjótkrabbi búsvæðum einnig með stórum teg- undum eins og ameríska humrinum (Homarus americanus) og spámanns- krabba (Cancer borealis).17 Grjót- krabb inn er veiddur í umtalsverðu magni í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum. Upphaflega var grjót krabbinn þó aðeins meðafli á humarveiðum og nýttur sem beita eða sleppt aftur í sjóinn.18 Frá árinu 1974 hafa verið stundaðar atvinnu- veiðar á honum.19 Veiðum í Kanada er vandlega stýrt því grjótkrabbinn er ennfremur ein helsta fæða amer- íska humarsins.20,21 Lítið er vitað um líffræði og stofn- stærðir eiginlegra krabba (Deca- poda: Brachyura) við Ísland, ef frá eru taldar rannsóknir Sólmundar Tr. Einarssonar22 á trjónukrabba á átt unda áratug 20. aldar. Þá var stofn stærð trjónukrabbans metin og hún áætluð 50 þúsund tonn í Breiða firði og um 30 þúsund tonn í Faxa flóa.22 Líklegt er í ljósi fyrri athugana á grjótkrabba við Ísland að hann sé möguleg nytjategund.9 Auk þess sem frekari rannsóknir á líffræði krabbans eru mikilvægar, er Landnám grjótkrabba við Ísland A1: Fyrsti staðfesti fundarstaður krabbans við Ísland var í Hvalfirði í ágúst árið 2006. Pálmi Dungal frístundakafari fann krabba við Grundartanga sem hann kannaðist ekki við að hafa séð áður (þess má geta að Pálmi hefur stundað köfun í Hvalfirði til fjölda ára). Pálmi kom eintakinu til Jörundar Svavarssonar prófessors. Í fyrstu var talið að um töskukrabba (Cancer pagurus) væri að ræða en það er systurtegund grjótkrabbans sem lifir í Evrópu. Sá misskilningur var hins vegar leiðréttur í júlí 2007 þegar krabbinn var réttilega greindur sem grjótkrabbi (Cancer irroratus). Frá 2006 hefur grjótkrabbi veiðst víða í Hvalfirði. L1: Lirfur finnast í fyrsta sinn við Ísland í svifsýnum teknum í Hvalfirði árið 2007. A2: Grjótkrabbar fást í ígulkerjaplóg á nokkrum stöðum við Stykkishólm árið 2008. Stærð einstaklinga 9,9–11,6 cm (munnl. upplýsingar: Gunnar Jensen). Ferða- þjónustufyrirtækið Sæferðir, sem gerir út á skemmtisiglingar á Breiðafjörð á skipi sínu Særúnu, hefur einnig fengið eintök í botnplóg. L2: Árið 2008 finnast grjótkrabbalirfur í svifsýnum í júlí úr Patreksfirði í lágum þéttleika, bæði zoea II og zoea V lirfur. A3: Síðla árs árið 2008 fást nokkrir grjót- krabbar í gildrur í Skerjafirði, þetta er syðsti staðfesti fundarstaður krabbans hér við land. Grjótkrabbi hefur veiðst víða á Sundunum frá 2008. A4: Skeljar nokkurra grjótkrabba finnast reknar á land á Barðaströnd árið 2009 (munnl. upplýsingar: Guðrún Finnbogadóttir, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar). A5: Grjótkrabbi veiddur í höfninni á Ólafsvík (munnl. upplýsingar: Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur). A6: Árið 2011 fást grjótkrabbar í tilraunaveiðum við sunnanvert Snæfellsnes. A7: Grjótkrabbi (9,8 cm karldýr) fékkst í rækjutroll í Arnarfirði á 80 m dýpi seinnipart desembermánaðar 2011 en það er nyrsti fundarstaður krabbans til þessa. 2. mynd. Prófaðar voru þrjár gerðir af gildrum við veiðar á grjótkrabba: A. Ferhyrndar Carapax® (0,096 m3). B. Litlar kónískar (0,265 m3). C. Stórar kónískar (0,415 m3). − The three types of traps that were tested to catch rock crab: A. Quadrilateral Carapax® (0.096 m3). B. Small-conical (0.265 m3). C. Large-conical (0.415 m3).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.