Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 26
Náttúrufræðingurinn
26
síðustu árum. Sum þeirra hafa orðið
í Öræfum eins og á Hólárjökli,
líklega árið 1999, og Virkisjökli vor-
ið 2011 en þá féll um 250 þús. tonna
skriða úr Svínafelli og út á jökulinn.
Í lok febrúar árið 2013 féll mikil
skriða út á Svínafellsjökul og þakti
um 1,3 km2 svæði á jöklinum. Þar
var á ferðinni jökulruðningur sem
fór af stað í kjölfar gríðarlegrar
úr komu. Í sunnanverðum Mýrdals-
jökli féll stór skriða á sporð Jökulsár-
gilsjökuls haustið 1972 og önnur
lítil á sama jökul nokkrum árum
seinna.3 Tvær myndarlegar skriður
féllu út á Mosakambsjökul, sem
einnig geng ur suður úr Mýrdalsjökli,
líklega árin 2004 og 2005. Berghlaup
féll á Steinsholtsjökul árið 2011. Þá
varð mikið berghrun úr Súlutindum
niður á Skeiðarárjökul í nóvember
2011. Berghlaupið við Morsárjökul
er af öðrum stærðarflokki og þarf
að fara allt aftur til ársins 1967 til að
finna dæmi um annan eins atburð á
Íslandi en þá varð mikið berghlaup
við Steinsholtsjökul.4 Berghlaupið
við Morsárjökul er með mestu nátt-
úruhamförum sem orðið hafa í
Öræfum frá landnámi ef eldgos og
jökulhlaup eru frátalin. Þrátt fyrir
þetta hafði skriðan engin áhrif á
íbúa, gesti eða mannvirki enda langt
utan alfaraleiða.
Grein þessi var send Náttúru-
fræð ingnum um jólin 2011. Skömmu
síðar birtist önnur grein um berg-
hlaupið við Morsárjökul í Náttúru-
fræðingnum, 3.−4. hefti sem út kom
í upphafi árs 2012.5 Vegna þessa var
gerð sú breyting á grein þessari að
ítarlegri rök eru færð fyrir helstu
atrið um þar sem niðurstöður eru
ólíkar. Þá var niðurstöðum frá rann-
sóknarferðum á Morsárjökul árin
2012 og 2013 bætt við greinina.
Morsárjökull
Morsárjökull er tæplega 4 km
lang ur og breidd hans er um 700–
1.200 m. Hann á upptök þar sem
jökulís úr Vatnajökli fellur niður
nær lóðréttan klettavegg. Ísfossarnir
eru tveir. Ísinn molnar við fallið en
umbreytist síðan í þéttan skriðjökul
sem skríður niður í Morsárdal (3.
mynd). Í klettabeltinu á milli ísfoss-
anna er hæsti foss á Íslandi, a.m.k.
227 m hár. Hann er nafnlaus en
höfundur hefur stungið upp á
nafninu Þrymur. Vestari ísfossinn
er með samhangandi ís á nokkrum
kafla en ísinn í eystri fossinum hætti
að ná saman einhvern tímann á
tímabilinu 1938–1941. Lítill skrið-
jökull, Birkijökull, sem fellur niður
Birkidal, norðan við Skarðatind, var
samtengdur Morsárjökli en slitnaði
frá honum árið 1934.6
Skriðhraði Morsárjökuls er um
23,8 cm á sólarhring að jafnaði á
yfirborði um miðbik jökulsins eða
um 87 m á ári en nánar verður
greint frá skriði jökulsins síðar.
Framan við jökulinn er lón sem
2. mynd. Ferðamaður við Morsárjökul árið 1925. – Tourist at
Morsár jökull in 1925. Ljósm./Photo: óþekktur/unknown.
3. mynd. Gengið að Morsárjökli. – Hiking towards Morsárjökull.
Ljósm./Photo: Jón Viðar Sigurðsson.
4. mynd. Breytingar á jökulsporði Morsárjökuls. Byggt á herforingjaráðskorti frá 1905
og reglubundnum sporðamælingum frá 1932 sem birtar eru í Jökli, ársriti
Jöklarannsóknafélags Íslands. – Cumulative ice-front changes of Morsárjökull. Based on
a topographical map from 1905 and regular measurements since 1932 published in
Jökull (Iceland Glaciological Society).