Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn
20
einnig allútbreidd í ferskvatni
nærri Suðurskautslandinu, t.d. á
Suður-Hjaltlandseyjum, Suður-
Orkneyjum og Suður-Georgíu.23,24
Á framangreindum svæðum ráða
agneski oft ríkjum í fremur litlum
stöðuvötnum sem svipar að mörgu
leiti til Blávatns hvað varðar efna-
og eðlisþætti. Tilvist agneskja í
jafn ríkum mæli og raun ber vitni í
evrópsku fjalllendi og á suðlægum
slóðum, þar sem lífsskilyrði eru
almennt knöpp miðað við vötn á
láglendi og/eða nærri miðbaugi,
hefur einkum verið eignuð
eiginleikum þeirra til að þrífast við
næringarefna- og steinefnasnauðar
kringumstæður.24,25,26
Fánan
Fána Blávatns er afar rýr og aðeins
voru greindar fjórar tegundir af
hryggleysingjum. Annars vegar
fundust bessadýr (6. mynd) í
nokkrum mæli í þunnu, leirkenndu
seti á ísbotninum og hins vegar
veiddust þyrildýr í netháf í vatns-
bolnum (4. tafla). Bessadýrin til-
heyra tegundinni Hypsibius con-
vergens og tegund af ættkvíslinni
Isohypsibius, en tegundir af báðum
þessum ættkvíslum auk ætt-
kvíslanna Macrobiotus, Dactylobiotus,
Murrayon og Thulinius hafa áður
fundist í stöðuvötnum og tjörnum
hér á landi.27,28,29 Þyrildýrin sem
fundust í vatnsbolnum tilheyra
tveimur tegundum. Annars vegar
var spaðaþyrla, Keratella cochlearis,
og hins vegar hin örsmáa Gastropus
minor. Staðfesta þarf greiningu síðar-
nefndu tegundarinnar en okkur er
ekki kunnugt um að hún hafi áður
verið greind í íslensku stöðuvatni.
Tegundin hefur ekki hlotið íslenskt
heiti en til bráðabirgða er hún
kölluð mallakútur með skírskotun
til gríska heitisins sem vísar til maga
og fóta (Gastropus) auk smæðar
(minor).
Engin eiginleg vatnadýr fundust
á fjörugrjóti í Blávatni, aðeins
þráðlaga vaxtarform lífvera, lík-
lega blágrænbaktería (Cyanobacte-
ria), ásamt leifum fullorðins skor-
dýrs, áttfætlumaura og gróðurs af
landrænum toga (4. tafla). Þráðlaga
lífverurnar var að finna í öllum
grjótsýnunum og einkennandi
vaxtarlag þeirra var þyrping
nokkurra þráða (3–8 þráða) sem
stóðu út frá einni og sömu miðju.
Tegundagreining þráðanna bíður
betri tíma. Plöntuleifarnar, sem
einnig fundust í öllum grjót-
sýnunum, líktust einna helst rifnum
og trosnuðum lyng- og víðiblöðum.
Skordýrsleifarnar sem fundust í
grjótsýni nr. 3 voru hluti af væng
og frambol fullorðinnar dægurflugu
(Ephemeroptera). Í grjótsýni nr.
8 fundust tveir tómir hamir af
áttfætlumaurum (Acarina) sem ekki
var hægt að greina nánar.
6. mynd. (a) Fullorðið bessadýr af tegundinni Ramazzottius oberhaeuseri og (b)
formfagurt egg bessadýrs af yfirættinni Macrobiotoidea. – (a) Adult Ramazzottius ober-
haeuseri tardigrade and (b) sculptured egg of an undescribed Macrobiotoidea tardigrade
species. Ljósm./Photos: Nigel Marley.
a)
b)