Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 94

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 94
Náttúruminjasafn Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Náttúruminjasafn Íslands (nmsi.is) er höfuðsafn á sviði náttúrufræða og sinnir rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um náttúru landsins, náttúrusögu og nýtingu náttúrauðlinda. Viðfangsefnin eru fjölbreytt – jarðfræði og jarðsaga, myndun og mótun lands, efna- og eðlisþættir, fjölbreytileiki lífríkis allt frá smæstu örverum til stærstu dýra jarðar, og vistfræðilegt samspil. Einkennismerkið skal endurspegla hlutverk Náttúruminjasafnsins og vísa til náttúru landsins í víðri merkingu, einkenna hennar og eða sérkenna. Yfir einkennismerkinu skal vera reisn og af því skal stafa virðing sem hæfir höfuðsafni. Merkið skal nýtast á margvíslegan hátt í kynningarefni, á skilti, prentað og rafrænt. Merkið þarf að vera áhugavert, einkennandi og auðvelt í notkun í öllum miðlum. Veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Samið verður sérstaklega við vinningsahafa um frekari útfærslu. Keppnin er öllum opin. Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, miðvikudaginn 15. janúar 2014. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum á A3 blaði í lit (hámark tvær síður). Tillögur skulu einnig fylgja með á diski með pdf-skjölum. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt miðvikudaginn 30. janúar 2014. Ekki er hægt að tryggja að keppendur fái tillögur sínar afhentar að keppni lokinni. Dómnefnd skipa eftirtaldir: Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminja- safns Íslands, Árni Hjartarson formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, Birna Geirfinnsdóttir grafískur hönnuður og fagstjóri LHÍ, Rósa Hrund Kristjánsdóttir grafískur hönnuður, Hvítahúsinu, og Einar Gylfason grafískur hönnuður, Leynivopninu. Ritari keppninnar er Haukur Már Hauksson. Fyrirspurnir þurfa að berast fyrir 1. desember 2013 á veffangið samkeppni@honnunarmidstod.is. Öllum spurningum verður svarað og svörin birt á vef Hönnunarmiðstöðvar 5. desember 2013. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni honnunarmidstod.is. SAMKEPPNI UM EINKENNISMERKI NÁTTÚRUMINJASAFNS ÍSLANDS Samkeppni um nýtt einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands 1.000.000 kr. í verðlaun Skilafrestur 15. janúar 2014 Nánar á honnunarmidstod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.