Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 40
Náttúrufræðingurinn
40
ólíkleg því hafsvæðið milli Íslands
og Kanada er of mikil hindrun fyrir
tegundina. Bæði er hafsvæðið mun
dýpra en þekkt dýptarsvið tegund-
ar innar11 og straumáttir eru óhag-
stæð ar fyrir lirfurek frá Kanada til
Íslands.12
Tilvist kvendýra með egg og
mikið magn lirfa í svifi sýnir ótvírætt
að krabbinn er farinn að fjölga sér á
Íslandsmiðum.9 Miðað við aðrar
algengar krabbategundir í Hvalfirði,
svo sem bogkrabba (Carcinus
maen as) og trjónukrabba (Hyas aran-
eus) sem eru í samkeppni við grjót-
krabba um fæðu og búsvæði, þá er
grjótkrabbinn ráðandi í fjölda, hvort
sem litið er til fullorðinna einstakl-
inga eða lirfa í svifi.9 Líklegt er að
hlýnun sjávar sem varð hér við land
undir lok síðustu aldar13 hafi haft
töluverð áhrif á útbreiðslu og við-
gang krabbans. Það ræðst af því að
lirfuþroskunin, sem er hitastigsháð,
er takmarkandi þáttur í landnámi
krabbans á kaldari hafsvæðum.
Lirfuþroskun tekur t.d. um 30 daga
við 15°C9 en yfir 50 daga við 10°C.14
Sjávarhiti við Suðvestur- og Vestur-
land15 er nú svipaður og í náttúru-
legum heimkynnum krabbans í
N-Ameríku en hámarkshiti er þó
nokkuð lægri hér.15,16
Fáar stórvaxnar krabbadýra teg-
und ir lifa á botni sjávar á grunn sævi
við Ísland. Hér lifa trjónukrabbi og
bogkrabbi, sem er líka að finna í
vesturheimi, en þar deilir grjótkrabbi
búsvæðum einnig með stórum teg-
undum eins og ameríska humrinum
(Homarus americanus) og spámanns-
krabba (Cancer borealis).17 Grjót-
krabb inn er veiddur í umtalsverðu
magni í Kanada og austanverðum
Bandaríkjunum. Upphaflega var
grjót krabbinn þó aðeins meðafli á
humarveiðum og nýttur sem beita
eða sleppt aftur í sjóinn.18 Frá árinu
1974 hafa verið stundaðar atvinnu-
veiðar á honum.19 Veiðum í Kanada
er vandlega stýrt því grjótkrabbinn
er ennfremur ein helsta fæða amer-
íska humarsins.20,21
Lítið er vitað um líffræði og stofn-
stærðir eiginlegra krabba (Deca-
poda: Brachyura) við Ísland, ef frá
eru taldar rannsóknir Sólmundar
Tr. Einarssonar22 á trjónukrabba
á átt unda áratug 20. aldar. Þá var
stofn stærð trjónukrabbans metin
og hún áætluð 50 þúsund tonn í
Breiða firði og um 30 þúsund tonn
í Faxa flóa.22 Líklegt er í ljósi fyrri
athugana á grjótkrabba við Ísland
að hann sé möguleg nytjategund.9
Auk þess sem frekari rannsóknir á
líffræði krabbans eru mikilvægar, er
Landnám grjótkrabba við Ísland
A1: Fyrsti staðfesti fundarstaður krabbans við Ísland var í Hvalfirði í ágúst
árið 2006. Pálmi Dungal frístundakafari fann krabba við Grundartanga
sem hann kannaðist ekki við að hafa séð áður (þess má geta að Pálmi
hefur stundað köfun í Hvalfirði til fjölda ára). Pálmi kom eintakinu til
Jörundar Svavarssonar prófessors. Í fyrstu var talið að um töskukrabba
(Cancer pagurus) væri að ræða en það er systurtegund grjótkrabbans
sem lifir í Evrópu. Sá misskilningur var hins vegar leiðréttur í júlí 2007
þegar krabbinn var réttilega greindur sem grjótkrabbi (Cancer irroratus).
Frá 2006 hefur grjótkrabbi veiðst víða í Hvalfirði. L1: Lirfur finnast í fyrsta
sinn við Ísland í svifsýnum teknum í Hvalfirði árið 2007. A2: Grjótkrabbar
fást í ígulkerjaplóg á nokkrum stöðum við Stykkishólm árið 2008. Stærð
einstaklinga 9,9–11,6 cm (munnl. upplýsingar: Gunnar Jensen). Ferða-
þjónustufyrirtækið Sæferðir, sem gerir út á skemmtisiglingar á Breiðafjörð
á skipi sínu Særúnu, hefur einnig fengið eintök í botnplóg. L2: Árið 2008
finnast grjótkrabbalirfur í svifsýnum í júlí úr Patreksfirði í lágum þéttleika,
bæði zoea II og zoea V lirfur. A3: Síðla árs árið 2008 fást nokkrir grjót-
krabbar í gildrur í Skerjafirði, þetta er syðsti staðfesti fundarstaður
krabbans hér við land. Grjótkrabbi hefur veiðst víða á Sundunum frá
2008. A4: Skeljar nokkurra grjótkrabba finnast reknar á land á Barðaströnd
árið 2009 (munnl. upplýsingar: Guðrún Finnbogadóttir, starfsmaður
Hafrannsóknastofnunar). A5: Grjótkrabbi veiddur í höfninni á Ólafsvík
(munnl. upplýsingar: Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur).
A6: Árið 2011 fást grjótkrabbar í tilraunaveiðum við sunnanvert
Snæfellsnes. A7: Grjótkrabbi (9,8 cm karldýr) fékkst í rækjutroll í
Arnarfirði á 80 m dýpi seinnipart desembermánaðar 2011 en það er
nyrsti fundarstaður krabbans til þessa.
2. mynd. Prófaðar voru þrjár gerðir af gildrum við veiðar á grjótkrabba: A. Ferhyrndar
Carapax® (0,096 m3). B. Litlar kónískar (0,265 m3). C. Stórar kónískar (0,415 m3). −
The three types of traps that were tested to catch rock crab: A. Quadrilateral Carapax®
(0.096 m3). B. Small-conical (0.265 m3). C. Large-conical (0.415 m3).