Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 66
Náttúrufræðingurinn 66 athuganir Bjarna Sæmundssonar10 á aldri sandsíla og tegundagreiningar Hermanns Einarssonar11,12 sem fann hér þrjár tegundir. Auk þess var aflað upplýsinga um sandsíli við sunnanvert landið árin 1978– 1980 og aftur 1998, svo sem um ald- ur, þyngd og vaxtarhraða tegund ar- innar.13,14 Þá liggur fyrir að sandsíli er mikilvæg fæða margra tegunda nytjafiska, sjávarspendýra og sjó- fugla hér við land.7,8,10,15–23 Rannsóknir á lunda í Vestmanna- eyjum hafa til þessa einkum snúist um merkingar á fuglunum, bæði ung um og fullorðnum. Þessar merk ingar urðu til þess að fundin var aðferð til að aldursgreina fugla út frá nefi (fjöldi grópa á nefi) og hefur þeirri aðferð verið beitt til að aldursgreina veidda fugla.24,25 Auk þess eru handbærar upplýsingar um fæðu lunda á varptíma frá ár un um 1994 og 1995 sem sýndu að lundi við Vestmannaeyjar át nær eingöngu sandsíli.7,8,9 Einnig hafa heimamenn undanfarin ár safnað upplýsingum um fjölda pysja (lunda unga) og þyngd þeirra á Heimaey. Aftur á móti hefur hingað til vantað upplýsingar um fjölda fugla í varpi og varpárangur, sem eru afar mikilvægar til að fylgjast með viðkomu lundans. Þar sem vísbendingar bentu til þess að breytingar hefðu orðið á stofni sandsílis við Ísland 2005 hófust árið eftir að frumkvæði Haf- rannsóknastofnunar rannsóknir á sandsíli við landið sunnan- og vestan vert. Markmið þeirra er í fyrsta lagi að meta breytingar á stofn stærð sandsílis og afla upplýs- inga um styrk árganga og nýliðun. Í öðru lagi er kannað hvort mælingar á stofnstærð sandsílis endurspeglist á einhvern hátt í fæðu lunda og ýsu Melanogrammus aeglefinus. Árið 2007 hófst umfangsmikil rannsókn á lunda í Vestmannaeyjum í sam- vinnu Náttúrustofu Suðurlands, Haf rann sóknastofnunar, Þekkingar- set urs Vestmannaeyja, Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Meginmarkmið þessarar sameiginlegu rannsóknar er að kanna áhrif framboðs sandsílis á afkomu lunda og athuga áhrif veiða og umhverfis á stofn lunda. Einnig er fylgst með aldri fugla í lunda veiðinni og mat lagt á stærð varpstofns26 og varpárangur. Hér verður gerð grein fyrir því ástandi sem hefur verið á stofnum lunda og sandsílis við Vestmanna- eyjar undanfarin ár. Kynntar verða helstu niðurstöður sem fram hafa komið úr rannsóknunum. Þá er fjall að um mögulegar ástæður fyrir núverandi stöðu mála og hvað nán asta framtíð kann að bera í skauti sér fyrir stofna sandsílis og lunda. Aðferðir Lundi Unnt er að aldursgreina lunda fyrstu æviárin út frá lögun nefs og fjölda grópa á hlið nefsins.24 Árið 1996 voru 733 fuglar aldursgreindir úr veiði í háf á þennan hátt25 og síðan 479 fuglar árið 1999 (frá Gísla J. Óskarssyni). Sumarið 2007 hófust aldursgreiningar með svipaðri aðferð og lundar sem fengust frá veiðimönnum athugaðir (1. tafla). Grópir voru taldar á sama hátt og áður, en sú breyting var gerð að fuglum með fleiri en tvær grópir var skipt í tvo hópa, fuglar með tvær og hálfa gróp og þrjár grópir. Frá og með fjögurra ára aldri og tveim grópum í nefi vex óvissa í aldursákvörðunum.27 Teknar voru ljósmyndir af hverjum haus en það auðveldar samanburð á milli fugla og gefur það svigrúm í tíma sem æskilegt er að hafa við flokkun fugla í aldurshópa. Athuguð var aldursdreifing 2.453 fugla sem voru merktar sem pysjur 1961–1982 í Vestmannaeyjum og veiddust í háfa innan 25 ára frá merk ingu. Fyrir hvern þessara 22 árganga var reiknað hlutfall þriggja aldurshópa (2, 3 og 4 ára og eldri) innan hvers árs og síðan reiknað meðaltal hvers aldurshóps fyrir allt tímabilið og 95% öryggismörk þeirra. Þannig fékkst viðmið til 1. mynd. Lundapysja. - Atlantic puffin fledgling. Ljósm./Photo: Kristján Egilsson. 2. mynd. Sandsílaseiði í júlí. - Juvenile sandeels in July. Ljósm./ Photo: Valur Bogason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.