Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn 26 síðustu árum. Sum þeirra hafa orðið í Öræfum eins og á Hólárjökli, líklega árið 1999, og Virkisjökli vor- ið 2011 en þá féll um 250 þús. tonna skriða úr Svínafelli og út á jökulinn. Í lok febrúar árið 2013 féll mikil skriða út á Svínafellsjökul og þakti um 1,3 km2 svæði á jöklinum. Þar var á ferðinni jökulruðningur sem fór af stað í kjölfar gríðarlegrar úr komu. Í sunnanverðum Mýrdals- jökli féll stór skriða á sporð Jökulsár- gilsjökuls haustið 1972 og önnur lítil á sama jökul nokkrum árum seinna.3 Tvær myndarlegar skriður féllu út á Mosakambsjökul, sem einnig geng ur suður úr Mýrdalsjökli, líklega árin 2004 og 2005. Berghlaup féll á Steinsholtsjökul árið 2011. Þá varð mikið berghrun úr Súlutindum niður á Skeiðarárjökul í nóvember 2011. Berghlaupið við Morsárjökul er af öðrum stærðarflokki og þarf að fara allt aftur til ársins 1967 til að finna dæmi um annan eins atburð á Íslandi en þá varð mikið berghlaup við Steinsholtsjökul.4 Berghlaupið við Morsárjökul er með mestu nátt- úruhamförum sem orðið hafa í Öræfum frá landnámi ef eldgos og jökulhlaup eru frátalin. Þrátt fyrir þetta hafði skriðan engin áhrif á íbúa, gesti eða mannvirki enda langt utan alfaraleiða. Grein þessi var send Náttúru- fræð ingnum um jólin 2011. Skömmu síðar birtist önnur grein um berg- hlaupið við Morsárjökul í Náttúru- fræðingnum, 3.−4. hefti sem út kom í upphafi árs 2012.5 Vegna þessa var gerð sú breyting á grein þessari að ítarlegri rök eru færð fyrir helstu atrið um þar sem niðurstöður eru ólíkar. Þá var niðurstöðum frá rann- sóknarferðum á Morsárjökul árin 2012 og 2013 bætt við greinina. Morsárjökull Morsárjökull er tæplega 4 km lang ur og breidd hans er um 700– 1.200 m. Hann á upptök þar sem jökulís úr Vatnajökli fellur niður nær lóðréttan klettavegg. Ísfossarnir eru tveir. Ísinn molnar við fallið en umbreytist síðan í þéttan skriðjökul sem skríður niður í Morsárdal (3. mynd). Í klettabeltinu á milli ísfoss- anna er hæsti foss á Íslandi, a.m.k. 227 m hár. Hann er nafnlaus en höfundur hefur stungið upp á nafninu Þrymur. Vestari ísfossinn er með samhangandi ís á nokkrum kafla en ísinn í eystri fossinum hætti að ná saman einhvern tímann á tímabilinu 1938–1941. Lítill skrið- jökull, Birkijökull, sem fellur niður Birkidal, norðan við Skarðatind, var samtengdur Morsárjökli en slitnaði frá honum árið 1934.6 Skriðhraði Morsárjökuls er um 23,8 cm á sólarhring að jafnaði á yfirborði um miðbik jökulsins eða um 87 m á ári en nánar verður greint frá skriði jökulsins síðar. Framan við jökulinn er lón sem 2. mynd. Ferðamaður við Morsárjökul árið 1925. – Tourist at Morsár jökull in 1925. Ljósm./Photo: óþekktur/unknown. 3. mynd. Gengið að Morsárjökli. – Hiking towards Morsárjökull. Ljósm./Photo: Jón Viðar Sigurðsson. 4. mynd. Breytingar á jökulsporði Morsárjökuls. Byggt á herforingjaráðskorti frá 1905 og reglubundnum sporðamælingum frá 1932 sem birtar eru í Jökli, ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands. – Cumulative ice-front changes of Morsárjökull. Based on a topographical map from 1905 and regular measurements since 1932 published in Jökull (Iceland Glaciological Society).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.