Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gróður í Viðey í Þjórsá Áhrif beitarfriðunar Inngangur Viðey (1. mynd), einnig nefnd Minna núpshólmi, er stök, ein- angr uð ey í miðri Þjórsá suðaustan við Minna-Núp í Gnúpverjahreppi. Þar er áin djúp og straumþung og hefur eyin því að mestu verið varin fyrir ágangi manna og búfjár. Í Viðey er gróskulegur birki- skógur en að öðru leyti var lítið vit- að um gróður hennar. Skógurinn í eynni er mjög áberandi og sker sig frá skóglausu landi á bökkum ár innar. Fullvíst er að fyrr á öldum var land á bökkum Þjórsár einnig vaxið birkiskógi. Talið er að við land nám Íslands hafi birkiskógur og kjarr þakið að minnsta kosti fjórð ung landsins. Nú á tímum er birki skóg einungis að finna á um hundraðasta hluta landsins. Ástæð- ur þessarar miklu hnignunar má rekja til breytinga sem urðu í kjölfar landnáms, svo sem skógar höggs og búfjárbeitar.1,2 Gróður Viðeyjar er því dæmi um skóg og gróðurfar sem fyrrum var mun útbreiddara. Nokkuð er um að gróður hafi verið kannaður í eyjum, hólmum og á öðrum náttúrulega beitarfriðuðum svæðum hér á landi.3,4,5,6,7 Ber niðurstöðum einatt saman um að verulegur munur sé á milli beittra og óbeittra svæða. Gróður beitar- friðaðra svæða er yfirleitt grósku- meiri og samsetning tegunda frá- brugðin því sem er á nærliggjandi beitilandi. Áhrif búfjárbeitar eru margþætt sem m.a. má rekja til beitarinnar sjálfrar, traðks og teðslu en beit hefur oft í för með sér verulegar breytingar á vistkerfum.6,8–13 Þekkt er að búfé velur markvisst ákveðnar Viðey í Þjórsá er stök ey suðaustan við bæinn Minna-Núp í Gnúpverjahreppi. Áin er þar djúp og straumþung og hefur eyin því notið nokkurrar verndar fyrir ágangi manna og búfjár. Í Viðey er gróskulegur birkiskógur sem ekki er að finna á bökkum árinnar. Lítið var vitað um annan gróður í eynni. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna gróður í Viðey í Þjórsá og bera hann saman við gróður á svipuðu landi beggja vegna árinnar. Áhersla var lögð á að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða gerðir gróðurs er að finna í eynni? Hver er þekja og tegundasamsetning plantna í mismunandi gróður- og landgerðum í eynni og á svipuðu landi beggja vegna árinnar? Finnast sjalfgæfar plöntutegundir í eynni? Í rannsókninni voru lagðir út 13 reitir sumarið 2009; fjórir í Viðey, þrír á norðurbakka og sex á suðurbakka Þjórsár. Í Viðey finnast fjórar megingerðir gróðurs; birkiskógur, graslendi, strandgróður og mólendi. Í eynni fundust 74 tegundir háplantna, þ.á m. tvær sem teljast sjaldgæfar á landsvísu, grænlilja og kjarrhveiti. Þekja og tegundasamsetning plantna í Viðey er mjög ólík þeirri á bökkum árinnar en í samræmi við það sem komið hefur fram í öðrum rannsóknum á beittum og beitarfriðuðum svæðum. Viðey var friðlýst árið 2011 til verndunar lítt snortins og gróskumikils birkiskógar og því lífríki sem honum fylgir. Auk verndunar erfðaeiginleika og erfðafjölbreytileika birkisins og annars gróðurs, þá er sérstaklega treyst vísinda- og fræðslugildi eyjarinnar. Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon 1. mynd. Viðey í Þjórsá séð ofan af Núpsfjalli ofan Minna-Núps. Fremst er ræktað land á norðurbakka Þjórsár, þá Viðey, þar næst suðurbakki og Skarðsfjall í Landsveit. – Videy Island in River Thjorsa seen from Nupsfjall Mountain above the farm Minni-Nupur. In the foreground is cultivated land on the northbank of the river, then the island and in the background is the southbank and Skardsfjall Mountain in the upper right corner. Ljósm./Photo: Anna Sigríður Valdimarsdóttir Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 49–60, 2013 Ritrýnd grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.