Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 7
7 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags af hraunþakinu hafði fallið niður, en eftir stóðu súlur, skútar, bogar og hvelfingar í þéttum hnapp (8.–13. mynd). Gekk maður ýmist uppi á hraunþekjunni milli borganna eða skrönglaðist undir hvelf ingar með dropsteinum. Þetta var sannarlega „fögur bildhöggvara verksmíð“. Nú fór að draga í loft og við áttum langa göngu fyrir höndum að tjald- stæðinu í Reykjahlíð. Sýnt var að við yrðum að koma hingað aftur áður en Kröflueldar ynnu þarna hervirki, en Hvannstóðið liggur lægra en eldvörpin austur af. Sumarið 1978 í júlí vorum við Sigmunda Hannesdóttir aftur á ferðinni. Tók þá ær með tvö lömb á út en hlaðist upp í miðju skálanna þar sem þær voru dýpstar. Virtist yfirborð nyrðri skálarinnar frekar slétt (8. mynd) séð ofan frá. Hvernig skyldi hafa verið hér umhorfs áður en hraunið rann? Uxu þá hvannir á tjarnarbakka? Rann hraunið þangað þegar „upp kom hræðilegt eldsbál og jarðeldsbruni“ í desember 1728 eða í „eldshlaupinu“ í janúar 1729? Tjarn- irnar hefðu þá verið ísilagðar og jafn- vel þykk snjóalög, sem hefðu haft árif á storknun hraunsins. Meðal - þykkt íss á Mývatni í 277 m hæð er 80 cm. Hraunin í Hvannstóði eru í 492 m hæð. Þegar niður í nyrðri skálina var komið gaf að líta furðusmíð. Hluti og heitu vatni, þótt hvellurinn í honum standi ekki samanburð við upphaf Mývatnselda með spreng- ingu í sjálfu Víti. Umhverfi Leirhnjúks heldur áfram að hafa aðdráttarafl. Nú með fallegum útfellingum og volgri tjörn sem er öllu fegurri en hin horfni leirhver. Er gönguleiðin umhverfis Leirhnjúk einstök og umhverfið breytilegt milli ára. Leirhnjúkur var mikið gróinn fyrir Mývatnselda. En nýtur sín nú sem vinsæll útsýnis- staður. Hvannstóð er vestast í Kröflu- öskj unni vestur af Leirhnjúki og Hófnum og gæti Mývatnselda- hraun hafa runnið þaðan í Hvann- stóðið. Við héldum út á nýja hraunið en komum fljótlega út á gamla hraunið, sem var úfið og sein farið, en vorum svo heppnar að rekast á kindagötu. Við vissum ekki á hverju við ættum von og héldum því á Hvannstóðshöfða. Sáum við þá vel yfir Hvannstóðið, sem eru tveir samvaxnir sprengigígar frá Hvannstóðsskeiði um 5.000 ára gamlir.3 Ekki dregur það nafn af því sem þar er að sjá núna því að engin er hvönnin. Við blöstu tvær sam- liggjandi skálar og minnti innihaldið á tvær gríðarstórar pönnukökur. Hraunið hafði runnið ofan í skál- arn ar í tveimur misstórum lænum úr austri. Uppi á brúninni undir nýju hrauni mátti greina hraun sem runnið hafði áfram til suðurs. Deigið í skálunum hafði ekki runnið jafnt 5. mynd. Til suðurs af vestari brún Hvannstóðs. Hlíðarfjall í bak- sýn. Svart Kröflueldahraun í forgrunni. Syðri borgirnar fyrir miðju. Ljósm./Photo: Kristján Jónasson, 2008. 4. mynd. Til austurs af vestari brún Hvannstóðs. Leirhnjúkshraun og Krafla í baksýn. Svarta hraunið rann inn í Hvannstóð í Kröflueldum. Nyrðri borgirnar sjást til vinstri. Ljósm./Photo: Kristján Jónasson. 3. mynd. Hófurinn, en hann gaus í Mývatnseldum. Ljósm./Photo: Berþóra Sigurðardóttir, 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.