Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 95

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 95
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufarsannáll 2010 Veðurfar Samkvæmt veðurfarsyfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings á Veður- stofu Íslands var tíðarfar ársins 2010 ágæta gott en óvenjulegt á ýmsa lund. Sunnanlands og vestan var árið í senn meðal þeirra hlýustu, þurrustu og snjóléttustu sem komið hafa frá því skipulegar mælingar hófust. Meðalhiti í Stykkishólmi var 5,4°C sem er það næstmesta sem mælst hefur í samfelldri mæliröð frá 1845. Sömu sögu er að segja um Reykjavík, aðeins einu sinni hefur mælst hærri árshiti, en tvisvar jafn- hár. Á báðum stöðum var árið 2003 lítiðeitt hlýrra. Hæsti hiti ársins mæld ist 4. september á Möðru- völl um í Hörgárdal, 24,9°C, en þá gekk hitabylgja yfir landið svo göm- ul hitamet féllu víða. Mesta frostið var hins vegar í Mývatnssveit 22. desember -28,6°C. Úrkoman var með minnsta móti svo til vandræða horfði víða með vatnsöflun og lítið vatnsrennsli var í lindám og dragám, þó var lax- og silungsveiði hin líflegasta. Jökulár voru hins vegar með meira móti vegna jökulleysinga. Úrkoman í Reykjavík var 592,3 mm, sú næstminnsta sem mælst hefur. Aðeins árið 1951 var þurrara. Snjór var að sama skapi lítill, skíðasvæði Reykvíkinga í Bláfjöllum og Skála- felli voru lokuð allan veturinn. Á öðrum skíðasvæðum var vertíðin í skemmsta lagi. Lítið var um illviðri á ártinu og tjón af völdum veðurs með alminnsta móti. Gos á Fimmvörðuhálsi Ársins verður lengi minnst fyrir eld- gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyja- fjallajökli. Deila má um hvort þetta voru tvö gos eða eitt og sama gosið enda urðu þau í sama fjallinu og einungis einn dagur leið frá því að hinu fyrra lauk er hið síðara hófst, en þau voru gerólík. Gosið á Fimmvörðuhálsi gerði lítil boð á undan sér. Það hófst um kl. 23.30 þann 20. mars þegar um 300 m löng eldsprunga opnaðist lítið eitt norðan við háhálsinn. Veður var heldur þungbúið svo lítið sást til eldstöðvanna, nægilega þó til að unnt var að staðfesta að eldgos væri hafið. Umbrotin komu mönnum ekki alveg í opna skjöldu því jarð- skjálftahrinur allt frá 1994 og landris höfðu bent til innskotavirkni undir Eyjafjallajökli og að kvika væri að streyma til fjallsrótanna á 5–10 km dýpi. Síðustu mánuði fyrir umbrotin var sem skjálftavirknin færðist ofar í jarðskorpuna. Menn áttu því allt eins von á gosi en þá helst í háfjall- inu og Almannavarnir höfðu lýst yfir óvissustigi. Vegna þess hve erf- itt var að meta stærð gossins og legu eldsprungunnar ákváðu Almanna- varnir nú að lýsa yfir hæsta við- bún aðarstigi enda hugsanlegt að 1. mynd. Gos á Fimmvörðuhálsi. Ljósm./Photo: Helga Margrét Helgadóttir. Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 95–100, 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.